Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 15:01 FH-ingar þurfa að gera mun getur gegn Val í kvöld til að eiga meiri möguleika en í undanúrslitaleik bikarsins. vísir/hulda margrét Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld. Stórleikur FH og Vals, og lykilleikur á milli Fram og KA, standa upp úr í kvöld en öll átjánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og umferðin svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á morgun. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferð kvöldsins og má sjá þáttinn hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 18. umferð Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30. Ásgeir sagði Valsmenn einfaldlega með mikið fleiri vopn en FH, eins og sýndi sig í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Þar keyrðu Valsmenn yfir FH-inga í seinni hálfleik og nýttu sér það að Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon meiddust: Staðan í Olís-deild karla fyrir leiki kvöldsins. „Það kom ekkert þegar þeir duttu út. Lítið framlag frá allt of mörgum. FH-ingarnir verða að vera fullmannaðir ef þeir ætla að eiga einhvern séns, og þeir þurfa að halda út í sextíu mínútur. Það verður áskorun og spurning hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem meiðast. Valsararnir líta ógeðslega vel út. Þeir eru hrikalega flottir og ef maður horfir fram næstu vikur þá er Valur klárlega liðið sem þarf að vinna ef menn ætla sér einhverja titla. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði Ásgeir. „Fáránlega mikill meðbyr“ með KA sem getur skilið Fram eftir Fram og KA mætast í ekki síður mikilvægum leik en með sigri næði KA fimm stiga forskoti á Fram í slagnum um 8. sætið, það síðasta í úrslitakeppninni. „Þá myndum við nokkurn veginn vita hvaða lið verða í úrslitakeppninni. Ég sé Framarana ekki koma til baka úr því. Fyrir þá er þetta fyrsti úrslitaleikurinn í að komast í úrslitakeppnina. Það hlýtur að hafa verið markmiðið fyrir tímabilið,“ sagði Ásgeir. Hann var á svæðinu þegar KA komst í og lék úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrr í mánuðinum og upplifði gulbláa stemningu eins og hún gerist best: „Það var ótrúleg stemning KA-megin. Ótrúlega vel mætt á pallana, holningin á liðinu allt önnur og komin svakaleg barátta og vilji, eitthvað extra, í þá. Það er einhver breyting í gangi hjá KA núna, fáránlega mikill meðbyr með þeim, og ef þeir spila rétt úr þessu gætu þeir nýtt þennan meðbyr til að klára deildina vel og það veit á gott fyrir úrslitakeppnina.“ Olís-deild karla FH Valur KA Fram Seinni bylgjan Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Stórleikur FH og Vals, og lykilleikur á milli Fram og KA, standa upp úr í kvöld en öll átjánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og umferðin svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á morgun. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferð kvöldsins og má sjá þáttinn hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 18. umferð Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30. Ásgeir sagði Valsmenn einfaldlega með mikið fleiri vopn en FH, eins og sýndi sig í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Þar keyrðu Valsmenn yfir FH-inga í seinni hálfleik og nýttu sér það að Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon meiddust: Staðan í Olís-deild karla fyrir leiki kvöldsins. „Það kom ekkert þegar þeir duttu út. Lítið framlag frá allt of mörgum. FH-ingarnir verða að vera fullmannaðir ef þeir ætla að eiga einhvern séns, og þeir þurfa að halda út í sextíu mínútur. Það verður áskorun og spurning hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem meiðast. Valsararnir líta ógeðslega vel út. Þeir eru hrikalega flottir og ef maður horfir fram næstu vikur þá er Valur klárlega liðið sem þarf að vinna ef menn ætla sér einhverja titla. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði Ásgeir. „Fáránlega mikill meðbyr“ með KA sem getur skilið Fram eftir Fram og KA mætast í ekki síður mikilvægum leik en með sigri næði KA fimm stiga forskoti á Fram í slagnum um 8. sætið, það síðasta í úrslitakeppninni. „Þá myndum við nokkurn veginn vita hvaða lið verða í úrslitakeppninni. Ég sé Framarana ekki koma til baka úr því. Fyrir þá er þetta fyrsti úrslitaleikurinn í að komast í úrslitakeppnina. Það hlýtur að hafa verið markmiðið fyrir tímabilið,“ sagði Ásgeir. Hann var á svæðinu þegar KA komst í og lék úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrr í mánuðinum og upplifði gulbláa stemningu eins og hún gerist best: „Það var ótrúleg stemning KA-megin. Ótrúlega vel mætt á pallana, holningin á liðinu allt önnur og komin svakaleg barátta og vilji, eitthvað extra, í þá. Það er einhver breyting í gangi hjá KA núna, fáránlega mikill meðbyr með þeim, og ef þeir spila rétt úr þessu gætu þeir nýtt þennan meðbyr til að klára deildina vel og það veit á gott fyrir úrslitakeppnina.“
Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30.
Olís-deild karla FH Valur KA Fram Seinni bylgjan Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira