Fótbolti

Eiður Smári: Ekki tímabært að ræða framtíðina

Eiður Smári Guðjohnsen segist vera bjartsýnn á að Barcelona geti varið titil sinn í spænsku deildinni og segir liðið eiga allt að vinna á lokasprettinum. Hann vill lítið tjá sig um framtíð sína hjá félaginu.

"Það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni heldur verðum við að horfa fram á við og átta okkur á því að við eigum allt að vinna í þessum fjórum leikjum sem eftir eru í deildinni," sagði Eiður í samtali við Mundo Deportivo. Hann kýs að tjá sig ekki um framtíð sína hjá félaginu, en hann hefur verið orðaður við nokkur lið - t.a.m. á Englandi.

"Nú er ekki rétti tíminn til að ræða framtíðina. Ekkert er öruggt í fótboltanum og enginn getur verið 100% viss um hvað tekur við," sagði landsliðsfyrirliðinn. Barcelona er í öðru sæti spænsku deildarinnar sem stendur með 66 stig eins og topplið Real Madrid. Sevilla er í þriðja sæti með 64 stig og Valencia hefur 62 stig í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×