Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. maí 2022 07:00 Herdís Pála Pálsdóttir er sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi og stjórnendaþjálfi sem hefur sérhæft sig í mannauðsmálum og rekstri um árabil. Herdís er ein þeirra sem sagði upp starfi sínu til þess að fara að starfa sjálfstætt og telst því til giggara. Áður var hún var áður framkvæmdastjóri mannauðs- og rekstrar hjá Deloitte. Vísir/Vilhelm Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. Atvinnulífið hefur fjallað nokkuð um þessi mál en tölur í Bandaríkjunum og Evrópu sýna að fólk er í síauknum mæli að taka ákvörðun um að hætta í vinnunni og gera jafnvel róttækar breytingar. The Great Resignation er tímabil vinnumarkaðarins núna. Eða Stóra uppsögnin. Þá sýna tölur einnig að giggurum fjölgar á methraða, en giggarar er sá hópur fólks sem kýs að starfa sjálfstætt en ekki sem fastráðnir launþegar. Í þessari viku mun Atvinnulífið fjalla sérstaklega um nýjar áherslur í mannauðsmálum og hvað mögulega þarf til, svo ekki stefni í skort á vinnuafli. Við byrjum vikuna á því að fá nokkur góð ráð hjá Herdísi Pálu Pálsdóttur, stjórnunarráðgjafa og stjórnendaþjálfa en hún gaf út bókina Völundarhús tækifæranna árið 2021, ásamt Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur. Sú bók fjallar sérstaklega um þá þróun sem er að sýna sig með fjölgun giggara og fyrirséðum breytingum á vinnumarkaði. Við báðum Herdísi um góð ráð og dæmi fyrir vinnustaði til að bregðast við þessari þróun. „Það er nú reyndar ansi margt í þessu samhengi sem hægt er að nefna og ekki endilega það sama fyrir alla vinnustaði en hér koma nokkrir þættir sem ættu að nýtast öllum, við að skapa eftirsóknarverðari vinnustaði, til að laða að og halda í gott fólk. Útfærslan þarf þó að taka mið af aðstæðum á hverjum stað,“ segir Herdís Pála. Góðu ráð Herdísar: Það sem vinnustaðir geta gert 1. Stjórnun Fækkið daglegum verkefnum stjórnenda. Setjið meiri tíma í að sinna mannaforráðum, auka og bæta samskipti, byggja upp og viðhalda trausti. Veita endurgjöf og leiðbeina. Sýna fólki áhuga og umhyggju. Vita hvernig fólki líður og hvort það er sátt í starfi. Mynda sterk tengsl svo fólki finnist það tilheyra og vilji síður fara annað. Til að lesa í aðstæður og framtíðina. 2. Þjálfun Auka þarf mjög alla þjálfun, ekki síst vegna hraðrar tækniþróunar og breytinga á störfum og starfsumhverfi. Einnig þarf að auka stjórnendaþjálfun, stjórnendur eru í lykilhlutverki við að laða að og halda í gott fólk Þjálfun í aðlögunarhæfni nýtist sem dæmi bæði stjórnendum og almennu starfsfólki mjög vel þar sem breytingar eru stöðugar og sífellt hraðari. 3. Innri vinnumarkaður Gerið vinnustaðinn að vinnumarkaði fyrir fólk sem þegar er í starfi. Finnið leiðir til að auka tækifærin fyrir það til að prófa eitthvað nýtt, læra og þróast á vinnustaðnum. Brjótið niður múra á milli deilda og starfsheita. Gefið fólki fleiri og fjölbreyttari tækifæri, til að sinna verkefnum utan núverandi deildar eða starfsheitis, svo það þurfi ekki að fara annað til að fá slík tækifæri. 4. Aukinn sveigjanleiki Horfið á sveigjanleika með gleiðlinsu en ekki með rörsýn. Sveigjanleiki snýst ekki bara um val um að vinna á vinnustaðnum eða heima. Eða klukkan hvað fólk mætir og hættir. Brjótið störf upp í verkefni. Fjölgið tegundum ráðningarforma. Horfið á frammistöðu umfram unna tíma. Veitið fólki frelsi til að gigga samhliða föstu starfi. Styðjið fólk í að vinna á nýjum stöðum, taka stundum vinnufrí (e. workcation) og svo líka reglulega algjört frí (e. vacation). Styðjið fólk til heilbrigðrar samþættingar vinnu og einkalífs. 5. Vinnustaðarmenning, fjölmenning og velsæld Skoðið hverju, hvaða hegðun og frammistöðu, þið eruð að veita mesta athygli og hvað þið látið viðgangast. Aukið fjölbreytileika og fjölmenningu á vinnustaðnum og passið einnig vel upp á góða inngildingu (e. inclusion). Styðjið vel við starfsfólk sem einstaklinga, þeirra líkamlegu, andlegu, félagslegu og fjárhagslega heilsu, þeirra almennu velsæld. Hannið vinnuumhverfið þannig að öllum líði vel þar og langi að vera þar. Mannauðsmál Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01 „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni. 15. desember 2021 07:00 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Atvinnulífið hefur fjallað nokkuð um þessi mál en tölur í Bandaríkjunum og Evrópu sýna að fólk er í síauknum mæli að taka ákvörðun um að hætta í vinnunni og gera jafnvel róttækar breytingar. The Great Resignation er tímabil vinnumarkaðarins núna. Eða Stóra uppsögnin. Þá sýna tölur einnig að giggurum fjölgar á methraða, en giggarar er sá hópur fólks sem kýs að starfa sjálfstætt en ekki sem fastráðnir launþegar. Í þessari viku mun Atvinnulífið fjalla sérstaklega um nýjar áherslur í mannauðsmálum og hvað mögulega þarf til, svo ekki stefni í skort á vinnuafli. Við byrjum vikuna á því að fá nokkur góð ráð hjá Herdísi Pálu Pálsdóttur, stjórnunarráðgjafa og stjórnendaþjálfa en hún gaf út bókina Völundarhús tækifæranna árið 2021, ásamt Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur. Sú bók fjallar sérstaklega um þá þróun sem er að sýna sig með fjölgun giggara og fyrirséðum breytingum á vinnumarkaði. Við báðum Herdísi um góð ráð og dæmi fyrir vinnustaði til að bregðast við þessari þróun. „Það er nú reyndar ansi margt í þessu samhengi sem hægt er að nefna og ekki endilega það sama fyrir alla vinnustaði en hér koma nokkrir þættir sem ættu að nýtast öllum, við að skapa eftirsóknarverðari vinnustaði, til að laða að og halda í gott fólk. Útfærslan þarf þó að taka mið af aðstæðum á hverjum stað,“ segir Herdís Pála. Góðu ráð Herdísar: Það sem vinnustaðir geta gert 1. Stjórnun Fækkið daglegum verkefnum stjórnenda. Setjið meiri tíma í að sinna mannaforráðum, auka og bæta samskipti, byggja upp og viðhalda trausti. Veita endurgjöf og leiðbeina. Sýna fólki áhuga og umhyggju. Vita hvernig fólki líður og hvort það er sátt í starfi. Mynda sterk tengsl svo fólki finnist það tilheyra og vilji síður fara annað. Til að lesa í aðstæður og framtíðina. 2. Þjálfun Auka þarf mjög alla þjálfun, ekki síst vegna hraðrar tækniþróunar og breytinga á störfum og starfsumhverfi. Einnig þarf að auka stjórnendaþjálfun, stjórnendur eru í lykilhlutverki við að laða að og halda í gott fólk Þjálfun í aðlögunarhæfni nýtist sem dæmi bæði stjórnendum og almennu starfsfólki mjög vel þar sem breytingar eru stöðugar og sífellt hraðari. 3. Innri vinnumarkaður Gerið vinnustaðinn að vinnumarkaði fyrir fólk sem þegar er í starfi. Finnið leiðir til að auka tækifærin fyrir það til að prófa eitthvað nýtt, læra og þróast á vinnustaðnum. Brjótið niður múra á milli deilda og starfsheita. Gefið fólki fleiri og fjölbreyttari tækifæri, til að sinna verkefnum utan núverandi deildar eða starfsheitis, svo það þurfi ekki að fara annað til að fá slík tækifæri. 4. Aukinn sveigjanleiki Horfið á sveigjanleika með gleiðlinsu en ekki með rörsýn. Sveigjanleiki snýst ekki bara um val um að vinna á vinnustaðnum eða heima. Eða klukkan hvað fólk mætir og hættir. Brjótið störf upp í verkefni. Fjölgið tegundum ráðningarforma. Horfið á frammistöðu umfram unna tíma. Veitið fólki frelsi til að gigga samhliða föstu starfi. Styðjið fólk í að vinna á nýjum stöðum, taka stundum vinnufrí (e. workcation) og svo líka reglulega algjört frí (e. vacation). Styðjið fólk til heilbrigðrar samþættingar vinnu og einkalífs. 5. Vinnustaðarmenning, fjölmenning og velsæld Skoðið hverju, hvaða hegðun og frammistöðu, þið eruð að veita mesta athygli og hvað þið látið viðgangast. Aukið fjölbreytileika og fjölmenningu á vinnustaðnum og passið einnig vel upp á góða inngildingu (e. inclusion). Styðjið vel við starfsfólk sem einstaklinga, þeirra líkamlegu, andlegu, félagslegu og fjárhagslega heilsu, þeirra almennu velsæld. Hannið vinnuumhverfið þannig að öllum líði vel þar og langi að vera þar.
Mannauðsmál Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01 „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni. 15. desember 2021 07:00 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01
„Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01
Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni. 15. desember 2021 07:00
CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01
Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01