Sport

Hatton vann á stigum

Hatton sótti mjög stíft frá fyrstu mínútu
Hatton sótti mjög stíft frá fyrstu mínútu NordcPhotos/GettyImages

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hlaut nokkra uppreisn æru í kvöld þegar hann lagði Mexíkóann Juan Lazcano á stigum í bardaga þeirra um IBF titilinn í léttveltivigt fyrir framan 55,000 áhorfendur á borgarleikvanginum í Manchester.

Hatton er ekki vanur að bregðast stuðningsmönnum sínum og pressaði mjög stíft fyrir framan æsta áhorfendur sína á heimavellinum. Fjöldi goðsagna úr hnefaleikaheiminum voru mættar til að fylgjast með Hatton í kvöld og fékk hann "spaðafimmu" frá sjálfum Mike Tyson eftir að sigurinn var í höfn.

Hatton pressaði mjög stíft gegn andstæðingi sínum frá fyrstu mínútu, en Lazcano gaf sig hvergi og tók vel við stífri sókn Englendingsins. Hann náði að svara vel fyrir sig á stundum þegar leið á bardagann og mátti Hatton í raun þakka fyrir að láta ekki slá sig út af laginu.

Dómarar dæmdu Hatton 120-110, 118-110 og 120-108 sigur á stigum eftir 12 bardagann.

Þetta var fyrsti bardagi Hatton síðan hann tapaði fyrir Floyd Mayweather í desember síðastliðnum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×