FH

Fréttamynd

Hörður Ingi til Sogndal

Hörður Ingi Gunnarsson er genginn í raðir norska B-deildarliðsins Sogndal frá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Sogndal.

Fótbolti
Fréttamynd

„Líður eins og íþróttamanni aftur“

Eftir þriggja ára þrautagöngu vegna meiðsla er hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, einn nýjasti liðsmaður FH, vongóð um bjartari tíma. Þessi fyrrverandi heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 metrahlaupi þarf þó að sneiða framhjá ýmsum æfingum vegna meiðslanna.

Sport
Fréttamynd

Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól?

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Áhorfendur geta mætt á Hafnarfjarðarslaginn

Það ræðst á morgun hvort það verða hvít eða rauð jól í Hafnarfirði, þegar FH og Haukar mætast í sannkölluðum toppslag í Olís-deild karla í handbolta. Áhorfendur geta mætt framvísi þeir neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi.

Handbolti
Fréttamynd

Egill og Ási höfðu þetta bara eins og þeir vildu

Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ekki í vafa um hvað hefði skilað FH sigri í Mosfellsbæ í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. Egill Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru illa með heimamenn og skoruðu samtals 22 mörk í 31-26 sigri FH-inga.

Handbolti
Fréttamynd

FH fær vinstri bakvörð Fram

Nýliðar Fram halda áfram að missa leikmenn úr sínum röðum en vinstri bakvörðurinn Haraldur Einar Ásgrímsson hefur samið við FH um mun leika með félaginu næstu þrjú árin.

Íslenski boltinn