Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri

Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Twitter greinir Pfizer-stöðuna: Víði út og Björg­ólf Thor inn

Margir biðu með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu úr samningaviðræðum Íslendinga við lyfjaframleiðandann Pfizer sem hafa verið á vörum landsmanna frá því fyrir áramót. Bundu sumir vonir við að farsæl niðurstaða myndi hjálpa Íslandi að stökkva fram fyrir aðrar þjóðir í bóluefnaröðinni og tryggja að hægt yrði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 á allra næstu mánuðum.

Lífið
Fréttamynd

„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“

„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Erum „fórnarlömb eigin árangurs“

Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni.

Innlent
Fréttamynd

Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið.

Innlent
Fréttamynd

Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram

Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni.

Innlent
Fréttamynd

Fundað með Pfizer síðdegis

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Virknin gegn suður-afríska af­brigðinu að­eins tíu prósent

Niðurstöður rannsóknar vísindamanna á virkni bóluefnis AstraZeneca gegn suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það veiti aðeins tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu. Það er mun minna en vonir stóðu til en upphaflega var vonast til að verndin yrði í það minnsta sextíu prósent.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískur þingmaður deyr eftir að hafa greinst með Covid-19

Bandaríski þingmaðurinn Ron Wright, dó í gær. Þingmaðurinn tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann hefði greinst með Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var 67 Repúblikani frá Texas og hafði glímt við aðra heilsukvilla að undanförnu og þar á meðal lungnakrabbamein.

Erlent
Fréttamynd

Er Covid-ótti aðeins fyrir útvalda?

Ekki það að ég mæli með ótta, en merkilegt nokk, þá er metist um hann og vinsældir hans vaxa hratt. „Iss piss, með ÞINN ótta; hann er bara rugl og sýnir að þér er sama um alla aðra.“ Jebb, þú ógnar fjöldanum; ef þú deilir ekki rétta ríkisóttanum. Svo þú þegir - skiljanlega. Vilt ekki að aðrir haldi að þú viljir drepa einhvern.

Skoðun
Fréttamynd

Þessar breytingar á sam­komu­banni tóku gildi á mið­nætti

Ný reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra um sam­komu­tak­markanir vegna kórónu­veirufar­aldursins tók gildi á mið­nætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmti­stöðum og spila­kassa­sölum verður heimilt að opna á ný að upp­fylltum skil­yrðum.

Innlent