Box Hatton og De la Hoya á Wembley? Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton er þegar kominn í viðræður við Oscar de la Hoya um að koma á risabardaga þeirra á milli á Wembley leikvanginum í Lundúnum á næsta ári. Bardaginn gæti slegið öll aðsóknarmet og trekkt að um 80,000 áhorfendur. Sport 5.12.2007 10:11 Joe Cortez dæmir bardaga ársins Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Sport 4.12.2007 14:10 Ég ætla að rota Mayweather Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton er nú kominn með sjálfstraustið í botn fyrir risabardaga sinn gegn Floyd Mayweather í Las Vegas á laugardagskvöldið. Hann lofar nú að rota Bandaríkjamanninn kjaftfora. Sport 3.12.2007 14:44 Hatton fær á annan milljarð Nú er aðeins rúm vika í bardaga ársins í hnefaleikum þegar þeir Ricky Hatton og Floyd Mayweather eigast við í Las Vegas í Bandaríkjunum. Ricky Hatton verður ekki í vandræðum með fjárhaginn eftir bardagann ef marka má frétt breska blaðsins Sun. Sport 30.11.2007 19:55 Vargas tapaði síðasta bardaganum á ferlinum Fyrrum heimsmeistararnir Ricardo Mayorga og Fernando Vargas háðu blóðuga baráttu í hnefaleikahringnum í nótt þegar þeir áttust við í Staples Center í Los Angeles. Sport 24.11.2007 13:13 Ísland - Danmörk í Hafnarfirði annað kvöld Annað kvöld verður landskeppni í hnefaleikum milli Íslendinga og Dana. Keppnin fer fram í húsakynnum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar við Dalshraun 10. Sport 23.11.2007 16:27 Ég er bestur, betri en Ali Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather sparar ekki yfirlýsingar sínar fyrir bardaga sinn gegn Ricky Hatton í næsta mánuði. Hann segist vera besti hnefaleikari sögunnar - betri en Mohammad Ali. Sport 23.11.2007 15:08 Hatton gerir sig heimakominn í Vegas Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hefur nú komið sér vel fyrir í íbúð sem hann tók sér á leigu í Las Vegas, rúmum hálfum mánuði fyrir risabardaga sinn við Floyd Mayweather þar í borg. Sport 23.11.2007 13:27 Upphitun fyrir bardaga ársins hefst annað kvöld Nú styttist óðum í bardaga ársins í hnefaleikunum þegar þeir Ricky Hatton og Floyd Mayweather eigast við í Las Vegas í Bandaríkjunum þann 8. desember nk. Hvorugur þeirra hefur tapað bardaga á ferlinum. Sport 21.11.2007 13:38 Cotto sigraði á stigum Miguel Cotto vann sinn stærsta sigur á ferlinum í nótt þegar hann hafði betur gegn Shane Mosley á stigum í bardaga þeirra um WBA beltið í veltivigt sem fram fór í New York. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. Sport 11.11.2007 12:18 Mosley lofar flugeldasýningu í kvöld Von er á fjörugum bardaga í nótt þegar hinn ósigraði Miguel Cotto frá Portó Ríkó tekur á móti goðsögninni Shane "Sykurpúða" Mosley í veltivigt hnefaleika. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan eitt í nótt. Sport 10.11.2007 15:11 Calzaghe vill mæta Hopkins næst Umboðsmaður Walesverjans Joe Calzaghe segir skjólstæðing sinn tilbúinn að mæta "Böðulnum" Bernard Hopkins í næsta bardaga og segir Hopkins mega ráða því hvar og hvenær bardaginn fari fram. Calzaghe er ósigraður eftir fínan sigur á Dananum Mikkel Kessler um helgina. Sport 5.11.2007 10:32 Calzaghe hirti öll beltin Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Sport 4.11.2007 13:47 Tíu ára sigurganga Calzaghe á enda? Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Sport 1.11.2007 17:22 Pavlik lumbraði á Taylor Kelly Pavlik varð í nótt óumdeildur heimsmeistari í millivigt hnefaleika þegar hann hirti titilinn af landa sínum Jermain Taylor í Atlantic City. Taylor var álitinn sigurstranglegri fyrir bardagann en annað átti heldur betur eftir að koma í ljós. Sport 30.9.2007 12:54 Tyson gengst við dópákærum Fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt, Mike Tyson, hefur viðurkennt fyrir rétti að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna í Arizona í fyrra. Hann hafði upphaflega neitað ákærum en viðurkenndi allt fyrir rétti í dag. Lögmaður hans segir Tyson hafa nú hafa verið edrú í 8 mánuði eftir meðferð við kókaínfíkn. Sport 25.9.2007 09:40 De la Hoya vill mæta Hatton Bandaríska hnefaleikagoðsögnin Oscar de la Hoya segist stefna á að fresta því að leggja hanskana á hilluna um eitt ár til að berjast við Ricky Hatton. Hoya langar að berjast þrisvar í viðbót áður en hann hættir og segist vonast til að Hatton nái að sigra Floyd Mayweather í desember. Sport 24.9.2007 10:48 Mayweather mætti í United-treyju Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather gerir nú allt sem hann getur til að koma andstæðingi sínum Ricky Hatton úr jafnvægi fyrir risabardaga þeirra í Las Vegas þann 8. desember. Sport 21.9.2007 20:15 Hatton er bara fitubolla Floyd Mayweather lætur ekki sitt eftir liggja til að kynda undir risabardaga sinn við Englendinginn Ricky Hatton. Hinn kjaftfori Mayweather kallar andstæðing sinn Vicky Fatton og segir hann loksins vera að berjast við almennilegan andstæðing. Sport 19.9.2007 23:25 Afþakkaði fund með Naomi Campbell Breska hnefaleikaundrið Amir Khan vakti athygli í heimalandi sínu á dögunum þegar hann afþakkaði tækifæri til að hitta ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Khan er nú að undirbúa sig fyrir erfiðasta bardaga sinn á ferlinum til þessa og afþakkaði því að sitja fyrir á síðum Vogue til að einbeita sér að þjálfuninni. Sport 14.9.2007 10:16 Klitschko frestar endurkomunni Fyrrum WBC meistarinn Vitali Klitschko hefur neyðst til að fresta endurkomu sinni inn í hnefaleikahringinn vegna meiðsla. Hinn 36 ára gamli Úkraínumaður hafði ætlað að berjast við Bandaríkjamanninn Jameel McCline þann 22. þessa mánaðar í Munchen, en bakmeiðsli gera það að verkum að ekkert verður úr bardaganum. Vitali er eldri bróðir IBF meistarans Vladimir Klitschko. Sport 10.9.2007 13:51 Klitschko náði fram hefndum Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko náði í gærkvöld fram hefndum gegn Bandaríkjamanninum Lamon Brewster þegar þeir áttust við öðru sinni á þremur árum. Klitschko varði þarna IBF titil sinn í þungavigt og hefndi fyrir óvænt tap fyrir Bandaríkjamanninum árið 2004. Dómarinn stöðvaði bardagann í upphafi sjöundu lotu eftir að frábær flétta frá Klitschko vankaði Brewster. Sport 8.7.2007 12:22 Mayweather boðnar 630 milljónir fyrir að mæta Hatton Umboðsmaður breska hnefaleikarans Ricky Hatton hefur boðist til að greiða Floyd Mayweather 630 milljónir króna fyrir að taka hanskana fram á ný og berjast við Hatton. Mayweather hefur látið í það skína að hann sé tilbúinn að berjast við Hatton, en það verður þá ekki ókeypis frekar en annað þegar stærstu nöfnin í hnefaleikunum eru annars vegar. Sport 28.6.2007 16:54 Hatton rotaði Castillo í fjórðu lotu Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Sport 24.6.2007 11:53 10.000 stuðningsmenn fylgja Hatton til Las Vegas Ricky Hatton mun fá góðan stuðning í nótt þegar hann mætir Jose Luis Castillo í einum af bardögum ársins í hnefaleikaheiminum. Búist er við að um 10 þúsund manns muni fylgja Englendingnum yfir Atlantshafið og þar á meðal verður knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney. Bardaginn í Las Vegas verður sýndur beint á Sýn í nótt. Sport 23.6.2007 14:22 Hatton vill bara stóra andstæðinga framvegis Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist aðeins vilja berjast við "stóra" andstæðinga framvegis á ferli sínum, en hann mætir einum slíkum í Jose Luis Castillo í Las Vegas aðfararnótt sunnudagsins. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn. Sport 20.6.2007 13:20 Toney í bann vegna steraneyslu Þrefaldi heimsmeistarinn James Toney hefur verið dæmdur í eins árs keppnisbann frá hnefaleikum eftir að hafa í annað skipti á ferlinum fallið á lyfjaprófi vegna steraneyslu. Toney féll á lyfjaprófinu í maí eftir að hann sigraði Danny Bathelder í bardaga, en sá féll reyndar einnig á lyfjaprófi sem tekið var fyrir bardagann. Toney er 38 ára gamall og hefur verið atvinnumaður í nær tvo áratugi. Sport 14.6.2007 02:18 Castillo: Hatton hefur aldrei mætt manni eins og mér Jose Luis Castillo gefur lítið fyrir flekklausan árangur andstæðings síns Ricky Hatton fyrir bardaga þeirra í Las Vegas þann 23. júní næstkomandi. Hatton hefur unnið alla 42 bardaga sína á ferlinum en Castillo vill meina að margir þeirra hafi komið gegn lélegum andstæðingum. Sport 11.6.2007 16:57 Cotto rotaði Judah í elleftu lotu Miguel Cotto varði í nótt WBA titil sinn í millivigt hnefaleika þegar hann rotaði andstæðing sinn Zab Judah í 11. lotu bardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Judah náði sér aldrei á strik eftir að hafa fengið skurð snemma í bardaganum. Cotto náði honum niður á hné í níundu lotu og kláraði dæmið með góðum vinstri krók í þeirri elleftu. Bardaginn var stöðvaður skömmu síðar. Sport 10.6.2007 15:25 Zab Judah mætir í hringinn á ný í kvöld Villingurinn Zab Judah stígur í kvöld inn í hnefaleikahringinn í fyrsta skipti í meira en ár eftir keppnisbann þegar hann tekur á móti Miguel Cotto í bardaga um WBA beltið í veltivigt. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn. Judah stormaði inn á sjónvarsviðið um aldamótin og var ósigrandi, en skapsmunir hans og óútreiknanleg hegðun hans hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan. Sport 9.6.2007 15:30 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 33 ›
Hatton og De la Hoya á Wembley? Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton er þegar kominn í viðræður við Oscar de la Hoya um að koma á risabardaga þeirra á milli á Wembley leikvanginum í Lundúnum á næsta ári. Bardaginn gæti slegið öll aðsóknarmet og trekkt að um 80,000 áhorfendur. Sport 5.12.2007 10:11
Joe Cortez dæmir bardaga ársins Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Sport 4.12.2007 14:10
Ég ætla að rota Mayweather Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton er nú kominn með sjálfstraustið í botn fyrir risabardaga sinn gegn Floyd Mayweather í Las Vegas á laugardagskvöldið. Hann lofar nú að rota Bandaríkjamanninn kjaftfora. Sport 3.12.2007 14:44
Hatton fær á annan milljarð Nú er aðeins rúm vika í bardaga ársins í hnefaleikum þegar þeir Ricky Hatton og Floyd Mayweather eigast við í Las Vegas í Bandaríkjunum. Ricky Hatton verður ekki í vandræðum með fjárhaginn eftir bardagann ef marka má frétt breska blaðsins Sun. Sport 30.11.2007 19:55
Vargas tapaði síðasta bardaganum á ferlinum Fyrrum heimsmeistararnir Ricardo Mayorga og Fernando Vargas háðu blóðuga baráttu í hnefaleikahringnum í nótt þegar þeir áttust við í Staples Center í Los Angeles. Sport 24.11.2007 13:13
Ísland - Danmörk í Hafnarfirði annað kvöld Annað kvöld verður landskeppni í hnefaleikum milli Íslendinga og Dana. Keppnin fer fram í húsakynnum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar við Dalshraun 10. Sport 23.11.2007 16:27
Ég er bestur, betri en Ali Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather sparar ekki yfirlýsingar sínar fyrir bardaga sinn gegn Ricky Hatton í næsta mánuði. Hann segist vera besti hnefaleikari sögunnar - betri en Mohammad Ali. Sport 23.11.2007 15:08
Hatton gerir sig heimakominn í Vegas Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hefur nú komið sér vel fyrir í íbúð sem hann tók sér á leigu í Las Vegas, rúmum hálfum mánuði fyrir risabardaga sinn við Floyd Mayweather þar í borg. Sport 23.11.2007 13:27
Upphitun fyrir bardaga ársins hefst annað kvöld Nú styttist óðum í bardaga ársins í hnefaleikunum þegar þeir Ricky Hatton og Floyd Mayweather eigast við í Las Vegas í Bandaríkjunum þann 8. desember nk. Hvorugur þeirra hefur tapað bardaga á ferlinum. Sport 21.11.2007 13:38
Cotto sigraði á stigum Miguel Cotto vann sinn stærsta sigur á ferlinum í nótt þegar hann hafði betur gegn Shane Mosley á stigum í bardaga þeirra um WBA beltið í veltivigt sem fram fór í New York. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. Sport 11.11.2007 12:18
Mosley lofar flugeldasýningu í kvöld Von er á fjörugum bardaga í nótt þegar hinn ósigraði Miguel Cotto frá Portó Ríkó tekur á móti goðsögninni Shane "Sykurpúða" Mosley í veltivigt hnefaleika. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan eitt í nótt. Sport 10.11.2007 15:11
Calzaghe vill mæta Hopkins næst Umboðsmaður Walesverjans Joe Calzaghe segir skjólstæðing sinn tilbúinn að mæta "Böðulnum" Bernard Hopkins í næsta bardaga og segir Hopkins mega ráða því hvar og hvenær bardaginn fari fram. Calzaghe er ósigraður eftir fínan sigur á Dananum Mikkel Kessler um helgina. Sport 5.11.2007 10:32
Calzaghe hirti öll beltin Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Sport 4.11.2007 13:47
Tíu ára sigurganga Calzaghe á enda? Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Sport 1.11.2007 17:22
Pavlik lumbraði á Taylor Kelly Pavlik varð í nótt óumdeildur heimsmeistari í millivigt hnefaleika þegar hann hirti titilinn af landa sínum Jermain Taylor í Atlantic City. Taylor var álitinn sigurstranglegri fyrir bardagann en annað átti heldur betur eftir að koma í ljós. Sport 30.9.2007 12:54
Tyson gengst við dópákærum Fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt, Mike Tyson, hefur viðurkennt fyrir rétti að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna í Arizona í fyrra. Hann hafði upphaflega neitað ákærum en viðurkenndi allt fyrir rétti í dag. Lögmaður hans segir Tyson hafa nú hafa verið edrú í 8 mánuði eftir meðferð við kókaínfíkn. Sport 25.9.2007 09:40
De la Hoya vill mæta Hatton Bandaríska hnefaleikagoðsögnin Oscar de la Hoya segist stefna á að fresta því að leggja hanskana á hilluna um eitt ár til að berjast við Ricky Hatton. Hoya langar að berjast þrisvar í viðbót áður en hann hættir og segist vonast til að Hatton nái að sigra Floyd Mayweather í desember. Sport 24.9.2007 10:48
Mayweather mætti í United-treyju Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather gerir nú allt sem hann getur til að koma andstæðingi sínum Ricky Hatton úr jafnvægi fyrir risabardaga þeirra í Las Vegas þann 8. desember. Sport 21.9.2007 20:15
Hatton er bara fitubolla Floyd Mayweather lætur ekki sitt eftir liggja til að kynda undir risabardaga sinn við Englendinginn Ricky Hatton. Hinn kjaftfori Mayweather kallar andstæðing sinn Vicky Fatton og segir hann loksins vera að berjast við almennilegan andstæðing. Sport 19.9.2007 23:25
Afþakkaði fund með Naomi Campbell Breska hnefaleikaundrið Amir Khan vakti athygli í heimalandi sínu á dögunum þegar hann afþakkaði tækifæri til að hitta ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Khan er nú að undirbúa sig fyrir erfiðasta bardaga sinn á ferlinum til þessa og afþakkaði því að sitja fyrir á síðum Vogue til að einbeita sér að þjálfuninni. Sport 14.9.2007 10:16
Klitschko frestar endurkomunni Fyrrum WBC meistarinn Vitali Klitschko hefur neyðst til að fresta endurkomu sinni inn í hnefaleikahringinn vegna meiðsla. Hinn 36 ára gamli Úkraínumaður hafði ætlað að berjast við Bandaríkjamanninn Jameel McCline þann 22. þessa mánaðar í Munchen, en bakmeiðsli gera það að verkum að ekkert verður úr bardaganum. Vitali er eldri bróðir IBF meistarans Vladimir Klitschko. Sport 10.9.2007 13:51
Klitschko náði fram hefndum Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko náði í gærkvöld fram hefndum gegn Bandaríkjamanninum Lamon Brewster þegar þeir áttust við öðru sinni á þremur árum. Klitschko varði þarna IBF titil sinn í þungavigt og hefndi fyrir óvænt tap fyrir Bandaríkjamanninum árið 2004. Dómarinn stöðvaði bardagann í upphafi sjöundu lotu eftir að frábær flétta frá Klitschko vankaði Brewster. Sport 8.7.2007 12:22
Mayweather boðnar 630 milljónir fyrir að mæta Hatton Umboðsmaður breska hnefaleikarans Ricky Hatton hefur boðist til að greiða Floyd Mayweather 630 milljónir króna fyrir að taka hanskana fram á ný og berjast við Hatton. Mayweather hefur látið í það skína að hann sé tilbúinn að berjast við Hatton, en það verður þá ekki ókeypis frekar en annað þegar stærstu nöfnin í hnefaleikunum eru annars vegar. Sport 28.6.2007 16:54
Hatton rotaði Castillo í fjórðu lotu Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Sport 24.6.2007 11:53
10.000 stuðningsmenn fylgja Hatton til Las Vegas Ricky Hatton mun fá góðan stuðning í nótt þegar hann mætir Jose Luis Castillo í einum af bardögum ársins í hnefaleikaheiminum. Búist er við að um 10 þúsund manns muni fylgja Englendingnum yfir Atlantshafið og þar á meðal verður knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney. Bardaginn í Las Vegas verður sýndur beint á Sýn í nótt. Sport 23.6.2007 14:22
Hatton vill bara stóra andstæðinga framvegis Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist aðeins vilja berjast við "stóra" andstæðinga framvegis á ferli sínum, en hann mætir einum slíkum í Jose Luis Castillo í Las Vegas aðfararnótt sunnudagsins. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn. Sport 20.6.2007 13:20
Toney í bann vegna steraneyslu Þrefaldi heimsmeistarinn James Toney hefur verið dæmdur í eins árs keppnisbann frá hnefaleikum eftir að hafa í annað skipti á ferlinum fallið á lyfjaprófi vegna steraneyslu. Toney féll á lyfjaprófinu í maí eftir að hann sigraði Danny Bathelder í bardaga, en sá féll reyndar einnig á lyfjaprófi sem tekið var fyrir bardagann. Toney er 38 ára gamall og hefur verið atvinnumaður í nær tvo áratugi. Sport 14.6.2007 02:18
Castillo: Hatton hefur aldrei mætt manni eins og mér Jose Luis Castillo gefur lítið fyrir flekklausan árangur andstæðings síns Ricky Hatton fyrir bardaga þeirra í Las Vegas þann 23. júní næstkomandi. Hatton hefur unnið alla 42 bardaga sína á ferlinum en Castillo vill meina að margir þeirra hafi komið gegn lélegum andstæðingum. Sport 11.6.2007 16:57
Cotto rotaði Judah í elleftu lotu Miguel Cotto varði í nótt WBA titil sinn í millivigt hnefaleika þegar hann rotaði andstæðing sinn Zab Judah í 11. lotu bardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Judah náði sér aldrei á strik eftir að hafa fengið skurð snemma í bardaganum. Cotto náði honum niður á hné í níundu lotu og kláraði dæmið með góðum vinstri krók í þeirri elleftu. Bardaginn var stöðvaður skömmu síðar. Sport 10.6.2007 15:25
Zab Judah mætir í hringinn á ný í kvöld Villingurinn Zab Judah stígur í kvöld inn í hnefaleikahringinn í fyrsta skipti í meira en ár eftir keppnisbann þegar hann tekur á móti Miguel Cotto í bardaga um WBA beltið í veltivigt. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn. Judah stormaði inn á sjónvarsviðið um aldamótin og var ósigrandi, en skapsmunir hans og óútreiknanleg hegðun hans hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan. Sport 9.6.2007 15:30