Sport

Mayweather leggur hanskana á hilluna

NordcPhotos/GettyImages

Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather Jr hefur tilkynnt að hann sé hættur keppni, 31 árs að aldri. Mayweather hefur keppt 39 sinnum á ferlinum og unnið alla bardaga sína. Hann sigraði síðast Ricky Hatton í Las Vegas í fyrra.

Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikari heimsins pund fyrir pund, en hann segist ekki lengur hafa það hungur sem til þarf til að halda sér í fremstu röð.

"Ég hef barist síðan ég var krakki og því er þetta ekki auðvelt ákvörðun. Til stóð að ég myndi mæta Oscar de la Hoya aftur og það var bardagi sem hefði fært mér milljónir dollara í tekjur. Ég hinsvegar hef ekki lengur það nauðsynlega hungur sem þarf að vera til staðar. Ég hef tekið þessa ákvörðun og hún veitir mér frið í hjarta," sagði Mayweather.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×