Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Annar met­dagur í Dan­mörku

Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Skólar verða opnir en með takmörkunum

Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttastarf leggst af

Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar.

Sport
Fréttamynd

Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

190 sendir heim vegna gruns um smit

Nemendur og starfsmenn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið sendir heim í úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra í dag.

Innlent
Fréttamynd

Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík

79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart.

Innlent
Fréttamynd

75 leik- og grunn­skóla­börn í Reykja­vík smituð

Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur er með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum í Reyjavík eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna.

Innlent
Fréttamynd

Alls greindust 75 innan­lands í gær

Alls greindust 75 með kórónuveiruna innan­lands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin ræðir minnisblað Þórólfs

Ríkisstjórnin kemur saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 9:30 í dag til fundar. Á dagskrá er meðal annars minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Segir langan og erfiðan vetur framundan

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi.

Erlent