Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 11:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. Enginn greindist með kórónuveiruna í gær, hvorki innanlands né á landamærum, og síðastliðna viku hafa aðeins þrír greinst innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Þá hafa sautján greinst með jákvæð sýni á landamærunum, þar af voru sex virk smit. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag gilda til 1. mars. Spurður út í hvort hann væri að velta fyrir sér skoða afléttingar fyrir þann tíma í ljósi fárra smita, bæði innanlands og á landamærunum sagði Þórólfur: „Já, já það er alveg til skoðunar og ég held að það geti alveg verið tilefni til þess. Bara nákvæmlega eins og við gerðum núna, ég kom með tillögur fyrr en áætlað var og ég held að það verði þannig ef þetta gengur svona vel áfram. En við erum sérstaklega að skoða landamærin í ljósi þess ef við ætlum að aflétta meira þá verðum við að vera eins trygg og mögulegt er að það leki ekki í gegnum landamærin.“ Tillögur varðandi landamærin væntanlegar Þá var hann einnig spurður út í hvaða hugmyndir væru uppi varðandi það hvernig tryggja mætti betur að smit komist ekki inn í landi en hann mun senda frá sér tillögur varðandi landamærin á næstu dögum Sagði Þórólfur ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær, hvorki innanlands né á landamærum, og síðastliðna viku hafa aðeins þrír greinst innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Þá hafa sautján greinst með jákvæð sýni á landamærunum, þar af voru sex virk smit. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag gilda til 1. mars. Spurður út í hvort hann væri að velta fyrir sér skoða afléttingar fyrir þann tíma í ljósi fárra smita, bæði innanlands og á landamærunum sagði Þórólfur: „Já, já það er alveg til skoðunar og ég held að það geti alveg verið tilefni til þess. Bara nákvæmlega eins og við gerðum núna, ég kom með tillögur fyrr en áætlað var og ég held að það verði þannig ef þetta gengur svona vel áfram. En við erum sérstaklega að skoða landamærin í ljósi þess ef við ætlum að aflétta meira þá verðum við að vera eins trygg og mögulegt er að það leki ekki í gegnum landamærin.“ Tillögur varðandi landamærin væntanlegar Þá var hann einnig spurður út í hvaða hugmyndir væru uppi varðandi það hvernig tryggja mætti betur að smit komist ekki inn í landi en hann mun senda frá sér tillögur varðandi landamærin á næstu dögum Sagði Þórólfur ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira