Sport

Það vilja allir sjá Mayweather tapa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mayweather til vinstri og Oscar de la Hoya til hægri.
Mayweather til vinstri og Oscar de la Hoya til hægri. Myndir/Getty Images
Oscar de la Hoya, skipleggjandi bardagans á milli Floyd Mayweather og Saul Canelo Alvarez, vill meina að framundan sé einn stærsti bardagi sögunnar.

Ástæðan fyrir því er fólk vill sjá Mayweather tapa og nú sé raunhæfur möguleiki á að það gerist.

Bardaginn fer fram í Las Vegar laugardaginn 14. september og er nánast allt farið að snúast um bardagann í Bandaríkjunum.

Mayweather er 36 ára og hefur unnið 44 atvinnubardaga á sínum ferli og aldrei tapað.

„Ég veit alveg af hverju fólk er að missa sig yfir þessum bardaga," sagði de la Hoya.

„Við erum með einn ungan hnefaleikamann sem er með ákveðna áætlun og veit nákvæmlega hvað hann ætlar að gera á móti Mayweather."

„Almenningur vill sjá Mayweather tapa og ég tel að Canelo geti svo sannarlega veitt honum erfiðan bardaga."



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×