Fótbolti

Spænskir þjálfarar njóta ekki virðingar

NordicPhotos/GettyImages

Bernd Schuster segir að þjálfarar á Spáni eigi langt í land með að njóta sömu virðingar og kollegar þeirra á Englandi. Hann segir litla þolinmæði í garð þeirra og á ekki von á að sjá stjóra sitja í starfi í tíu ár á Spáni líkt og þekkist á Englandi.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real segist sjá Schuster fyrir sér í hlutverki knattspyrnustjóra hjá félaginu, þar sem hann hefði meiri ítök varðandi uppbyggingu á liðinu eins og stjórar á Englandi. Ensku stjórarnir fá gjarnan góðan tíma til að byggja upp lið, en slíkt er sjaldgæfara á Spáni að mati Schuster.

"Það yrði gaman ef ég fengi sama tíma og stjórarnir á Englandi, en við vitum öll hvernig fer með þjálfara á SPáni. Þeir eru ekki jafn virtir hérna og á Englandi og ég á ekki von á því að sjá mann þjálfa lið í 12 eða 20 ár samfleytt hérna. Auðvitað myndum við allir vilja hafa meira öryggi í starfi, en hlutirnir eru fljótir að breytast hérna á Spáni," sagi Schuster.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×