Spænski boltinn

Fréttamynd

Krkic vill feta í fótspor Messi

Hinn ungi og bráefnilegi framherji Barcelona, Bojan Krkic, tekur Lionel Messi sér til fyrirmyndar og ætlar að læra af honum svo hann geti síðar fetað í fótspor argentínska snillingsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Tilboð komin í Eto´o

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest að þegar séu komin nokkur formlega tilboð í kamerúnska framherjann Samuel Eto´o.

Fótbolti
Fréttamynd

Við erum herramenn hjá Real Madrid

Florentino Perez, forseti Real Madrid, vill ekki eignast neina óvini í nýjasta verkefninu sínu. Það er að byggja upp nýtt Galactico-veldi á Santiago Bernabeau.

Fótbolti
Fréttamynd

Framtíð Valencia svört

Óhætt er að segja að framtíð spænska úrvalsdeildarfélagsins Valencia sé allt annað en björt en félagið er sagt skulda um 400 milljónir punda eða tæpa 79 milljarða króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Diego Forlan ánægður á Vicente Calderon

Framherjinn Diego Forlan hjá Atletico Madrid átti frábært tímabil á nýafstaðinni leiktíð þar sem hann varð markakóngur í spænsku úrvalsdeildinni með 32 mörk og flest stórlið Evrópu sögð á höttunum eftir honum.

Fótbolti
Fréttamynd

Perez vill Kaka og Ronaldo til Real Madrid

Florentino Perez, nýskipaður foreseti Real Madrid, hefur lýst því yfir að hann ætli að gera allt sem í sínu valdi stendur til að fá Brasilíumanninn Kaka og Cristiano Ronaldo til félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári: Tek ekki ákvörðun um framhaldið fyrr en líður á sumar

Landsliðsframherjinn Eiður Smári Guðjohnsen er mættur á klakann til að taka þátt í landsleiknum gegn Hollandi á Laugardalsvelli á laugardag. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð kappans í boltanum en spænskir og breskir fjölmiðlar telja næsta víst að hann færi sig um set fyrir næsta keppnistímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona til í að selja Eto´o

Framherjinn Samuel Eto´o er talinn verða að samþykkja nýjan tveggja ára samning við Barcelona ef hann vill vera áfram í herbúðum félagsins. Hann hefur hingað til ekki viljað setjast að samningaborðinu og Pep Guardiola þjálfari er því farinn að leita að nýjum framherja.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan neitar því að Kaká sé að fara til Real

Sirkusinn í kringum Brasilíumanninn Kaká heldur áfram í dag. Í gær sagðist Kaká ekki vera að fara frá AC Milan en um kvöldið hélt útvarpsstöð á Spáni því fram að búið væri að selja hann til Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas efstur á óskalista Barcelona

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Joan Laporta, forseti Barcelona, hafi sett það í forgang hjá sér að fá Cesc Fabregas aftur til félagsins frá Arsenal. Hann sé þess utan búinn að taka frá peninga fyrir kaupunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Franska liðið Lyon hefur mikinn áhuga á Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen gæti verið á leiðinni til franska liðsins Lyon í sumar en spænska Sport-blaðið segir í dag að Lyon sé í viðræðum við Eið og Barcelona um að kaupa hann. Lyon missti af franska meistaratitlinum í vetur eftir að hafa unnið hann sjö ár í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho orðaður við Real Madrid

Jose Mourinho hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid en sjálfur segir hann langlíklegast að hann verið áfram við stjórnvölinn hjá Inter á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Aftur tapaði Barcelona

Spánarmeistarar Barcelona töpuðu sínum öðrum leik í röð í kvöld er liðið tapaði fyrir Osasuna á heimavelli, 1-0.

Fótbolti