Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 20:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til þess að sporna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins á fyrirtæki og rekstraraðila. Frumvarp um tekjufallsstyrki verður víkkað og viðspyrnustyrkir kynntir til sögunnar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að breytingar verði gerðar á frumvarpi um tekjufallsstyrki svo úrræðið nái til fleiri rekstraraðila og gildi í lengri tíma. Eru styrkirnir hugsaðir til þess að styðja við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, án þess að hafa verið gert að loka, frá 1. apríl til 31. október. Þá verður nýtt úrræði, viðspyrnustyrkir, lagt fram í frumvarpi sem nú er í undirbúningi. Viðspyrnustyrkirnir verða veittir í framhaldi af tekjufallsstyrkjum og fram á næsta ár. Þeim er ætlað að tryggja að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins „geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist,“ líkt og segir í tilkynningu. Breytingar á tekjufallsstyrkjum eru eftirfarandi: Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila. Þá hefur ríkisstjórnin rætt mögulega framlengingu hlutabótaleiðar, sem rennur út um áramótin, og hefur félags- og barnamálaráðherra hafið undirbúning að framlengingu hennar. „Loks má nefna að Alþingi hefur til meðferðar frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja. Í því felst að heimildir til greiðslu lokunarstyrkja miðast ekki eingöngu við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar.“ Dæmi um styrkveitingar miðað við framangreindar breytingar á fyrirliggjandi frumvörpum: Rekstraraðili með fimm starfsmenn eða fleiri sem gert var að loka (lokunarstyrkur og tekjufallsstyrkur) Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000 Rekstraraðili með 5 starfsmenn eða fleiri sem ekki var gert að loka en myndi eingöngu eiga rétt á tekjufallsstyrk – miðast við hámark tekjufallsstyrks 70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22 Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til þess að sporna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins á fyrirtæki og rekstraraðila. Frumvarp um tekjufallsstyrki verður víkkað og viðspyrnustyrkir kynntir til sögunnar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að breytingar verði gerðar á frumvarpi um tekjufallsstyrki svo úrræðið nái til fleiri rekstraraðila og gildi í lengri tíma. Eru styrkirnir hugsaðir til þess að styðja við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, án þess að hafa verið gert að loka, frá 1. apríl til 31. október. Þá verður nýtt úrræði, viðspyrnustyrkir, lagt fram í frumvarpi sem nú er í undirbúningi. Viðspyrnustyrkirnir verða veittir í framhaldi af tekjufallsstyrkjum og fram á næsta ár. Þeim er ætlað að tryggja að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins „geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist,“ líkt og segir í tilkynningu. Breytingar á tekjufallsstyrkjum eru eftirfarandi: Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila. Þá hefur ríkisstjórnin rætt mögulega framlengingu hlutabótaleiðar, sem rennur út um áramótin, og hefur félags- og barnamálaráðherra hafið undirbúning að framlengingu hennar. „Loks má nefna að Alþingi hefur til meðferðar frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja. Í því felst að heimildir til greiðslu lokunarstyrkja miðast ekki eingöngu við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar.“ Dæmi um styrkveitingar miðað við framangreindar breytingar á fyrirliggjandi frumvörpum: Rekstraraðili með fimm starfsmenn eða fleiri sem gert var að loka (lokunarstyrkur og tekjufallsstyrkur) Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000 Rekstraraðili með 5 starfsmenn eða fleiri sem ekki var gert að loka en myndi eingöngu eiga rétt á tekjufallsstyrk – miðast við hámark tekjufallsstyrks 70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð
Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila.
Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000
70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22 Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24
Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47