Innlent

Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson var á ráðherrafundinum og segir einhug ríkja um aðgerðirnar.
Bjarni Benediktsson var á ráðherrafundinum og segir einhug ríkja um aðgerðirnar. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu á Vísi fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu.

Fundurinn hófst klukkan níu og stóð næstum því í fjórar klukkstundir. Bjarni sagði að margt hefði verið að ræða á fundinum en ríkisstjórnin væri einhuga að baki ráðherra um veiruaðgerðir.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra sagði það hrikaleg vonbrigði að þurfa að grípa til hertra aðgerða. Vonandi dugi að vera með hertar aðgerðir í styttri tíma enda sé ekki gott að búa við harðar aðgerðir til lengri tíma.

Blaðamannafundur ráðherra í Hörpu hefst klukkan 13 og verður í beinni útsendingu á Vísi í fréttinni hér að neðan. Þá verður textalýsing fyrir þá sem eiga þess ekki kost að hlusta eða horfa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×