AC Milan hefur áhuga á að kaupa fyrirliða Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2009 10:00 Carles Puyol hefur lyft Meistaradeildarbikarnum tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Mynd/AFP Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki alltof sáttur með að félagið sé ekki tilbúið að framlengja samning hans nú þegar. Spænska blaðið El Mundo Deportivo segir frá því að nú gæti spænski landsliðsmaðurinn verið á leið frá liðinu og ítalska stórliðið AC Milan hefur mikinn áhuga. Carles Puyol er með samning við Barcelona til ársins 2010 en samkvæmt heimildum El Mundo Deportivo þá vill hann fá tveggja ára framlengingu á honum. Forráðamenn Barcelona eru hinsvegar hikandi í að gefa honum nýjan samning. AC Milan er þekkt fyrir að taka að sér leikmenn yfir þrítugt og framlengja ferill þeirra um nokkur ár en Carles Puyol er orðinn 31 árs. Forráðamenn AC Milan hafa aldrei farið leynt með aðdáun sína á Puyol en varaforseti félagsins, Adriano Galliani, hefur meira að segja líkt honum við Paolo Maldini. Carles Puyol hefur leikið allan sinn feril með Barcelona alls 440 leiki með aðalliðinu. Næsti deildarleikur hans verður sá 300. fyrir Barca. Puyol hefur unnið Meistaradeildina tvisvar með félaginu og alls orðið þrisvar sinnum spænskur meistari. Carles Puyol tók við fyrirliðastöðu Barcelona af Luis Enrique árið 2004. Hann hefur verið í landsliði Spánar undanfarin níu ár og hefur alls leikið 76 landsleiki og skorað í þeim 2 mörk. Um leið og fréttist af óánægju Puyol með að fá ekki nýjan samning þá hefur enska liðið Manchester City einnig blandað sér inn í málið og sýnt spænska miðverðinum áhuga. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki alltof sáttur með að félagið sé ekki tilbúið að framlengja samning hans nú þegar. Spænska blaðið El Mundo Deportivo segir frá því að nú gæti spænski landsliðsmaðurinn verið á leið frá liðinu og ítalska stórliðið AC Milan hefur mikinn áhuga. Carles Puyol er með samning við Barcelona til ársins 2010 en samkvæmt heimildum El Mundo Deportivo þá vill hann fá tveggja ára framlengingu á honum. Forráðamenn Barcelona eru hinsvegar hikandi í að gefa honum nýjan samning. AC Milan er þekkt fyrir að taka að sér leikmenn yfir þrítugt og framlengja ferill þeirra um nokkur ár en Carles Puyol er orðinn 31 árs. Forráðamenn AC Milan hafa aldrei farið leynt með aðdáun sína á Puyol en varaforseti félagsins, Adriano Galliani, hefur meira að segja líkt honum við Paolo Maldini. Carles Puyol hefur leikið allan sinn feril með Barcelona alls 440 leiki með aðalliðinu. Næsti deildarleikur hans verður sá 300. fyrir Barca. Puyol hefur unnið Meistaradeildina tvisvar með félaginu og alls orðið þrisvar sinnum spænskur meistari. Carles Puyol tók við fyrirliðastöðu Barcelona af Luis Enrique árið 2004. Hann hefur verið í landsliði Spánar undanfarin níu ár og hefur alls leikið 76 landsleiki og skorað í þeim 2 mörk. Um leið og fréttist af óánægju Puyol með að fá ekki nýjan samning þá hefur enska liðið Manchester City einnig blandað sér inn í málið og sýnt spænska miðverðinum áhuga.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira