Fótbolti

Börsungar unnu án Eiðs Smára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi fagnar marki sínu í gær.
Lionel Messi fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / AFP

Barcelona vann í gær góðan 2-1 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni.

Það var Lionel Messi sem skoraði bæði mörk Börsunga en hann kom þeim í 2-0 forystu í leiknum.

Það fyrra var með skoti úr teig eftir laglegan undirbúning Thierry Henry.

Seinna markið kom úr víti eftir að Christian Poulsen hafði brotið á hinum unga Giovani Dos Santos sem kom inn á sem varamaður fyrir Xavi á 61. mínútu.

Það var svo Frederic Kanoute sem minnkaði muninn fyrir Sevilla á lokamínútum leiksins.

Frank Rijkaard notaði hinar skiptingarnar tvær ekki fyrr en á lokamínútum leiksins en gaf þó Eiði Smára Guðjohnsen ekki tækifæri í leiknum. Hann sat á bekknum allan tímann.

Ronaldinho var ekki í leikmannahópi Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×