Sport

Sukkið er að koma niður á Hatton

NordcPhotos/GettyImages

Þjálfari Juan Lazcano, andstæðings breska hnefaleikarans Ricky Hatton á laugardaginn, segir að sukklíferni Hatton sé að koma niður á honum.

Bardagi Hatton í Manchester á laugardaginn verður fyrsti bardagi hans síðan hann tapaði fyrir Floyd Mayweather í desember sl. en þá var Englendingurinn rotaður í fyrsta skipti á ferlinum.

Nokkuð hefur verið rætt og ritað um líferni Hatton, sem á það til að belgja sig út af bjór og skyndibitafæði á milli þess sem hann kemur sér í form fyrir bardaga.

Þetta segir þjálfari Lazcano að sé að gera út af við Hatton.

"Ég held að lífstíll hans sé að taka sinn toll af honum núna. Ricky hefur mikið að sanna fyrir þennan bardaga því hann lét Floyd Mayweather rota sig. Floyd er alls ekki rotari og það var ekki fyrir höggþunga hans sem Ricky rotaðist, það var af því Ricky er á niðurleið sem boxari. Sá Ricky sem við sáum sigra Kostya Zszyu er ekki sami maður og mætti Mayweather," sagði þjálfarinn.

Hatton og Lazcano mætast á þjóðarleikvanginum í Manchester á laugardagskvöldið þar sem gert er ráð fyrir 55,000 áhorfendum.

Bein útsending frá bardaganum hefst á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 á laugardagskvöldið, en þar á undan, eða klukkan 19:50, sýnir stöðin bardaga Hatton og Mayweather frá því í desember.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×