Box

Fréttamynd

Tyson: Ég er alkahólisti við dauðans dyr

Hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur viðurkennt að hann hafi logið því undanfarin ár að hann sé edrú. Þess í stað segist heimsmeistarinn fyrrverandi vera við dauðans dyr eftir misnotkun á áfengi og öðrum vímuefnum.

Sport
Fréttamynd

Mayweather gerði lítið úr De la Hoya

Þó svo Floyd Mayweather sé í samstarfi við gulldrenginn Oscar de la Hoya og fyrirtæki hans, Golden Boy Promotions, þá er honum augljóslega ekki vel við De la Hoya. Hann kom því klárlega til skila á blaðamannafundi í gær.

Sport
Fréttamynd

Kynna bardagann í ellefu borgum

Það er enn langt í bardaga Floyd Mayweather Jr. og Saul Alvarez. Það aftrar köppunum þó ekki frá því að byrja að auglýsa hann en þeir munu gera það í ellefu borgum. Bardaginn sjálfur fer fram 14. september.

Sport
Fréttamynd

Tyson verður teiknimyndapersóna

Sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum ætlar næsta vetur að fara með í loftið teiknimyndaseríu þar sem Mike Tyson, fyrrum hnefaleikakappi, er í aðalhlutverki.

Sport
Fréttamynd

Haye á höttunum eftir Klitschko-bræðrunum

Breski hnefaleikakappinn David Haye tilkynnti í dag að hann væri búinn að rífa hanskana niður úr hillunni. Hann ætlar að keppa næst þann 29. júní. Andstæðingurinn liggur þó ekki fyrir.

Sport
Fréttamynd

Pacquiao vill spila með Boston Celtics

Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao var í skemmtilegu viðtali á dögunum þar sem hann svaraði mörgum óhefðbundnum spurningum. Þar kom margt skemmtilegt í ljós.

Sport
Fréttamynd

Móðir og eiginkona Pacquiao vilja að hann hætti

Hnefaleikakappinn magnaði Manny Pacquiao var rotaður illa um helgina í bardaga gegn Juan Manuel Marquez. Þetta var annað tap hans í röð. Sjálfur segist hann ætla að halda áfram að boxa en bæði eiginkona hans og móðir vilja að hann hætti.

Sport
Fréttamynd

Marquez steinrotaði Pacquiao

Juan Manuel Marquez vann frekar óvæntan sigur á Manny Pacquiao í nótt. Það sem meira er þá tókst Marquez að rota Pacquiao.

Sport
Fréttamynd

Camacho er heiladauður

Fyrrum heimsmeistarinn í hnefaleik, Hector "Macho" Camacho, var skotinn í andlitið í bíl á dögunum og var fluttur í lífshættu á spítala í heimalandinu Púertó Ríkó.

Sport
Fréttamynd

Fyrrum heimsmeistari skotinn í andlitið

Hector "Macho" Camacho, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, liggur lífshættulega slasaður á spítala í Púertó Ríkó eftir að hafa verið skotinn í andlitið í gær.

Sport
Fréttamynd

Emanuel Steward látinn

Frægasti hnefaleikaþjálfari heims, Emanuel Steward, lést í nótt á sjúkrahúsi í Chicago af völdum krabbameins. Steward var 68 ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Mayweather þarf að greiða Pacquiao bætur

Hnefaleikakappanum Floyd Mayweather Jr. hefur verið skipað að greiða kollega sínum Manny Pacquiao 14 milljónir króna þar sem hann mætti ekki til vitnaleiðslu í skaðabótamáli sem Pacquiao höfðaði gegn Mayweather.

Sport
Fréttamynd

Hatton á leið aftur í hringinn

Enski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur kallað til blaðamannafundar á föstudag þar sem hann mun líklega tilkynna endurkomu sína í hringinn.

Sport
Fréttamynd

Khan afgreiddur í fjórum lotum

Hnefaleikaferill helstu stjörnu Breta, Amir Khan, er í miklu uppnámi eftir að hann tapaði fyrir Danny Garcia í fjórum lotum í Las Vegas í nótt.

Sport
Fréttamynd

David Haye rotaði Chisora

Einn umdeildasti hnefaleikabardagi síðari ára fór fram á Upton Park, heimavelli West Ham í kvöld. Þar tókust á Bretarnir David Haye og Dereck Chisora í þungavigt. Hvorugur er með hnefaleikaleyfi og bardaginn því ekki viðurkenndur af neinu alvöru hnefaleikasambandi. Bardaginn vakti þó mikinn áhuga og var víða sýndur.

Sport