Sport

Maðurinn sem kjálkabraut Ali er látinn

Norton slær hér til Ali í lokabardaga þeirra.
Norton slær hér til Ali í lokabardaga þeirra.
Ken Norton, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, er látinn sjötugur að aldri. Hann lélst á spítala í Arizona í gær en hann hafði lengi verið heilsuveill.

Norton atti meðal annars kappi við sjálfan Muhammad Ali í þrígang. Hans verður helst minnst fyrir að hafa kjálkabrotið Ali og unnið hann í fyrstu rimmu þeirra.

Ali vann nauman sigur í næstu tveimur bardögum sem voru gríðarlega jafnir.

Norton varð heimsmeistari árið 1977 er Leonard Spinks þorði ekki að mæta honum. Hann tapaði síðan titlinum ári síðar eftir jafnan bardaga gegn Larry Holmes.

Norton vann 42 bardaga á ferlinum og tapaði sjö. 33 sigrar komu eftir rothögg.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×