Hræðilega erfitt að lenda á milli tveggja yfirmanna Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 07:00 Það getur verið hræðilega erfið staða þegar að til dæmis forstjórinn baktalar yfirmanninn þinn eða öfugt eða forstjórinn biður þig um að fara á bakvið yfirmanninn þinn. Vísir/Getty Auðvitað er það hið besta mál að vera í góðu sambandi við yfirmanninn sinn og síðan yfirmann yfirmannsins. En hvað er til ráða þegar þú lendir á milli þessara tveggja? Við skulum í þessari umfjöllun kalla annan forstjórann en hinn yfirmanninn. Og þótt sumum finnist það hljóma skringilega að erfið staða geti komið upp hjá starfsfólki vegna þeirra, er staðreyndin sú að þetta er staða sem svo sannarlega getur komið upp. Og á sér margar birtingamyndir. TIl dæmis þegar forstjórinn baktalar yfirmanninn eða yfirmaðurinn forstjórann. Eða forstjórinn biður þig um að gera eitthvað, án vitundar yfirmannsins. Eða öfugt. Svo ekki sé talað um þegar forstjórinn trúir þér fyrir upplýsingum en tekur fram að yfirmaðurinn þinn eigi ekki að fá þessar upplýsingar. Eða öfugt. Kannist þið við þetta? Í umfjöllun Harvard Business Review líkir sérfræðingur sem rætt er við, þessari stöðu sambærilegri og þegar að börn lenda í því að vera á milli foreldra sinna þegar þau eru að rífast. Þetta er staðan þar sem okkur svo sannarlega finnst við vera á milli steins og sleggju. En hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. #1. Þegar forstjórinn biður þig um eitthvað, án vitundar yfirmannsins Þegar að þessi staða kemur upp er best að vera hreinskilin(n) strax. Þetta er erfið staða en þarna er hægt að milda aðstæður með því að benda forstjóranum á að þarna er verið að setja þig í erfiða stöðu. Og þetta er erfið staða að vera í. En þér mun örugglega líða enn verr ef þú fylgir verkefninu eftir og ert þar með farinn að fara á bakvið yfirmanninn þinn. Betra er að benda forstjóranum á það strax í upphafi að þér finnist þetta óþægileg beiðni. #2. Forstjórinn segir þér eitthvað sem yfirmaðurinn má ekki vita (eða öfugt) Auðvitað getur þetta átt við eðlilegt trúnaðarsamband. Til dæmis ef viðkomandi er í spjalli að trúa þér fyrir því að þau hjónin eigi von á barni en það sé ekki orðið opinbert. En þegar upplýsingarnar eru vinnutengdar er komin upp flókin staða. Því ef eitthvað fréttist, er í ofanálag mjög líklega hægt að rekja ,,lekann“ til þín. Hérna er mælt með því að leggja áherslu á að hlusta vel og spyrja spurninga. Því oft enda rökræður með því að ákveðið er að upplýsingunum skuli deila með fleirum og/eða að það geti haft of neikvæðar afleiðingar ef málin eru ekki rædd meðal fleiri. #3. Þegar forstjórinn og yfirmaðurinn eru að rífast/deila Sú staða getur líka reynst starfsmönnum erfið þegar forstjórinn og yfirmaðurinn eru ekki á sama máli um eitthvað og þær deilur fara ekki framhjá neinum eða þér er trúað fyrir þeim. Ef þú ert ein(n) í aðstæðunum er mælt með því að benda á hið augljósa: Menn séu greinilega ekki sammála, en mæla síðan með því að sérfundur verði haldinn um málefnið og fleiri dregnir að borði til að ræða málin. Í alla staði er mælt með því að þú takir ekki afstöðu. Þótt þig langi til þess. Því í raun veistu aldrei hvernig það mál gæti endað fyrir þig. Ef sú staða mögulega kemur upp að þú þarft að taka afstöðu, er að minnsta kosti mjög mikilvægt að þú takir þér þinn tíma í að velta fyrir þér hver sú afstaða er og hvaða afleiðingar sú afstaða gæti haft. Eins er mikilvægt að þú standir á þínum mörkum þannig að sú staða komi aldrei upp að forstjórinn eða yfirmaðurinn fari yfir þau gildi sem þú sjálf(ur) hefur. Vinnustaðamenning Starfsframi Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir Bráðsmitandi skap stjórnenda og góð ráð Gott skap smitar. Vont skap smitar. En fátt er þó meira smitandi á vinnustaðnum en skap stjórnandans. 29. apríl 2022 07:00 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Við skulum í þessari umfjöllun kalla annan forstjórann en hinn yfirmanninn. Og þótt sumum finnist það hljóma skringilega að erfið staða geti komið upp hjá starfsfólki vegna þeirra, er staðreyndin sú að þetta er staða sem svo sannarlega getur komið upp. Og á sér margar birtingamyndir. TIl dæmis þegar forstjórinn baktalar yfirmanninn eða yfirmaðurinn forstjórann. Eða forstjórinn biður þig um að gera eitthvað, án vitundar yfirmannsins. Eða öfugt. Svo ekki sé talað um þegar forstjórinn trúir þér fyrir upplýsingum en tekur fram að yfirmaðurinn þinn eigi ekki að fá þessar upplýsingar. Eða öfugt. Kannist þið við þetta? Í umfjöllun Harvard Business Review líkir sérfræðingur sem rætt er við, þessari stöðu sambærilegri og þegar að börn lenda í því að vera á milli foreldra sinna þegar þau eru að rífast. Þetta er staðan þar sem okkur svo sannarlega finnst við vera á milli steins og sleggju. En hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. #1. Þegar forstjórinn biður þig um eitthvað, án vitundar yfirmannsins Þegar að þessi staða kemur upp er best að vera hreinskilin(n) strax. Þetta er erfið staða en þarna er hægt að milda aðstæður með því að benda forstjóranum á að þarna er verið að setja þig í erfiða stöðu. Og þetta er erfið staða að vera í. En þér mun örugglega líða enn verr ef þú fylgir verkefninu eftir og ert þar með farinn að fara á bakvið yfirmanninn þinn. Betra er að benda forstjóranum á það strax í upphafi að þér finnist þetta óþægileg beiðni. #2. Forstjórinn segir þér eitthvað sem yfirmaðurinn má ekki vita (eða öfugt) Auðvitað getur þetta átt við eðlilegt trúnaðarsamband. Til dæmis ef viðkomandi er í spjalli að trúa þér fyrir því að þau hjónin eigi von á barni en það sé ekki orðið opinbert. En þegar upplýsingarnar eru vinnutengdar er komin upp flókin staða. Því ef eitthvað fréttist, er í ofanálag mjög líklega hægt að rekja ,,lekann“ til þín. Hérna er mælt með því að leggja áherslu á að hlusta vel og spyrja spurninga. Því oft enda rökræður með því að ákveðið er að upplýsingunum skuli deila með fleirum og/eða að það geti haft of neikvæðar afleiðingar ef málin eru ekki rædd meðal fleiri. #3. Þegar forstjórinn og yfirmaðurinn eru að rífast/deila Sú staða getur líka reynst starfsmönnum erfið þegar forstjórinn og yfirmaðurinn eru ekki á sama máli um eitthvað og þær deilur fara ekki framhjá neinum eða þér er trúað fyrir þeim. Ef þú ert ein(n) í aðstæðunum er mælt með því að benda á hið augljósa: Menn séu greinilega ekki sammála, en mæla síðan með því að sérfundur verði haldinn um málefnið og fleiri dregnir að borði til að ræða málin. Í alla staði er mælt með því að þú takir ekki afstöðu. Þótt þig langi til þess. Því í raun veistu aldrei hvernig það mál gæti endað fyrir þig. Ef sú staða mögulega kemur upp að þú þarft að taka afstöðu, er að minnsta kosti mjög mikilvægt að þú takir þér þinn tíma í að velta fyrir þér hver sú afstaða er og hvaða afleiðingar sú afstaða gæti haft. Eins er mikilvægt að þú standir á þínum mörkum þannig að sú staða komi aldrei upp að forstjórinn eða yfirmaðurinn fari yfir þau gildi sem þú sjálf(ur) hefur.
Vinnustaðamenning Starfsframi Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir Bráðsmitandi skap stjórnenda og góð ráð Gott skap smitar. Vont skap smitar. En fátt er þó meira smitandi á vinnustaðnum en skap stjórnandans. 29. apríl 2022 07:00 Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Bráðsmitandi skap stjórnenda og góð ráð Gott skap smitar. Vont skap smitar. En fátt er þó meira smitandi á vinnustaðnum en skap stjórnandans. 29. apríl 2022 07:00
Um yfirmanninn sem truflar mann stöðugt Það getur verið erfitt að eiga samstarfsfélaga sem trufla mann mikið við vinnu. En þegar það er yfirmaðurinn sem er stanslaust að trufla, geta málin virst nokkuð flóknari að takast á við. Því hvernig er hægt að biðja yfirmanninn um að hætta, eða draga úr því, að trufla svona mikið? 27. maí 2021 07:00
Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09
Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00
Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01