Starfsframi

Fréttamynd

„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“

„Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni

Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“

„Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis.

Atvinnulíf