Fótbolti

Æfingaleikir: Eiður lék í 45 mínútur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður í hálfleik í dag. Þó er talið líklegt að hann yfirgefi herbúðir Börsunga bráðlega.
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður í hálfleik í dag. Þó er talið líklegt að hann yfirgefi herbúðir Börsunga bráðlega.

Eiður Smári Guðjohnsen lék í dag síðari hálfleikinn með Barcelona sem burstaði Al Ahly frá Egyptalandi 4-1. Leikurinn var hluti af Wembley-Cup æfingamótinu.

Bojan Krkic, Pedro Rodriguez, Jeffren Suarez og Jose Maria Rueda skoruðu fyrir Börsunga í dag en flestar stærstu stjörnur liðsins voru hvíldar í dag og minni spámönnum gefið tækifæri.

Fjöldi æfingaleikja voru á dagskrá í dag. River Plate vann 1-0 sigur á Everton, Kieran Richardson skoraði bæði mörk Sunderland sem vann Atletico Madrid 2-0 og Tottenham tapaði fyrir Celtic 0-2 svo eitthvað sé nefnt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×