Fótbolti

Platini segist hafa verið betri en Cristiano Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini í leik með franska landsliðinu.
Michel Platini í leik með franska landsliðinu. Mynd/AFP

Michel Platini, núverandi forseti UEFA, hefur áhyggjur af risastórum upphæðum sem félög eru farin að borga fyrir leikmenn. Platini notaði athyglisverða aðferð til að gagnrýna kaup Real Madrid á Cristiano Ronaldo með því að segist hafa sjálfur átt að kosta meira en Ronaldo í viðtali við ítalska blaðið L'Espresso.

„Ef að Cristiano kostar 92 milljónir evra þá hefði ég átt að kosta 93 milljónir þegar ég var 23 ára gamall," sagði Platini í kannski meira gríni en alvöru en hann bætti svo við. „Platini hefði samt ekki kostað neitt því hann hefði virt sínar skuldbindingar og klárað samninginn hjá sínu liði," sagði Platini.

Michel Platini var frábær leikmaður og meðal annars kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu þrjú ár í röð frá 1983 til 1985. Platini skoraði 41 mark í 72 landsleikjum fyrir Frakka og 224 mörk í 432 leikjum með félagsliði þrátt fyrir að spila sem miðjumaður. Platini lék með þremur félögum á sínum ferli, AS Nancy (1972-1979), Saint-Étienne (1979-82) og Juventus (1982-87).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×