Fótbolti

Eiður lék á miðjunni og skoraði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho og Henry slá á létta strengi á æfingu.
Ronaldinho og Henry slá á létta strengi á æfingu. Nordic Photos / AFP

Eiður Smári Guðjohnsen tók þátt í æfingaleik með Barcelona í dag.

Stillt var upp í 60 mínútna æfingaleik á milli aðal- og varaliðs Barcelona. Þeir leikmenn sem tóku ekki þátt í sigri Börsunga á Zaragoza frá upphafi í gærkvöldi spiluðu leikinn.

Eiður Smári var ekki í hópnum í þeim leik og spilaði því í dag. Hann lék sem sókndjarfur miðvallarleikmaður og skoraði jöfnunarmark aðalliðsins úr vítaspyrnu. Aðalliðið vann svo leikinn, 3-1.

Carles Puyol lék einnig allan leikinn en það er í fyrsta sinn í þrjá mánuði sem hann spilar fótbolta af einhverju ráði. Hann sleit krossbönd í hné í lokaleik síðasta tímabils.

Hann er nú orðinn fyllilega leikfær og getur byrjað að spila aftur með aðalliði Barcelona í spænsku deildinni og Meistaradeildinni.

Ronaldinho spilaði ekki með í leiknum en hann er óðum að jafna sig eftir meiðsli og er allur að koma til.

Gianluca Zambrotta meiddist hins vegar í leiknum í gær og verður frá næsta mánuðinn en hann reif vöðva í læri í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×