Spænski boltinn Schuster: Beckham mun gráta sig í svefn í LA Bernd Schuster, þjálfari Getafe á Spáni, hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastólinn hjá Real Madrid i sumar ef Fabio Capello lætur af störfum eins og búist er við. Schuster undirbýr lið sitt nú undir bikarúrslitaleikinn á Spáni á laugardaginn en hann hefur engu að síður sterkar skoðanir á leimannamálum hjá Real Madrid. Fótbolti 21.6.2007 13:57 Ramos hefur áhyggjur fyrir bikarúrslitaleikinn Juande Ramos, þjálfari Sevilla á Spáni, segist hafa áhyggjur af mikilli bjartsýni í herbúðum liðsins fyrir úrslitaleikinn í spænska konungsbikarnum á Santiago Bernabeu á laugardagskvöldið. Andstæðingar Sevilla verða meistarabanarnir í Getafe og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Fótbolti 21.6.2007 11:48 Getafe íhugar að kæra Real Madrid Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Getafe eru að íhuga að kæra Real Madrid til knattspyrnusambandsins þar í landi ef það sannast að stórliðið hafi gert drög að samningi við þjálfarann Bernd Schuster um að taka við stórliðinu á næstu leiktíð. Fótbolti 20.6.2007 13:38 Laporta: Rijkaard verður áfram Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að þjálfarinn Frank Rijkaard verði áfram í starfi út næstu leiktíð. Þessa yfirlýsingu gaf hann út í dag í kjölfar sögusagna sem fóru á kreik í gær um að félagið ætlaði að reyna að fá til sín Arsene Wenger frá Arsenal. Fótbolti 20.6.2007 13:32 Þrjú félög á Spáni vilja Reyes Umboðsmaður spænska landsliðsmannsins Jose Antonio Reyes hjá Arsenal segir að þrjú félög á Spáni séu búin að setja sig í samband við sig með það fyrir augum að kaupa leikmanninn. Framtíðin er mjög óljós hjá Reyes, sem helst vill vera áfram hjá Real Madrid þar sem hann lék sem lánsmaður í vetur. Hann vill alls ekki snúa aftur til Englands þar sem hann er samningsbundinn Arsenal. Fótbolti 20.6.2007 12:54 Vilja losna við Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen nýtur lítils trausts á meðal stuðningsmanna Barcelona í spænska boltanum. Flestir stuðningsmanna vilja losa sig við landsliðsfyrirliðann. Þetta kemur fram í skoðankönnum á meðal stuðningsmanna liðsins og birtist á spænska netmiðlinum Sport.es í gær. Fótbolti 20.6.2007 12:40 Flores verður áfram hjá Valencia Forráðamenn Valencia tilkynntu í dag að þjálfarinn Quique Sanchez Flores verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Fyrrum leikmaðurinn Amedeo Carboni mun hinsvegar hætta störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eftir sífellda árekstra við Flores á síðustu leiktíð. Valencia endaði í fjórða sæti spænsku deildarinnar og tryggði sér sæti í umspili um sæti í Meistaradeildinni. Fótbolti 19.6.2007 20:28 Dudek myndi sætta sig við tréverkið hjá Real Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool segir að tilhugsunin um að sitja á varamannabekk myndi ekki aftra sér í að ganga í raðir Real Madrid á Spáni ef svo færi að félagið vildi fá sig í sínar raðir. Það var einmitt seta hans á varamannabekknum sem gerði það að verkum að hann vildi fara frá Liverpool. Fótbolti 19.6.2007 18:08 Real Madrid - Þrír leikmenn á leiðinni Forráðamenn Real Madrid tilkynntu í dag að félagið væri búið að ganga frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Christoph Metzelder frá Dortmund þar sem hann er með lausa samninga í sumar. Þá segir forseti spænska félagsins að þrír aðrir leikmenn séu á leið til Real í sumar. Fótbolti 19.6.2007 12:04 Reyes grátbiður um að fá að vera áfram í Madrid Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hefur nú enn á ný farið þess á leit við forráðamenn Real Madrid að þeir geri lánssamning hans að varanlegum samningi. Reyes var á lánssamningi hjá spænsku meisturunum í vetur frá Arsenal á Englandi, en vill alls ekki snúa aftur til Englands. Hann gegndi lykilhlutverki í leik liðsins um helgina þar sem það tryggði sér meistaratitilinn. Fótbolti 19.6.2007 10:33 Capello óviss með framtíð sína Fabio Capello veit ekki ennþá hvort að hann verði áfram hjá Real Madrid á næsta tímabili, þrátt fyrri að hafa unnið deildina með liðinu í gær. Það var í fyrsta sinn sem sem stórveldið frá Madrid vinnur deildina í fjögur ár. Fótbolti 18.6.2007 16:03 Real Madrid Spánarmeistari Real Madrid tryggði sér Spánartitilinn í kvöld með góðum sigri á Mallorca 3-1. José Antonio Reyes skoraði tvö mörk fyrir meistarana og Diarra eitt. Í hálfleik var staðan 0-1 fyrir Mallorca. Fótbolti 17.6.2007 20:48 Barcelona með aðra höndina á titlinum Eins og staðan er í hálfleik í síðustu umferð La Liga, verður það Barcelona sem hampar Spánartiltlinum í kvöld. Barcelona er að vinna Gimnastic 3-0 á meðan Real Madrid er að tapa gegn Mallorca 1-0. Carlos Pyuol, Lionel Messi og Ronaldinho skoruðu mörk Barcelona. Staðan í leik Sevilla og Villareal er 0-0. Fótbolti 17.6.2007 19:45 Spánn: Síðustu leikirnir að hefjast Síðustu leikir La Liga á Spáni eru að hefjast. Þrjú lið eiga möguleika á titlinum þetta árið. Real Madrid nægir að sigra Mallorca á heimavelli til að hreppa titilinn. Barcelona þarf að treysta á að Madrid tapi stigum á meðan þeir vinna Gimastic á útilvelli. Fótbolti 17.6.2007 18:59 Real Sociedad og Celta Vigo falla ásamt Gimnastic Real Sociedad og Celta Vigo eru fallin úr efstu deild á Spáni. Mikil spenna var á botninum og voru fimm lið sem gátu fallið í dag. Real Sociedad gerði 3-3 jafntefli við Valencia á útivelli en það dugði ekki til. Fótbolti 17.6.2007 16:56 Real meistari vinni það í kvöld Real Madrid og Barcelona eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina í La Liga á Spáni í kvöld. Vinni Real leikinn gegn Mallorca tryggja þeir sér titilinn þar sem það hefur betri innbyrðisviðureignir gegn Barcelona sem mætir botnliði Gimnastic. Ef bæði lið tapa getur Sevilla tryggt sér titilinn. Fótbolti 16.6.2007 20:31 Verður Eiður Spánarmeistari á morgun? Síðasta umferðin í spænsku deildinni verður spiluð á morgun. Mikil spenna er í deildinni en þrjú lið geta tryggt sér Spánartitilinn á morgun. Fótbolti 16.6.2007 18:45 Milan segist ekki ætla að selja Kaka AC Milan ætlar sér ekki að selja Kaka þrátt fyrir að faðir Brasilíumannsins hafi fundað með Real Madrid. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan sagði fréttamönnum þetta í morgun. „Við getum staðfest að Kaka verður ekki seldur en við vissum af fundi föður hans með Real þar sem hann hafði þegar sagt okkur frá honum.“ Fótbolti 15.6.2007 11:43 Eiður vill helst vera áfram á Spáni Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að sanna sig í herbúðum spænska liðsins Barcelona og stefnir á að mæta tvíefldur til leiks með liðinu á næsta tímabili. Smelltu á spila til að sjá viðtal við kappann sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Fótbolti 14.6.2007 19:59 Eiður orðaður við Manchester United Sky Sports greinir frá því í dag að viðræður séu komnar í gang milli Barcelona og Manchester United um leikmannaskipti sem gætu þýtt að Eiður Smári Guðjohnsen færi aftur til Englands. Sky segir að spænska félagið hafi ekki frekari not fyrir Eið og segir að til greina komi að honum verði skipt til United fyrir varnarmanninn Gerard Pique. Sá lék sem lánsmaður með Zaragoza í vetur og stóð sig með prýði. Hann hefur áður verið í röðum Barcelona. Fótbolti 14.6.2007 19:03 Beckham sagði bless í dag Enski landsliðsmaðurinn David Beckham sat í dag blaðamannafund hjá Real Madrid þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir góðan tíma og tók af allan vafa um framtíð sína. Beckham fer til LA Galaxy í Bandaríkjunum í sumar og vonast til að kveðja Madrid með titli um helgina. Smelltu á spila til að sjá myndband af blaðamannafundinum. Fótbolti 14.6.2007 16:03 Dudek að íhuga tilboð frá Real Madrid? Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool er sagður hafa fengið tilboð um að ganga í raðir Real Madrid á frjálsri sölu í sumar. Samningur markvarðarins við Liverpool rennur út í sumar og á heimasíðu sinni greini markvörðurinn frá því að hann sé að íhuga tilboð frá "einu besta, ef ekki besta félagi í heimi." Fótbolti 14.6.2007 15:38 David Villa: Ég vil vera áfram hjá Valencia Spænski landsliðsframherjinn David Villa hjá Valencia segist ekki vilja fara frá félaginu þrátt fyrir að hafa verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Chesea, Manchester United og Liverpool eru sögð hafa mikinn áhuga á leikmanninum en hann er samningsbundinn Valencia til 2013. Hann hefur skorað 15 mörk í 35 deildarleikjum á leiktíðinni. Fótbolti 13.6.2007 17:25 Edmilson: Við vorum sjálfum okkur verstir Brasilíski miðjumaðurinn Edmilson hjá Barcelona segir að félagið verði að taka til í herbúðum sínum í sumar, því ólga innan liðsins hafi að sínu mati kostað það dýrt í vetur og það verði að laga ef árangur á að nást á næsta tímabili. Fótbolti 13.6.2007 15:29 Tímabilið búið? Alls er óvíst hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti spilað með Barcelona í lokaleik spænsku deildarinnar. Eiður fékk slæmt högg á vinstra hnéð og neyddist til að snúa aftur til búningsherbergja. Ekki er ljóst hversu lengi Eiður verður frá en það ætti að koma í ljós eftir nánari skoðun. Fótbolti 12.6.2007 19:27 Samuel Eto´o ætlar ekki að fara fet Framherjinn Samuel Eto´o segist alls ekki vera að íhuga að fara frá Barcelona í sumar og segist muni fagna því ef Thierry Henry gengi til liðs við félagið. Eto´o segist í samtali við Sky vera með samning við Barcelona og því geti liðið ekki losnað við hann þó það vildi. Fótbolti 12.6.2007 18:57 Capello kennir sér um brottför Beckhams Fabio Capello, framkvæmdastjóri Real Madrid, kennir sjálfum sér um brottför Davids Beckham frá félaginu. Hann tók Beckham úr liðinu og stuttu seinna skrifaði Beckham undir samning hjá LA Galaxy. Fótbolti 11.6.2007 11:32 Beckham og félögum lofað 35 milljón króna bónus David Beckham og félögum hans í Real Madrid hefur hverjum og einum verið lofaður bónus upp á 35 milljónir króna ef félagið klárar sitt um næstu helgi og verður spænskur meistari. Þetta kann að vera klink fyrir mann á borð við Beckham, en þessi upphæð er þó hærri en margir af verðandi félögum hans hjá LA Galaxy fá í laun á ári. Fótbolti 10.6.2007 20:03 Beckham mun fara til LA Galaxy Mikið hefur verið ritað um orð forseta Real Madrid í dag þegar hann sagði að félagið ætlaði að gera allt sem í þess valdi stæði til að halda leikmanninum áfram í herbúðum sínum. Talsmaður Beckham var fljótur að svara þessu í dag og sagði leikmanninn vera með samning við LA Galaxy og ekki kæmi annað til greina en að virða hann. Fótbolti 10.6.2007 19:35 Forseti Real Madrid vill halda David Beckham Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því nú fyrir stundu að forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefði lýst því yfir að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að halda David Beckham í röðum spænska félagsins áfram. Beckham hefur þegar samþykkt að ganga í raðir LA Galaxy í sumar. Frekari fréttir af málinu koma væntanlega síðar í dag. Fótbolti 10.6.2007 15:36 « ‹ 236 237 238 239 240 241 242 243 244 … 267 ›
Schuster: Beckham mun gráta sig í svefn í LA Bernd Schuster, þjálfari Getafe á Spáni, hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastólinn hjá Real Madrid i sumar ef Fabio Capello lætur af störfum eins og búist er við. Schuster undirbýr lið sitt nú undir bikarúrslitaleikinn á Spáni á laugardaginn en hann hefur engu að síður sterkar skoðanir á leimannamálum hjá Real Madrid. Fótbolti 21.6.2007 13:57
Ramos hefur áhyggjur fyrir bikarúrslitaleikinn Juande Ramos, þjálfari Sevilla á Spáni, segist hafa áhyggjur af mikilli bjartsýni í herbúðum liðsins fyrir úrslitaleikinn í spænska konungsbikarnum á Santiago Bernabeu á laugardagskvöldið. Andstæðingar Sevilla verða meistarabanarnir í Getafe og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Fótbolti 21.6.2007 11:48
Getafe íhugar að kæra Real Madrid Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Getafe eru að íhuga að kæra Real Madrid til knattspyrnusambandsins þar í landi ef það sannast að stórliðið hafi gert drög að samningi við þjálfarann Bernd Schuster um að taka við stórliðinu á næstu leiktíð. Fótbolti 20.6.2007 13:38
Laporta: Rijkaard verður áfram Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að þjálfarinn Frank Rijkaard verði áfram í starfi út næstu leiktíð. Þessa yfirlýsingu gaf hann út í dag í kjölfar sögusagna sem fóru á kreik í gær um að félagið ætlaði að reyna að fá til sín Arsene Wenger frá Arsenal. Fótbolti 20.6.2007 13:32
Þrjú félög á Spáni vilja Reyes Umboðsmaður spænska landsliðsmannsins Jose Antonio Reyes hjá Arsenal segir að þrjú félög á Spáni séu búin að setja sig í samband við sig með það fyrir augum að kaupa leikmanninn. Framtíðin er mjög óljós hjá Reyes, sem helst vill vera áfram hjá Real Madrid þar sem hann lék sem lánsmaður í vetur. Hann vill alls ekki snúa aftur til Englands þar sem hann er samningsbundinn Arsenal. Fótbolti 20.6.2007 12:54
Vilja losna við Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen nýtur lítils trausts á meðal stuðningsmanna Barcelona í spænska boltanum. Flestir stuðningsmanna vilja losa sig við landsliðsfyrirliðann. Þetta kemur fram í skoðankönnum á meðal stuðningsmanna liðsins og birtist á spænska netmiðlinum Sport.es í gær. Fótbolti 20.6.2007 12:40
Flores verður áfram hjá Valencia Forráðamenn Valencia tilkynntu í dag að þjálfarinn Quique Sanchez Flores verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Fyrrum leikmaðurinn Amedeo Carboni mun hinsvegar hætta störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eftir sífellda árekstra við Flores á síðustu leiktíð. Valencia endaði í fjórða sæti spænsku deildarinnar og tryggði sér sæti í umspili um sæti í Meistaradeildinni. Fótbolti 19.6.2007 20:28
Dudek myndi sætta sig við tréverkið hjá Real Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool segir að tilhugsunin um að sitja á varamannabekk myndi ekki aftra sér í að ganga í raðir Real Madrid á Spáni ef svo færi að félagið vildi fá sig í sínar raðir. Það var einmitt seta hans á varamannabekknum sem gerði það að verkum að hann vildi fara frá Liverpool. Fótbolti 19.6.2007 18:08
Real Madrid - Þrír leikmenn á leiðinni Forráðamenn Real Madrid tilkynntu í dag að félagið væri búið að ganga frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Christoph Metzelder frá Dortmund þar sem hann er með lausa samninga í sumar. Þá segir forseti spænska félagsins að þrír aðrir leikmenn séu á leið til Real í sumar. Fótbolti 19.6.2007 12:04
Reyes grátbiður um að fá að vera áfram í Madrid Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hefur nú enn á ný farið þess á leit við forráðamenn Real Madrid að þeir geri lánssamning hans að varanlegum samningi. Reyes var á lánssamningi hjá spænsku meisturunum í vetur frá Arsenal á Englandi, en vill alls ekki snúa aftur til Englands. Hann gegndi lykilhlutverki í leik liðsins um helgina þar sem það tryggði sér meistaratitilinn. Fótbolti 19.6.2007 10:33
Capello óviss með framtíð sína Fabio Capello veit ekki ennþá hvort að hann verði áfram hjá Real Madrid á næsta tímabili, þrátt fyrri að hafa unnið deildina með liðinu í gær. Það var í fyrsta sinn sem sem stórveldið frá Madrid vinnur deildina í fjögur ár. Fótbolti 18.6.2007 16:03
Real Madrid Spánarmeistari Real Madrid tryggði sér Spánartitilinn í kvöld með góðum sigri á Mallorca 3-1. José Antonio Reyes skoraði tvö mörk fyrir meistarana og Diarra eitt. Í hálfleik var staðan 0-1 fyrir Mallorca. Fótbolti 17.6.2007 20:48
Barcelona með aðra höndina á titlinum Eins og staðan er í hálfleik í síðustu umferð La Liga, verður það Barcelona sem hampar Spánartiltlinum í kvöld. Barcelona er að vinna Gimnastic 3-0 á meðan Real Madrid er að tapa gegn Mallorca 1-0. Carlos Pyuol, Lionel Messi og Ronaldinho skoruðu mörk Barcelona. Staðan í leik Sevilla og Villareal er 0-0. Fótbolti 17.6.2007 19:45
Spánn: Síðustu leikirnir að hefjast Síðustu leikir La Liga á Spáni eru að hefjast. Þrjú lið eiga möguleika á titlinum þetta árið. Real Madrid nægir að sigra Mallorca á heimavelli til að hreppa titilinn. Barcelona þarf að treysta á að Madrid tapi stigum á meðan þeir vinna Gimastic á útilvelli. Fótbolti 17.6.2007 18:59
Real Sociedad og Celta Vigo falla ásamt Gimnastic Real Sociedad og Celta Vigo eru fallin úr efstu deild á Spáni. Mikil spenna var á botninum og voru fimm lið sem gátu fallið í dag. Real Sociedad gerði 3-3 jafntefli við Valencia á útivelli en það dugði ekki til. Fótbolti 17.6.2007 16:56
Real meistari vinni það í kvöld Real Madrid og Barcelona eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina í La Liga á Spáni í kvöld. Vinni Real leikinn gegn Mallorca tryggja þeir sér titilinn þar sem það hefur betri innbyrðisviðureignir gegn Barcelona sem mætir botnliði Gimnastic. Ef bæði lið tapa getur Sevilla tryggt sér titilinn. Fótbolti 16.6.2007 20:31
Verður Eiður Spánarmeistari á morgun? Síðasta umferðin í spænsku deildinni verður spiluð á morgun. Mikil spenna er í deildinni en þrjú lið geta tryggt sér Spánartitilinn á morgun. Fótbolti 16.6.2007 18:45
Milan segist ekki ætla að selja Kaka AC Milan ætlar sér ekki að selja Kaka þrátt fyrir að faðir Brasilíumannsins hafi fundað með Real Madrid. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan sagði fréttamönnum þetta í morgun. „Við getum staðfest að Kaka verður ekki seldur en við vissum af fundi föður hans með Real þar sem hann hafði þegar sagt okkur frá honum.“ Fótbolti 15.6.2007 11:43
Eiður vill helst vera áfram á Spáni Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að sanna sig í herbúðum spænska liðsins Barcelona og stefnir á að mæta tvíefldur til leiks með liðinu á næsta tímabili. Smelltu á spila til að sjá viðtal við kappann sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Fótbolti 14.6.2007 19:59
Eiður orðaður við Manchester United Sky Sports greinir frá því í dag að viðræður séu komnar í gang milli Barcelona og Manchester United um leikmannaskipti sem gætu þýtt að Eiður Smári Guðjohnsen færi aftur til Englands. Sky segir að spænska félagið hafi ekki frekari not fyrir Eið og segir að til greina komi að honum verði skipt til United fyrir varnarmanninn Gerard Pique. Sá lék sem lánsmaður með Zaragoza í vetur og stóð sig með prýði. Hann hefur áður verið í röðum Barcelona. Fótbolti 14.6.2007 19:03
Beckham sagði bless í dag Enski landsliðsmaðurinn David Beckham sat í dag blaðamannafund hjá Real Madrid þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir góðan tíma og tók af allan vafa um framtíð sína. Beckham fer til LA Galaxy í Bandaríkjunum í sumar og vonast til að kveðja Madrid með titli um helgina. Smelltu á spila til að sjá myndband af blaðamannafundinum. Fótbolti 14.6.2007 16:03
Dudek að íhuga tilboð frá Real Madrid? Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool er sagður hafa fengið tilboð um að ganga í raðir Real Madrid á frjálsri sölu í sumar. Samningur markvarðarins við Liverpool rennur út í sumar og á heimasíðu sinni greini markvörðurinn frá því að hann sé að íhuga tilboð frá "einu besta, ef ekki besta félagi í heimi." Fótbolti 14.6.2007 15:38
David Villa: Ég vil vera áfram hjá Valencia Spænski landsliðsframherjinn David Villa hjá Valencia segist ekki vilja fara frá félaginu þrátt fyrir að hafa verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Chesea, Manchester United og Liverpool eru sögð hafa mikinn áhuga á leikmanninum en hann er samningsbundinn Valencia til 2013. Hann hefur skorað 15 mörk í 35 deildarleikjum á leiktíðinni. Fótbolti 13.6.2007 17:25
Edmilson: Við vorum sjálfum okkur verstir Brasilíski miðjumaðurinn Edmilson hjá Barcelona segir að félagið verði að taka til í herbúðum sínum í sumar, því ólga innan liðsins hafi að sínu mati kostað það dýrt í vetur og það verði að laga ef árangur á að nást á næsta tímabili. Fótbolti 13.6.2007 15:29
Tímabilið búið? Alls er óvíst hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti spilað með Barcelona í lokaleik spænsku deildarinnar. Eiður fékk slæmt högg á vinstra hnéð og neyddist til að snúa aftur til búningsherbergja. Ekki er ljóst hversu lengi Eiður verður frá en það ætti að koma í ljós eftir nánari skoðun. Fótbolti 12.6.2007 19:27
Samuel Eto´o ætlar ekki að fara fet Framherjinn Samuel Eto´o segist alls ekki vera að íhuga að fara frá Barcelona í sumar og segist muni fagna því ef Thierry Henry gengi til liðs við félagið. Eto´o segist í samtali við Sky vera með samning við Barcelona og því geti liðið ekki losnað við hann þó það vildi. Fótbolti 12.6.2007 18:57
Capello kennir sér um brottför Beckhams Fabio Capello, framkvæmdastjóri Real Madrid, kennir sjálfum sér um brottför Davids Beckham frá félaginu. Hann tók Beckham úr liðinu og stuttu seinna skrifaði Beckham undir samning hjá LA Galaxy. Fótbolti 11.6.2007 11:32
Beckham og félögum lofað 35 milljón króna bónus David Beckham og félögum hans í Real Madrid hefur hverjum og einum verið lofaður bónus upp á 35 milljónir króna ef félagið klárar sitt um næstu helgi og verður spænskur meistari. Þetta kann að vera klink fyrir mann á borð við Beckham, en þessi upphæð er þó hærri en margir af verðandi félögum hans hjá LA Galaxy fá í laun á ári. Fótbolti 10.6.2007 20:03
Beckham mun fara til LA Galaxy Mikið hefur verið ritað um orð forseta Real Madrid í dag þegar hann sagði að félagið ætlaði að gera allt sem í þess valdi stæði til að halda leikmanninum áfram í herbúðum sínum. Talsmaður Beckham var fljótur að svara þessu í dag og sagði leikmanninn vera með samning við LA Galaxy og ekki kæmi annað til greina en að virða hann. Fótbolti 10.6.2007 19:35
Forseti Real Madrid vill halda David Beckham Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því nú fyrir stundu að forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefði lýst því yfir að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að halda David Beckham í röðum spænska félagsins áfram. Beckham hefur þegar samþykkt að ganga í raðir LA Galaxy í sumar. Frekari fréttir af málinu koma væntanlega síðar í dag. Fótbolti 10.6.2007 15:36