Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 1-2 | FH Lengjubikarmeistari þökk sé marki í blálokin Árni Konráð Árnason skrifar 25. mars 2022 19:00 FH er Lengjubikarmeistari 2022. Vísir/Vilhelm FH lagði ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Ástbjörn Þórðarson skoraði sigurmark leiksins með síðasta skoti leiksins undir lok uppbótartíma, lokatölur 2-1 Hafnfirðingum í vil. Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu FH í heimsókn í úrslitum Lengjubikarsins. KR hefur haldið titlinum síðan 2019, þar sem leikirnir hafa aldrei verið kláraðir vegna Covid. Víkingur sá um að tryggja það að KR fengi ekki að halda titlinum mikið lengur þegar að þeir sigruðu KR 1-0 í undanúrslitum. Liðin byrjuðu leikinn á að þreifa fyrir sér hægt og rólega en það voru svo Víkingar sem að skoruðu strax á 10. mínútu leiksins. Þar var á ferðinni Helgi Guðjónsson eftir góða, en einfalda fyrirgjöf frá Erlingi Agnarssyni, en Víkingar fengu allt of mikinn tíma í þessari sókn, 1-0 fyrir Víking Reykjavík. Bæði lið sóttu hratt og voru í leit að öðru marki og létu færin ekki á sér standa. Það var á 32. mínútu sem að boltinn barst fyrir mark FH-inga og Nikolaj Hansen var fyrsti maður á boltann á nærstöng og náði að setja tánna í boltann, en boltinn rétt fram hjá og FH-ingar stálheppnir að sleppa með skrekkinn. Þórður Ingason var duglegur að koma út úr markinu í fyrri hálfleik og átti nokkur skógarhlaup sem að FH-ingar hefðu getað nýtt sér. En það var á 37. mínútu leiksins sem að Þórður kom út úr markinu og mætti boltanum. Oliver Heiðarsson var að elta boltann, en Þórður þó fyrri til og sparkaði boltanum fast í Oliver og boltinn virtist vera á leiðinni inn, en endaði rétt fram hjá markinu. Steven Lennon hefur verið iðinn við að klára færin sem að hann fær í gegnum árin, það gerði hann þó ekki á 44. mínútu leiksins þegar að Oliver Heiðarsson keyrir upp hægri kantinn og sendir boltann út í teig Víkings þar sem að Lennon er einn á auðum sjó en hittir boltann illa og hann skoppar fram hjá markinu. Egill Arnar, dómari leiksins bætti engu við fyrri hálfleik leiksins og Víkingur Reykjavík leiddi því 1-0 í hálfleik þó að mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og voru miklu meira í boltanum fyrstu mínúturnar. Guðmundur Kristjánsson, miðvörður FH-inga tók málin í sínar eigin hendur á 51. mínútu þegar að hann gjörsamlega óð fram völlinn, fram hjá vörn Víkings og sendi boltann á fjærstöngina þar sem að Matthías Vilhjálmsson átti ekki í neinum vandræðum með að skalla boltann í netið. Frábært hlaup hjá Guðmundi sem að breyttist í Juggernaut í stutta stund og engin leið að stöðva hlaupið hans. Matthías fagnar marki sínu.Vísir/Vilhelm Davíð Örn Atlason átti fast skot í stöngina á 65. mínútu leiksins og boltinn aftur inn í teig en sú sókn rann í sandinn. Víkingar virtust fá smá vítamínsprautu út úr þessu atviki. Fyrirgjöf barst fyrir mark FH-inga á 75. mínútu þar sem að Erlingur Agnarsson tók snilldarlega á móti boltanum og losaði sig við varnarmann í snertingunni, einn fyrir framan Atla Gunnar í markinu hittir Erlingur boltann illa og boltinn skoppar hálf vandræðalega til Atla sem að handsamar boltann. Sannkallað dauðafæri. Það var einungis mínútu síðar, eða á 76. mínútu sem að Baldur Logi Guðlaugsson átti fast skot í stöng Víkinga, boltinn út í teig og Matthías Vilhjálmsson henti í flugskalla, boltinn vildi þó ekki inn. Liðin skiptust á að sækja og áttu sín færi og stefndi allt í vítaspyrnukeppni þegar að Víkingar virtust eiga lokasókn, Egill Arnar ákvað þó ekki að flauta á sekúndunni og FH-ingar munda sókn. Ólafur á fyrirgjöf frá vinstri sem að ratar á Ástbjörn sem að lúrir úti hægra megin, einn og óvaldaður þrumar hann boltanum á markið og Þórður með lausa hendi nær ekki að varna því að boltinn endi í netinu. Flautumark og 1-2 sigur FH-inga staðreynd, fyrsti titill í hús hjá Óla Jó og lærisveinum hans. Matthías sáttur með afrakstur kvöldsins.Vísir/Vilhelm Af hverju vann FH? Víkingur Reykjavík byrjaði leikinn betur og voru betri í fyrri hálfleik, en FH-ingar komu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og voru fastir fyrir. Bæði lið stóðu sig með prýði en flautumark gerði úrslitin í kvöld, sem að hefði getað endað beggja megin. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Kristjánsson var mjög öflugur í vörn FH-inga í kvöld og lagði meðal annars upp fyrra mark FH-inga. Þá var Matthías Vilhjálmsson sífellt að minna á sig ásamt Birni Daníel, menn sem að sanna að aldur er bara tala. Miðja Víkinga var í heild sinni mjög góð í kvöld, gott flæði var á miðjunni bróðurpart leiksins og var Erlingur ansi líflegur í sóknarlínu Víkings í kvöld. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu sannkölluð dauðafæri, menn sem að myndu undir venjulegum kringumstæðum skora úr þessum færum 90% af tímanum voru að klúðra þeim í kvöld. Þórður Ingason átti ansi skrautleg skógarhlaup í kvöld, sem að hefði getað endað illa fyrir Víking, en slapp þó með skrekkinn að þessu sinni. Hvað gerist næst? Víkingar mæta Breiðabliki í Meistarakeppninni 10. apríl í leik sem að gæti verið lýsandi fyrir það hvernig deildin verði í sumar, enda var baráttan hörð á seinasta tímabili þar sem einungis munaði stigi á milli liðanna upp á Íslandsmeistara titilinn. FH-ingar mæta aftur á Víkingsvöll 18. apríl og mæta Víking Reykjavík í fyrsta leik Bestu deildarinnar 2022. Svona er fótbolti Ólafur Jóhannesson.Vísir/Vilhelm „Það er alltaf betra að vinna, við erum ánægðir með það“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, í viðtali við Stöð 2 Sport í kvöld. „Ég hef ekki upplifað þetta í langan tíma, eða ég man ekki eftir því, en svona er fótbolti,“ sagði Ólafur aðspurður út í flautumarkið og virtist afar ánægður. FH mætir aftur í Fossvoginn 18. apríl í fyrsta leik Bestu deildarinnar, aðspurður hvort að þeir væru að senda Víking Reykjavík tóninn með því að sigra í kvöld sagði Ólafur: „Nei nei, þetta eru náttúrulega tvö frábær lið og Víkingarnir eru með mjög gott lið og við erum svona í ákveðnum fasa ennþá. Við erum að gera okkur klára fyrir mótið en það er mjög sterkt að vinna hérna, mjög gaman af því.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH
FH lagði ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Ástbjörn Þórðarson skoraði sigurmark leiksins með síðasta skoti leiksins undir lok uppbótartíma, lokatölur 2-1 Hafnfirðingum í vil. Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu FH í heimsókn í úrslitum Lengjubikarsins. KR hefur haldið titlinum síðan 2019, þar sem leikirnir hafa aldrei verið kláraðir vegna Covid. Víkingur sá um að tryggja það að KR fengi ekki að halda titlinum mikið lengur þegar að þeir sigruðu KR 1-0 í undanúrslitum. Liðin byrjuðu leikinn á að þreifa fyrir sér hægt og rólega en það voru svo Víkingar sem að skoruðu strax á 10. mínútu leiksins. Þar var á ferðinni Helgi Guðjónsson eftir góða, en einfalda fyrirgjöf frá Erlingi Agnarssyni, en Víkingar fengu allt of mikinn tíma í þessari sókn, 1-0 fyrir Víking Reykjavík. Bæði lið sóttu hratt og voru í leit að öðru marki og létu færin ekki á sér standa. Það var á 32. mínútu sem að boltinn barst fyrir mark FH-inga og Nikolaj Hansen var fyrsti maður á boltann á nærstöng og náði að setja tánna í boltann, en boltinn rétt fram hjá og FH-ingar stálheppnir að sleppa með skrekkinn. Þórður Ingason var duglegur að koma út úr markinu í fyrri hálfleik og átti nokkur skógarhlaup sem að FH-ingar hefðu getað nýtt sér. En það var á 37. mínútu leiksins sem að Þórður kom út úr markinu og mætti boltanum. Oliver Heiðarsson var að elta boltann, en Þórður þó fyrri til og sparkaði boltanum fast í Oliver og boltinn virtist vera á leiðinni inn, en endaði rétt fram hjá markinu. Steven Lennon hefur verið iðinn við að klára færin sem að hann fær í gegnum árin, það gerði hann þó ekki á 44. mínútu leiksins þegar að Oliver Heiðarsson keyrir upp hægri kantinn og sendir boltann út í teig Víkings þar sem að Lennon er einn á auðum sjó en hittir boltann illa og hann skoppar fram hjá markinu. Egill Arnar, dómari leiksins bætti engu við fyrri hálfleik leiksins og Víkingur Reykjavík leiddi því 1-0 í hálfleik þó að mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og voru miklu meira í boltanum fyrstu mínúturnar. Guðmundur Kristjánsson, miðvörður FH-inga tók málin í sínar eigin hendur á 51. mínútu þegar að hann gjörsamlega óð fram völlinn, fram hjá vörn Víkings og sendi boltann á fjærstöngina þar sem að Matthías Vilhjálmsson átti ekki í neinum vandræðum með að skalla boltann í netið. Frábært hlaup hjá Guðmundi sem að breyttist í Juggernaut í stutta stund og engin leið að stöðva hlaupið hans. Matthías fagnar marki sínu.Vísir/Vilhelm Davíð Örn Atlason átti fast skot í stöngina á 65. mínútu leiksins og boltinn aftur inn í teig en sú sókn rann í sandinn. Víkingar virtust fá smá vítamínsprautu út úr þessu atviki. Fyrirgjöf barst fyrir mark FH-inga á 75. mínútu þar sem að Erlingur Agnarsson tók snilldarlega á móti boltanum og losaði sig við varnarmann í snertingunni, einn fyrir framan Atla Gunnar í markinu hittir Erlingur boltann illa og boltinn skoppar hálf vandræðalega til Atla sem að handsamar boltann. Sannkallað dauðafæri. Það var einungis mínútu síðar, eða á 76. mínútu sem að Baldur Logi Guðlaugsson átti fast skot í stöng Víkinga, boltinn út í teig og Matthías Vilhjálmsson henti í flugskalla, boltinn vildi þó ekki inn. Liðin skiptust á að sækja og áttu sín færi og stefndi allt í vítaspyrnukeppni þegar að Víkingar virtust eiga lokasókn, Egill Arnar ákvað þó ekki að flauta á sekúndunni og FH-ingar munda sókn. Ólafur á fyrirgjöf frá vinstri sem að ratar á Ástbjörn sem að lúrir úti hægra megin, einn og óvaldaður þrumar hann boltanum á markið og Þórður með lausa hendi nær ekki að varna því að boltinn endi í netinu. Flautumark og 1-2 sigur FH-inga staðreynd, fyrsti titill í hús hjá Óla Jó og lærisveinum hans. Matthías sáttur með afrakstur kvöldsins.Vísir/Vilhelm Af hverju vann FH? Víkingur Reykjavík byrjaði leikinn betur og voru betri í fyrri hálfleik, en FH-ingar komu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og voru fastir fyrir. Bæði lið stóðu sig með prýði en flautumark gerði úrslitin í kvöld, sem að hefði getað endað beggja megin. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Kristjánsson var mjög öflugur í vörn FH-inga í kvöld og lagði meðal annars upp fyrra mark FH-inga. Þá var Matthías Vilhjálmsson sífellt að minna á sig ásamt Birni Daníel, menn sem að sanna að aldur er bara tala. Miðja Víkinga var í heild sinni mjög góð í kvöld, gott flæði var á miðjunni bróðurpart leiksins og var Erlingur ansi líflegur í sóknarlínu Víkings í kvöld. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu sannkölluð dauðafæri, menn sem að myndu undir venjulegum kringumstæðum skora úr þessum færum 90% af tímanum voru að klúðra þeim í kvöld. Þórður Ingason átti ansi skrautleg skógarhlaup í kvöld, sem að hefði getað endað illa fyrir Víking, en slapp þó með skrekkinn að þessu sinni. Hvað gerist næst? Víkingar mæta Breiðabliki í Meistarakeppninni 10. apríl í leik sem að gæti verið lýsandi fyrir það hvernig deildin verði í sumar, enda var baráttan hörð á seinasta tímabili þar sem einungis munaði stigi á milli liðanna upp á Íslandsmeistara titilinn. FH-ingar mæta aftur á Víkingsvöll 18. apríl og mæta Víking Reykjavík í fyrsta leik Bestu deildarinnar 2022. Svona er fótbolti Ólafur Jóhannesson.Vísir/Vilhelm „Það er alltaf betra að vinna, við erum ánægðir með það“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, í viðtali við Stöð 2 Sport í kvöld. „Ég hef ekki upplifað þetta í langan tíma, eða ég man ekki eftir því, en svona er fótbolti,“ sagði Ólafur aðspurður út í flautumarkið og virtist afar ánægður. FH mætir aftur í Fossvoginn 18. apríl í fyrsta leik Bestu deildarinnar, aðspurður hvort að þeir væru að senda Víking Reykjavík tóninn með því að sigra í kvöld sagði Ólafur: „Nei nei, þetta eru náttúrulega tvö frábær lið og Víkingarnir eru með mjög gott lið og við erum svona í ákveðnum fasa ennþá. Við erum að gera okkur klára fyrir mótið en það er mjög sterkt að vinna hérna, mjög gaman af því.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti