Sport

Bardagi Mayweather og Alvarez skilaði ótrúlegum peningum

Mayweather lemur hér á Alvarez.
Mayweather lemur hér á Alvarez.
Þeir sem stóðu að bardaga Floyd Mayweather Jr. og Canelo Alvarez lögðu mikið undir og þeir uppskáru eins og þeir sáðu enda keyptu milljónir sér aðgang að bardaganum.

Nánar tiltekið keyptu 2,2 milljónir sér aðgang að honum. Það skilaði tekjum upp á tæpa 18 milljarða íslenskra króna.

"Þetta er það sem við ætluðum okkur er við fórum í samstarf við CBS/Showtime. Við erum í skýjunum með þessa niðurstöðu," sagði Leonard Ellerbe hjá Mayweather Promotions.

Enginn bardagi hefur skilað eins miklum sjónvarpstekjum. Fyrra metið var sett árið 2007 er Mayweather barðist við Oscar de la Hoya. Þá voru sjónvarpstekjurnar rúmir 16 milljarðar króna.

Reyndar keyptu fleiri aðgang að þeim bardaga eða 2,5 milljónir. Það kostar aftur á móti meira að horfa á bardaga í dag.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×