Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. Innlent 20.4.2021 20:13 Nemendurnir tveir reyndust ekki smitaðir Tveir nemendur í 2. og 4. bekk í Vallaskóla á Selfossi, sem grunur lék á að væru smitaðir af kórónuveirunni, reyndust ekki smitaðir. Úrvinnslusóttkví í árgöngunum tveimur hefur því verið aflétt og skólahald hefst með eðlilegum hætti á morgun. Innlent 20.4.2021 20:06 Telur verulega vankanta á boðuðum reglum eftir „ruglingslega“ kynningu Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir á Landspítala telur ýmsa vankanta á boðuðum landamæraaðgerðum stjórnvalda, sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag. Nýju reglurnar hafi verið afar óskýrar, auk þess sem hann setur spurningamerki við hina háu nýgengistölu sem miðað er við til að skylda ferðamenn á sóttkvíarhótel. Innlent 20.4.2021 19:39 „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Innlent 20.4.2021 19:24 Fyrir hvern var þessi leiksýning? Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Skoðun 20.4.2021 18:39 Sóttkvíarhótel aðeins skylda fyrir farþega frá örfáum löndum þegar ný lög taka gildi Íslendingar klóra sér margir í kollinum eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar reglur á landamærunum voru boðaðar. Eins og staðan er núna, má segja að breytingin sé aðallega sú að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Innlent 20.4.2021 18:14 Taka upp eigið áhættumat og leggja til að ráðherra geti hert reglur Íslensk yfirvöld ætla að taka upp eigið mat á áhættu við ferðalög vegna kórónveirufaraldursins frá og með 7. maí. Heilbrigðis- og dómsmálaráðherra gætu fengið heimild til að herða aðgerðir gagnvart ákveðnum ríkjum á grundvelli áhættumatsins. Innlent 20.4.2021 16:25 Smituð í FÁ og grunur um smit á Selfossi Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. Innlent 20.4.2021 15:46 Svona var blaðamannafundurinn um breytingar á landamærum Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan 16. Fundurinn var í Hörpuhorni, framan við Eldborg á 2. hæð, og var 20 manna hámark í salnum. Innlent 20.4.2021 15:34 Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Það er óhætt að segja að Covid-19 hafi skapað nýjan raunveruleika fyrir okkur öll. Þjóðríki standa frammi fyrir erfiðum úrlausnarefnum. Hvernig á að haga málum þannig hægt sé að viðhalda þeirri samfélagsmynd sem mótast hefur í hverju landi? Skoðun 20.4.2021 15:31 „Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að koma til móts við landsmenn sem þjást vegna COVID-19, hvort sem það sé heilsufarslega, félagslega eða vegna atvinnumissis. Innlent 20.4.2021 14:48 Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. Innlent 20.4.2021 14:45 Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. Erlent 20.4.2021 14:39 Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. Erlent 20.4.2021 14:05 Bólusetja í stórum stíl undir sinfóníutónum Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. Innlent 20.4.2021 12:43 Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. Innlent 20.4.2021 12:29 Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Innlent 20.4.2021 11:40 Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. Innlent 20.4.2021 11:33 „Lokum allt þetta hyski inni“ Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur með meiru, geldur varhug við frumvarpi Samfylkingarinnar um sóttvarnarhótel og segir það ekki aðeins afturhvarf til fortíðar heldur popúlískt að upplagi. Innlent 20.4.2021 11:11 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. Innlent 20.4.2021 10:56 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Innlent 20.4.2021 10:07 Lokum þau inni - bara svona til vonar og vara Fyrir margt löngu beið fíkniefnalögreglan mín á Keflavíkurflugvelli. Ég var tekin afsíðis í klefa, á mér leitað hátt og lágt, allt í töskunni tekið í sundur og skoðað gaumgæfilega. Skoðun 20.4.2021 09:37 Grænlendingar afnema fjöldatakmarkanir Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á Grænlandi í gær þar sem gripið er til töluverðra afléttinga. Erlent 20.4.2021 08:01 Smit á Nýja-Sjálandi en áfram opið fyrir ferðalög til Ástralíu Starfsmaður á flugvellinum í Auckland á Nýja Sjálandi hefur verið greindur með kórónuveiruna, aðeins einum sólahring eftir að opnað var fyrir ferðalög á milli Nýja Sjálands og Ástralíu. Erlent 20.4.2021 08:00 Heimsfaraldurinn hefur valdið mikilli aukningu í útblæstri Ein af afleiðingum alheimsfaraldurs kórónuveirunnar er mikil aukning í útblæstri koltvísýrings. Þetta segir talsmaður Alþjóða orkumálastofnunarinnar í samtali við breska blaðið The Guardian. Erlent 20.4.2021 07:04 Allir starfsmenn leikskóla á Selfossi í sóttkví og skólinn lokaður á morgun Allir starfsmenn leikskólans Álfheima á Selfossi hafa verið sendir í sóttkví og verður leikskólinn lokaður að minnsta kosti út morgundaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður. Þetta staðfestir Jóhanna Þórhallsdóttir, leikskólastjóri Álfheima, í samtali við Vísi. Innlent 19.4.2021 21:59 Óbólusett í áhættuhóp en neyðist til að mæta í próf: „Eins og maður sé einn í liði á móti heiminum“ Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands, segir mikið stress og óánægju ríkja meðal laganema vegna komandi lokaprófa sem að óbreyttu stendur til að fari fram í háskólanum. Sjálf er Helga Margrét í áhættuhópi og hefur síðastliðið ár ekki hitt marga úr fjölskyldu sinni og nánustu vini. Hún kvíðir því að þurfa að mæta í skólann til að taka próf og kallar eftir því að deildin taki ákvörðun um að bjóða upp á heimapróf í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu sökum kórónuveirufaraldursins. Innlent 19.4.2021 21:01 Alls smituðust um 2700 af franska afbrigðinu sem rakið er til ferðamanns Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa rakið upphaf þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins til erlends ferðamanns sem kom til landsins í ágúst og virti ekki sóttkví. 2700 smit eru rakin til ferðamannsins. Innlent 19.4.2021 19:28 Sjö brot gegn sóttkví og einangrun: Grunur um að sá sem kom af stað hópsmiti hafi virt einangrun að vettugi Grunur leikur á að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafi bæði brotið gegn skyldu um sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Innlent 19.4.2021 18:28 Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. Innlent 19.4.2021 17:45 « ‹ 133 134 135 136 137 138 139 140 141 … 334 ›
Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. Innlent 20.4.2021 20:13
Nemendurnir tveir reyndust ekki smitaðir Tveir nemendur í 2. og 4. bekk í Vallaskóla á Selfossi, sem grunur lék á að væru smitaðir af kórónuveirunni, reyndust ekki smitaðir. Úrvinnslusóttkví í árgöngunum tveimur hefur því verið aflétt og skólahald hefst með eðlilegum hætti á morgun. Innlent 20.4.2021 20:06
Telur verulega vankanta á boðuðum reglum eftir „ruglingslega“ kynningu Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir á Landspítala telur ýmsa vankanta á boðuðum landamæraaðgerðum stjórnvalda, sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag. Nýju reglurnar hafi verið afar óskýrar, auk þess sem hann setur spurningamerki við hina háu nýgengistölu sem miðað er við til að skylda ferðamenn á sóttkvíarhótel. Innlent 20.4.2021 19:39
„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Innlent 20.4.2021 19:24
Fyrir hvern var þessi leiksýning? Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Skoðun 20.4.2021 18:39
Sóttkvíarhótel aðeins skylda fyrir farþega frá örfáum löndum þegar ný lög taka gildi Íslendingar klóra sér margir í kollinum eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar reglur á landamærunum voru boðaðar. Eins og staðan er núna, má segja að breytingin sé aðallega sú að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Innlent 20.4.2021 18:14
Taka upp eigið áhættumat og leggja til að ráðherra geti hert reglur Íslensk yfirvöld ætla að taka upp eigið mat á áhættu við ferðalög vegna kórónveirufaraldursins frá og með 7. maí. Heilbrigðis- og dómsmálaráðherra gætu fengið heimild til að herða aðgerðir gagnvart ákveðnum ríkjum á grundvelli áhættumatsins. Innlent 20.4.2021 16:25
Smituð í FÁ og grunur um smit á Selfossi Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. Innlent 20.4.2021 15:46
Svona var blaðamannafundurinn um breytingar á landamærum Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan 16. Fundurinn var í Hörpuhorni, framan við Eldborg á 2. hæð, og var 20 manna hámark í salnum. Innlent 20.4.2021 15:34
Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Það er óhætt að segja að Covid-19 hafi skapað nýjan raunveruleika fyrir okkur öll. Þjóðríki standa frammi fyrir erfiðum úrlausnarefnum. Hvernig á að haga málum þannig hægt sé að viðhalda þeirri samfélagsmynd sem mótast hefur í hverju landi? Skoðun 20.4.2021 15:31
„Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að koma til móts við landsmenn sem þjást vegna COVID-19, hvort sem það sé heilsufarslega, félagslega eða vegna atvinnumissis. Innlent 20.4.2021 14:48
Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. Innlent 20.4.2021 14:45
Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. Erlent 20.4.2021 14:39
Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. Erlent 20.4.2021 14:05
Bólusetja í stórum stíl undir sinfóníutónum Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. Innlent 20.4.2021 12:43
Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. Innlent 20.4.2021 12:29
Svandís boðar blaðamannafund Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Innlent 20.4.2021 11:40
Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. Innlent 20.4.2021 11:33
„Lokum allt þetta hyski inni“ Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur með meiru, geldur varhug við frumvarpi Samfylkingarinnar um sóttvarnarhótel og segir það ekki aðeins afturhvarf til fortíðar heldur popúlískt að upplagi. Innlent 20.4.2021 11:11
21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. Innlent 20.4.2021 10:56
62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Innlent 20.4.2021 10:07
Lokum þau inni - bara svona til vonar og vara Fyrir margt löngu beið fíkniefnalögreglan mín á Keflavíkurflugvelli. Ég var tekin afsíðis í klefa, á mér leitað hátt og lágt, allt í töskunni tekið í sundur og skoðað gaumgæfilega. Skoðun 20.4.2021 09:37
Grænlendingar afnema fjöldatakmarkanir Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á Grænlandi í gær þar sem gripið er til töluverðra afléttinga. Erlent 20.4.2021 08:01
Smit á Nýja-Sjálandi en áfram opið fyrir ferðalög til Ástralíu Starfsmaður á flugvellinum í Auckland á Nýja Sjálandi hefur verið greindur með kórónuveiruna, aðeins einum sólahring eftir að opnað var fyrir ferðalög á milli Nýja Sjálands og Ástralíu. Erlent 20.4.2021 08:00
Heimsfaraldurinn hefur valdið mikilli aukningu í útblæstri Ein af afleiðingum alheimsfaraldurs kórónuveirunnar er mikil aukning í útblæstri koltvísýrings. Þetta segir talsmaður Alþjóða orkumálastofnunarinnar í samtali við breska blaðið The Guardian. Erlent 20.4.2021 07:04
Allir starfsmenn leikskóla á Selfossi í sóttkví og skólinn lokaður á morgun Allir starfsmenn leikskólans Álfheima á Selfossi hafa verið sendir í sóttkví og verður leikskólinn lokaður að minnsta kosti út morgundaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður. Þetta staðfestir Jóhanna Þórhallsdóttir, leikskólastjóri Álfheima, í samtali við Vísi. Innlent 19.4.2021 21:59
Óbólusett í áhættuhóp en neyðist til að mæta í próf: „Eins og maður sé einn í liði á móti heiminum“ Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands, segir mikið stress og óánægju ríkja meðal laganema vegna komandi lokaprófa sem að óbreyttu stendur til að fari fram í háskólanum. Sjálf er Helga Margrét í áhættuhópi og hefur síðastliðið ár ekki hitt marga úr fjölskyldu sinni og nánustu vini. Hún kvíðir því að þurfa að mæta í skólann til að taka próf og kallar eftir því að deildin taki ákvörðun um að bjóða upp á heimapróf í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu sökum kórónuveirufaraldursins. Innlent 19.4.2021 21:01
Alls smituðust um 2700 af franska afbrigðinu sem rakið er til ferðamanns Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa rakið upphaf þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins til erlends ferðamanns sem kom til landsins í ágúst og virti ekki sóttkví. 2700 smit eru rakin til ferðamannsins. Innlent 19.4.2021 19:28
Sjö brot gegn sóttkví og einangrun: Grunur um að sá sem kom af stað hópsmiti hafi virt einangrun að vettugi Grunur leikur á að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafi bæði brotið gegn skyldu um sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Innlent 19.4.2021 18:28
Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. Innlent 19.4.2021 17:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent