Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2021 13:48 Von der Leyen ávarpaði Evrópuþingið í dag. epa/Johanna Geron Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum. Þetta viðurkenndi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á sérstökum fundi Evrópuþingsins vegna bólusetningaráætlunnar sambandsins í dag. Hún sagði ríki ESB ekki enn á þeim stað sem þau vildu vera en sagði að fyrirkomulagið um að standa saman að innkaupum á bóluefnunum hefði verið það eina rétta. Þetta er í fyrsta sinn sem von der Leyen tjáir sig opinberlega um þá gagnrýni sem framkvæmdastjórnin hefur sætt vegna seinagangs í bólusetningum innan sambandsins en í síðustu viku sagði hún við þýska miðilinn Süddeutsche Zeitung að „eitt ríki gæti keyrt eins og hraðbátur en Evrópusambandið væri meira í ætt við tankskip.“ Þeir stóru fengið allt en aðrir ekkert „Við vorum sein að gefa út leyfi. Við vorum of bjartsýn hvað varðar fjöldaframleiðsluna,“ sagði forsetinn þegar hún ávarpaði Evrópuþingið. „Og kannski of örugg um að það sem við pöntuðum yrði afhent á réttum tíma,“ bætti hún við. Hún sagði að þeirri spurningu væri enn ósvarað hvað hefði farið úrskeðis hjá lyfjafyrirtækjunum. Von der Leyen sagði það hins vegar hafa verið rétta ákvörðun að Evrópuríkin sameinuðu krafta sína. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stór lönd hefðu hlaupið á lagið og aðrir staðið eftir tómhentir.“ Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði ekki verið skynsamlegt efnahagslega og þá hefði það mögulega orðið banabein Evrópusamfélagsins. Löng yfirlega „nauðsynleg fjárfesting“ Þrátt fyrir að gangast við því að Lyfjastofnun Evrópu hefði tekið sinn tíma áður en hún samþykkti bóluefnin varði von der Leyen einnig ferlið og sagði umþóttunartímann „nauðsynlega fjárfestingu til að tryggja traust og öryggi“. Pfizer og AstraZeneca eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa frestað afhendingu lyfja til Evrópusambandsins vegna vandkvæða við framleiðslu og mikillar eftirspurnar. Á Evrópuþinginu skiptust menn í fylkingar þegar kom að viðbrögðum við ræðu forsetans. Einn sagði ESB „troða marvaða“ á meðan ríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Ísrael hefðu tekið stór skref í átt að bólusetningu íbúa. Annar sagði ýmislegt hafa misfarist en að lykilákvarðanir sambandsins hefðu verið réttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Lyf Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Þetta viðurkenndi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á sérstökum fundi Evrópuþingsins vegna bólusetningaráætlunnar sambandsins í dag. Hún sagði ríki ESB ekki enn á þeim stað sem þau vildu vera en sagði að fyrirkomulagið um að standa saman að innkaupum á bóluefnunum hefði verið það eina rétta. Þetta er í fyrsta sinn sem von der Leyen tjáir sig opinberlega um þá gagnrýni sem framkvæmdastjórnin hefur sætt vegna seinagangs í bólusetningum innan sambandsins en í síðustu viku sagði hún við þýska miðilinn Süddeutsche Zeitung að „eitt ríki gæti keyrt eins og hraðbátur en Evrópusambandið væri meira í ætt við tankskip.“ Þeir stóru fengið allt en aðrir ekkert „Við vorum sein að gefa út leyfi. Við vorum of bjartsýn hvað varðar fjöldaframleiðsluna,“ sagði forsetinn þegar hún ávarpaði Evrópuþingið. „Og kannski of örugg um að það sem við pöntuðum yrði afhent á réttum tíma,“ bætti hún við. Hún sagði að þeirri spurningu væri enn ósvarað hvað hefði farið úrskeðis hjá lyfjafyrirtækjunum. Von der Leyen sagði það hins vegar hafa verið rétta ákvörðun að Evrópuríkin sameinuðu krafta sína. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stór lönd hefðu hlaupið á lagið og aðrir staðið eftir tómhentir.“ Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði ekki verið skynsamlegt efnahagslega og þá hefði það mögulega orðið banabein Evrópusamfélagsins. Löng yfirlega „nauðsynleg fjárfesting“ Þrátt fyrir að gangast við því að Lyfjastofnun Evrópu hefði tekið sinn tíma áður en hún samþykkti bóluefnin varði von der Leyen einnig ferlið og sagði umþóttunartímann „nauðsynlega fjárfestingu til að tryggja traust og öryggi“. Pfizer og AstraZeneca eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa frestað afhendingu lyfja til Evrópusambandsins vegna vandkvæða við framleiðslu og mikillar eftirspurnar. Á Evrópuþinginu skiptust menn í fylkingar þegar kom að viðbrögðum við ræðu forsetans. Einn sagði ESB „troða marvaða“ á meðan ríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Ísrael hefðu tekið stór skref í átt að bólusetningu íbúa. Annar sagði ýmislegt hafa misfarist en að lykilákvarðanir sambandsins hefðu verið réttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Lyf Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira