Innlent

Tekjur námsmanna í bakvarðarsveitum koma ekki til frádráttar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að námsmenn á námslánum sem starfa í bakvarðarsveitum geti óskað eftir því að tekjur á þeim vettvangi komi ekki til frádráttar við útreikning á framfærslu þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Fram hefur komið að ungt fólk hafi ekki skráð sig í sveitirnar af þessum ástæðum.

Þá hefur umsóknarfrestur um námslán á haustönn 2020 verið framlengdur til 1. desember næstkomandi.

Með bakvarðarsveit er bæði átt við vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar og bakvarðarsveit lögreglunnar vegna fjölgunar verkefna sökum kórónuveirufaraldursins.

Námsmenn geta einnig óskað þess að útgreiddur séreignasparnaður þeirra á árinu 2020 verði undanþeginn við útreikningi námslána skólaárið 2020-2021.

Þá hefur frítekjumark námsmanna sem sækja um námslán eftir námshlé eða hafa ekki verið á námslánum á síðasta skólaári verið hækkað úr þreföldu í fimmfalt. Með því sé komið til móts við námsmenn sem koma af vinnumarkaði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×