Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 24-27 | Fyrsti sigur Stjörnumanna á árinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2022 21:45 Tandri Már Konráðsson skoraði tíu mörk í Kaplakrika. vísir/Hulda Margrét Sigurinn var afar kærkominn fyrir Stjörnumenn sem höfðu tapað fyrstu fimm leikjum sínum á árinu 2022. Þeir byrjuðu leikinn af fítonskrafti, komust 4-9 yfir, og héngu á þeirri forystu allan leikinn. Arnór Freyr Stefánsson og Tandri Már Konráðsson voru stórkostlegir hjá Stjörnunni í kvöld. Arnór varði nítján skot (44%) og Tandri skoraði tíu mörk úr ellefu skotum. Hafþór Vignisson og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu fimm mörk hvor. Öll mörk Hafþórs komu í seinni hálfleik. Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði fimm mörk fyrir FH og Jakob Martin Ásgeirsson fjögur. FH-ingar eru enn í 3. sæti deildarinnar með 26 stig en eiga leik til góða á Valsmenn sem eru með tveimur stigum meira. Stjörnumenn lyftu sér aftur á móti upp í 6. sætið með sigrinum í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn miklu betur. Arnór varði eins og óður maður og Stjörnumenn keyrðu grimmt á FH-inga. Þeir refsuðu þeim ítrekað með mörkum úr hröðum sóknum og komust fimm mörkum yfir, 4-9, eftir þrettán mínútna leik. Gunnar Steinn og Tandri voru mjög beittir og bragurinn á Stjörnuliðinu góður. Eftir þessa þeysireyð í byrjun hægðist verulega á gestunum sem skoruðu aðeins þrjú mörk það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. FH skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 8-9, en komst ekki nær í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var slakur og skotnýtingin aðeins fjörutíu prósent. Varnarleikur heimamanna var aftur á móti mjög sterkur seinni hluta fyrri hálfleiks og Phil Döhler varði vel; átta skot (fjörutíu prósent). Hinum megin var Arnór með tólf varin skot (55 prósent). Staðan í hálfleik var 10-12, Stjörnunni í vil. Tandri fór mikinn í upphafi seinni hálfleiks og skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnumanna í honum. Þeir skoruðu að vild í upphafi seinni hálfleiks og náðu mest fimm marka forskoti. FH-ingar gáfust samt ekki upp. Svavar Ingi Sigmundsson átti ágætis innkomu í markið og sóknarleikurinn gekk betur eftir að Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, breytti í sjö á sex. FH-ingar náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í tvö mörk á lokakaflanum en vantaði fleiri stopp í vörninni. Stjörnumenn héldu FH-ingum í hæfilegri fjarlægð og unnu á endanum þriggja marka sigur, 24-27. Patrekur: Arnór var stórkostlegur í dag en getur líka bætt sig Patrekur Jóhannesson var ánægður með sitt lið í kvöld.vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stig á árinu 2022 var Patrekur Jóhanneson, þjálfari Stjörnunnar, með góða tilfinningu fyrir leiknum gegn FH í kvöld. Og hún reyndist á rökum reist. „Mér leið vel fyrir leikinn. Eins og sást var vörnin rosa góð og markvarslan frábær. Við hlupum líka meira. Við hefðum átt að vera meira yfir í hálfleik en þetta gekk mjög vel,“ sagði Patrekur. „Mér leið alltaf ágætlega í þessari taphrinu þótt ég vilji alltaf vinna.“ Stjörnumenn keyrðu grimmt í bakið í FH-ingum framan af leik og uppskáru ódýr mörk. Þeir náðu fimm marka forskoti og litu aldrei um öxl eftir það. „Við höfðum gott af því að gera þetta. Við erum ekkert ánægðir og ég fer ekkert í feluleik með það að við vorum búnir að vera lélegir varnarlega. Ég er sammála gagnrýninni að við höfum farið illa með dauðafæri og varnarleikurinn ekki verið spes en ég var ekki sammála að það væri einhver krísa hjá okkur milli manna. Við erum með hörkulið og Stjörnuhjarta,“ sagði Patrekur og vísaði til þess þegar Tandri Már Konráðsson og Gunnar Steinn Jónsson rifust í leik á dögunum. „Auðvitað eru þetta bara tvö stig en ég var ánægður með hvernig leikmennirnir gerðu þetta og við vorum ein heild.“ Markvarslan hefur verið upp og niður hjá Garðbæingum í vetur en í kvöld átti Arnór Freyr Stefánsson stjörnuleik og varði nítján skot (44 prósent). „Arnór þarf að gefa áfram í og æfa af krafti. Hann á nóg eftir í þessu. Hann var stórkostlegur í dag en getur líka bætt sig,“ sagði Patrekur að lokum. Sigursteinn: Ýtir ekkert á einhvern starttakka í miðjum leik Sigursteinn Arndal var ekki sáttur með sóknarleik FH gegn Stjörnunni.vísir/vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði að slæm byrjun hefði reynst sínum mönnum erfið gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er ósáttur hvernig við komum innstilltir til leiks. En ég vil óska Stjörnunni til hamingju. Því mættu vel innstilltir og voru flottir,“ sagði Sigursteinn. „Þú ýtir ekkert á einhvern starttakka í miðjum leik. Þú þarft að vera klár og við vorum ekki klárir í dag.“ FH-ingar voru aldrei langt á eftir Stjörnumönnum í leiknum í kvöld en herslumuninn vantaði hjá þeim svörtu og hvítu. „Við eigum mikið inni í sókninni. Það vantaði upp á sóknaruppbyggingu og við fengum ekki færi á þeim stöðum sem við vildum sækja á. Og það var ekki nægileg þolinmæði til að koma sér í þær stöður nema í einstaka skipti,“ sagði Sigursteinn. Þegar tólf mínútur voru eftir setti Sigursteinn sjöunda sóknarmanninn inn á og það gaf góða raun. En hefði hann átt að gera það fyrr? „Mögulega. Ég er ekki undanskilinn gagnrýni og mun að sjálfsögðu fara yfir minn þátt í því. Við reyndum að fá upp ákveðnar stöður og það gekk ágætlega upp eftir að við fórum í sjö á sex ekki nógu vel,“ sagði Sigursteinn. Olís-deild karla FH Stjarnan
Sigurinn var afar kærkominn fyrir Stjörnumenn sem höfðu tapað fyrstu fimm leikjum sínum á árinu 2022. Þeir byrjuðu leikinn af fítonskrafti, komust 4-9 yfir, og héngu á þeirri forystu allan leikinn. Arnór Freyr Stefánsson og Tandri Már Konráðsson voru stórkostlegir hjá Stjörnunni í kvöld. Arnór varði nítján skot (44%) og Tandri skoraði tíu mörk úr ellefu skotum. Hafþór Vignisson og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu fimm mörk hvor. Öll mörk Hafþórs komu í seinni hálfleik. Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði fimm mörk fyrir FH og Jakob Martin Ásgeirsson fjögur. FH-ingar eru enn í 3. sæti deildarinnar með 26 stig en eiga leik til góða á Valsmenn sem eru með tveimur stigum meira. Stjörnumenn lyftu sér aftur á móti upp í 6. sætið með sigrinum í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn miklu betur. Arnór varði eins og óður maður og Stjörnumenn keyrðu grimmt á FH-inga. Þeir refsuðu þeim ítrekað með mörkum úr hröðum sóknum og komust fimm mörkum yfir, 4-9, eftir þrettán mínútna leik. Gunnar Steinn og Tandri voru mjög beittir og bragurinn á Stjörnuliðinu góður. Eftir þessa þeysireyð í byrjun hægðist verulega á gestunum sem skoruðu aðeins þrjú mörk það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. FH skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 8-9, en komst ekki nær í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var slakur og skotnýtingin aðeins fjörutíu prósent. Varnarleikur heimamanna var aftur á móti mjög sterkur seinni hluta fyrri hálfleiks og Phil Döhler varði vel; átta skot (fjörutíu prósent). Hinum megin var Arnór með tólf varin skot (55 prósent). Staðan í hálfleik var 10-12, Stjörnunni í vil. Tandri fór mikinn í upphafi seinni hálfleiks og skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnumanna í honum. Þeir skoruðu að vild í upphafi seinni hálfleiks og náðu mest fimm marka forskoti. FH-ingar gáfust samt ekki upp. Svavar Ingi Sigmundsson átti ágætis innkomu í markið og sóknarleikurinn gekk betur eftir að Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, breytti í sjö á sex. FH-ingar náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í tvö mörk á lokakaflanum en vantaði fleiri stopp í vörninni. Stjörnumenn héldu FH-ingum í hæfilegri fjarlægð og unnu á endanum þriggja marka sigur, 24-27. Patrekur: Arnór var stórkostlegur í dag en getur líka bætt sig Patrekur Jóhannesson var ánægður með sitt lið í kvöld.vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stig á árinu 2022 var Patrekur Jóhanneson, þjálfari Stjörnunnar, með góða tilfinningu fyrir leiknum gegn FH í kvöld. Og hún reyndist á rökum reist. „Mér leið vel fyrir leikinn. Eins og sást var vörnin rosa góð og markvarslan frábær. Við hlupum líka meira. Við hefðum átt að vera meira yfir í hálfleik en þetta gekk mjög vel,“ sagði Patrekur. „Mér leið alltaf ágætlega í þessari taphrinu þótt ég vilji alltaf vinna.“ Stjörnumenn keyrðu grimmt í bakið í FH-ingum framan af leik og uppskáru ódýr mörk. Þeir náðu fimm marka forskoti og litu aldrei um öxl eftir það. „Við höfðum gott af því að gera þetta. Við erum ekkert ánægðir og ég fer ekkert í feluleik með það að við vorum búnir að vera lélegir varnarlega. Ég er sammála gagnrýninni að við höfum farið illa með dauðafæri og varnarleikurinn ekki verið spes en ég var ekki sammála að það væri einhver krísa hjá okkur milli manna. Við erum með hörkulið og Stjörnuhjarta,“ sagði Patrekur og vísaði til þess þegar Tandri Már Konráðsson og Gunnar Steinn Jónsson rifust í leik á dögunum. „Auðvitað eru þetta bara tvö stig en ég var ánægður með hvernig leikmennirnir gerðu þetta og við vorum ein heild.“ Markvarslan hefur verið upp og niður hjá Garðbæingum í vetur en í kvöld átti Arnór Freyr Stefánsson stjörnuleik og varði nítján skot (44 prósent). „Arnór þarf að gefa áfram í og æfa af krafti. Hann á nóg eftir í þessu. Hann var stórkostlegur í dag en getur líka bætt sig,“ sagði Patrekur að lokum. Sigursteinn: Ýtir ekkert á einhvern starttakka í miðjum leik Sigursteinn Arndal var ekki sáttur með sóknarleik FH gegn Stjörnunni.vísir/vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði að slæm byrjun hefði reynst sínum mönnum erfið gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er ósáttur hvernig við komum innstilltir til leiks. En ég vil óska Stjörnunni til hamingju. Því mættu vel innstilltir og voru flottir,“ sagði Sigursteinn. „Þú ýtir ekkert á einhvern starttakka í miðjum leik. Þú þarft að vera klár og við vorum ekki klárir í dag.“ FH-ingar voru aldrei langt á eftir Stjörnumönnum í leiknum í kvöld en herslumuninn vantaði hjá þeim svörtu og hvítu. „Við eigum mikið inni í sókninni. Það vantaði upp á sóknaruppbyggingu og við fengum ekki færi á þeim stöðum sem við vildum sækja á. Og það var ekki nægileg þolinmæði til að koma sér í þær stöður nema í einstaka skipti,“ sagði Sigursteinn. Þegar tólf mínútur voru eftir setti Sigursteinn sjöunda sóknarmanninn inn á og það gaf góða raun. En hefði hann átt að gera það fyrr? „Mögulega. Ég er ekki undanskilinn gagnrýni og mun að sjálfsögðu fara yfir minn þátt í því. Við reyndum að fá upp ákveðnar stöður og það gekk ágætlega upp eftir að við fórum í sjö á sex ekki nógu vel,“ sagði Sigursteinn.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti