Sport

Ég íhugaði sjálfsvíg

Timothy Bradley.
Timothy Bradley. vísir/getty
Hnefaleikaáhugamenn hafa ekki gleymt hneykslinu er Timothy Bradley var dæmdur sigur á Manny Pacquiao fyrir tveim árum síðan. Það þarf að leita lengi til að finna einhvern sem var sammála þeim úrskurði.

Bradley náði ekki beint að njóta sigursins því hann var áreittur á ýmsan hátt. Það hafði mjög slæm áhrif á sálarástand hans.

"Ég íhugaði sjálfsvíg. Ég vildi ekki berjast aftur og hreinlega vildi ekki lifa lengur," sagði Bradley en hann berst aftur við Pacquiao á morgun. Hinn þrítugi Bradley hefur aldrei tapað í 32 bardögum.

Hann fékk líflátshótanir í pósti, á netinu og svo var ráðist að honum út á götu.

"Ég áttaði mig fljótlega á því hvað það væri sem skipti máli í lifinu. Þetta truflar mig ekki lengur. Ég veit hver ég er. Ég er frábær hnefaleikmaður."

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×