Sport

Hatton þóknast stuðningsmönnum sínum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hatton ræðir hér við Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóra Manchester City, en næsti bardagi hans fer fram á heimavelli liðsins.
Hatton ræðir hér við Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóra Manchester City, en næsti bardagi hans fer fram á heimavelli liðsins. Nordic Photos / Getty Images

Ricky Hatton hefur ákveðið að þóknast frekar stuðningsmönnum sínum í Bretlandi heldur en að fá meira borgað fyrir bardaga sinn gegn Juan Lazcano síðar í mánuðinum.

Bardaginn fer fram á City of Manchester-leikvanginum þann 24. maí en það er hans fyrsti bardagi í Bretlandi síðan í nóvember 2005. Hatton hefði getað fengi meiri pening fyrir bardagann ef hann hefði farið fram klukkan tvö um nóttina til að bardaginn yrði á góðum sýningartíma í bandarísku sjónvarpi.

„Ég hagaði mínum samningum þannig að ég þyrfti ekki að berjast um miðja nótt. Ég hefði getað fengið meiri pening en bardaginn fer fram á tíma sem hentar stuðningsmönnunum. Þetta er mín leið til að þakka þeim fyrir."

„Fjármálin skipta miklu máli en sumt er meira virði en peningar. Þetta snýst um að ná mínum markmiðum og koma vel fram við stuðningsmennina."

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×