Taka upp eigið áhættumat og leggja til að ráðherra geti hert reglur Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2021 16:25 Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Íslensk yfirvöld ætla að taka upp eigið mat á áhættu við ferðalög vegna kórónveirufaraldursins frá og með 7. maí. Heilbrigðis- og dómsmálaráðherra gætu fengið heimild til að herða aðgerðir gagnvart ákveðnum ríkjum á grundvelli áhættumatsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu nú fyrir stundu. Tilefni fundarins var fjölgun smitaðra undanfarna daga en mörg þeirra hafa verið rakin til smita sem bárust til landsins með fólki sem kom frá útlöndum. Óbreyttar eða strangari reglur munu því gilda um ferðir yfir landamæri Íslands frá öllum löndum til 1. júní, að því er kom fram á glæru í kynningu forsætisráðherra. Klippa: Blaðamannafundur um breytingar á landamærum Katrín sagði að íslensk yfirvöld ætli sér að byggja á svonefndu litakóðunarkerfi frá Evrópu um áhættusvæði vegna faraldursins en gefa jafnframt út sitt eigið svæðisbundna áhættumat frá 7. maí. Vikulega verður gefið út svæðisbundið áhættumat. Þá sagði Katrín að frumvarp yrði lagt fram í kvöld eða á morgun um að heilbrigðisráðherra geti fengið tímabundna heimild til að skylda alla þá sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er 1.000 á hverja hundrað þúsund íbúa til dvalar í sóttvarnahúsi og að engar undanþágur verði veittar. Þar sem nýgengið er yfir 750 á hverja hundrað þúsund íbúa verði dvöl í sóttvarnahúsi meginreglan en fólk geti sótt um undanþágu ef það geti sýnt fram á að það hafi viðunandi aðstæður til sóttkvíar. Sóttvarnalæknir þarf að gera tillögu um slíkt áður. Ennfremur geti dómsmálaráðherra fengið heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum. Reglurnar gilda ekki um ferðalög fólks héðan til þeirra landa. Tugir manna hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni undanfarna daga og hundruð hafa þurft að fara í sóttkví vegna tveggja stórra hópsmita. Annað þeirra tengist skólum en hitt matvælafyrirtæki. Hluti smitanna hefur verið rakinn til einstaklings sem grunur leikur á að hafi hvorki virt sóttkví né einangrun eftir komu til landsins. Tilkynning stjórnvalda eftir fundinn Stjórnvöld kynna í dag tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum til að sporna við útbreiðslu COVID-19 innanlands. Markmiðið er að skapa aðstæður sem gera kleift að aflétta sem mest takmörkunum innanlands þrátt fyrir mikla útbreiðslu faraldursins erlendis. Bólusetningu hér á landi miðar vel og eftir því sem hlutfall bólusettra hækkar skapast forsendur til að slaka á takmörkunum, jafnt innanlands og á landamærunum. Heilbrigðisráðherra mun leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á gildandi sóttvarnalögum sem felur í sér forsendur fyrir þeim aðgerðum sem boðaðar eru. Meginefni þeirra eru: Dvöl í sóttkvíarhúsi: Heimilt verður á tímabilinu 22. apríl til 30. júní, að skylda farþega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum mörkum, þ.e. 1000 nýsmit/100.000 íbúa, til að dveljast í sóttkvíarhúsi. Ef nýsmit eru á bilinu 750-1000 þá verði sóttkvíarhús meginreglan en þó verði heimilt að veita undanþágu, t.d. ef fyrir liggja trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Kveðið verður á um forsendur fyrir dvöl í sóttvarnahúsi í reglugerð heilbrigðisráðherra. Auknar ferðatakmarkanir: Dómsmálaráðherra fái að auki heimild til þess að leggja bann við ónauðsynlegum ferðum til og frá hááhættusvæðum (nýgengi yfir 1000/100.000) samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis. Óbreyttar reglur um vottorð og sýnatöku á landamærum til 1. júní Reglur um framvísun vottorða og um sýnatökur á landamærum verða óbreyttar a.mk. til 1. júní. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu skulu sæta einni sýnatöku á landamærunum og sæta reglum um sóttkví meðan beðið er niðurstöðu. Aðrir fara í tvöfalda sýnatöku og fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði. Svæðisbundið áhættumat gefið út reglulega: Frá 7. maí verður gefið út hálfsmánaðarlega svæðisbundið áhættumat um stöðu og þróun faraldursins til að byggja á ákvarðanir um landamæraaðgerðir. Við áhættumatið veður m.a. stuðst við litakóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjátíu nemendur í FÁ komnir í sóttkví Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. 20. apríl 2021 15:46 Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. 20. apríl 2021 14:45 Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. 20. apríl 2021 12:29 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu nú fyrir stundu. Tilefni fundarins var fjölgun smitaðra undanfarna daga en mörg þeirra hafa verið rakin til smita sem bárust til landsins með fólki sem kom frá útlöndum. Óbreyttar eða strangari reglur munu því gilda um ferðir yfir landamæri Íslands frá öllum löndum til 1. júní, að því er kom fram á glæru í kynningu forsætisráðherra. Klippa: Blaðamannafundur um breytingar á landamærum Katrín sagði að íslensk yfirvöld ætli sér að byggja á svonefndu litakóðunarkerfi frá Evrópu um áhættusvæði vegna faraldursins en gefa jafnframt út sitt eigið svæðisbundna áhættumat frá 7. maí. Vikulega verður gefið út svæðisbundið áhættumat. Þá sagði Katrín að frumvarp yrði lagt fram í kvöld eða á morgun um að heilbrigðisráðherra geti fengið tímabundna heimild til að skylda alla þá sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er 1.000 á hverja hundrað þúsund íbúa til dvalar í sóttvarnahúsi og að engar undanþágur verði veittar. Þar sem nýgengið er yfir 750 á hverja hundrað þúsund íbúa verði dvöl í sóttvarnahúsi meginreglan en fólk geti sótt um undanþágu ef það geti sýnt fram á að það hafi viðunandi aðstæður til sóttkvíar. Sóttvarnalæknir þarf að gera tillögu um slíkt áður. Ennfremur geti dómsmálaráðherra fengið heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum. Reglurnar gilda ekki um ferðalög fólks héðan til þeirra landa. Tugir manna hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni undanfarna daga og hundruð hafa þurft að fara í sóttkví vegna tveggja stórra hópsmita. Annað þeirra tengist skólum en hitt matvælafyrirtæki. Hluti smitanna hefur verið rakinn til einstaklings sem grunur leikur á að hafi hvorki virt sóttkví né einangrun eftir komu til landsins. Tilkynning stjórnvalda eftir fundinn Stjórnvöld kynna í dag tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum til að sporna við útbreiðslu COVID-19 innanlands. Markmiðið er að skapa aðstæður sem gera kleift að aflétta sem mest takmörkunum innanlands þrátt fyrir mikla útbreiðslu faraldursins erlendis. Bólusetningu hér á landi miðar vel og eftir því sem hlutfall bólusettra hækkar skapast forsendur til að slaka á takmörkunum, jafnt innanlands og á landamærunum. Heilbrigðisráðherra mun leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á gildandi sóttvarnalögum sem felur í sér forsendur fyrir þeim aðgerðum sem boðaðar eru. Meginefni þeirra eru: Dvöl í sóttkvíarhúsi: Heimilt verður á tímabilinu 22. apríl til 30. júní, að skylda farþega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum mörkum, þ.e. 1000 nýsmit/100.000 íbúa, til að dveljast í sóttkvíarhúsi. Ef nýsmit eru á bilinu 750-1000 þá verði sóttkvíarhús meginreglan en þó verði heimilt að veita undanþágu, t.d. ef fyrir liggja trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Kveðið verður á um forsendur fyrir dvöl í sóttvarnahúsi í reglugerð heilbrigðisráðherra. Auknar ferðatakmarkanir: Dómsmálaráðherra fái að auki heimild til þess að leggja bann við ónauðsynlegum ferðum til og frá hááhættusvæðum (nýgengi yfir 1000/100.000) samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis. Óbreyttar reglur um vottorð og sýnatöku á landamærum til 1. júní Reglur um framvísun vottorða og um sýnatökur á landamærum verða óbreyttar a.mk. til 1. júní. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu skulu sæta einni sýnatöku á landamærunum og sæta reglum um sóttkví meðan beðið er niðurstöðu. Aðrir fara í tvöfalda sýnatöku og fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði. Svæðisbundið áhættumat gefið út reglulega: Frá 7. maí verður gefið út hálfsmánaðarlega svæðisbundið áhættumat um stöðu og þróun faraldursins til að byggja á ákvarðanir um landamæraaðgerðir. Við áhættumatið veður m.a. stuðst við litakóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynning stjórnvalda eftir fundinn Stjórnvöld kynna í dag tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum til að sporna við útbreiðslu COVID-19 innanlands. Markmiðið er að skapa aðstæður sem gera kleift að aflétta sem mest takmörkunum innanlands þrátt fyrir mikla útbreiðslu faraldursins erlendis. Bólusetningu hér á landi miðar vel og eftir því sem hlutfall bólusettra hækkar skapast forsendur til að slaka á takmörkunum, jafnt innanlands og á landamærunum. Heilbrigðisráðherra mun leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á gildandi sóttvarnalögum sem felur í sér forsendur fyrir þeim aðgerðum sem boðaðar eru. Meginefni þeirra eru: Dvöl í sóttkvíarhúsi: Heimilt verður á tímabilinu 22. apríl til 30. júní, að skylda farþega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum mörkum, þ.e. 1000 nýsmit/100.000 íbúa, til að dveljast í sóttkvíarhúsi. Ef nýsmit eru á bilinu 750-1000 þá verði sóttkvíarhús meginreglan en þó verði heimilt að veita undanþágu, t.d. ef fyrir liggja trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Kveðið verður á um forsendur fyrir dvöl í sóttvarnahúsi í reglugerð heilbrigðisráðherra. Auknar ferðatakmarkanir: Dómsmálaráðherra fái að auki heimild til þess að leggja bann við ónauðsynlegum ferðum til og frá hááhættusvæðum (nýgengi yfir 1000/100.000) samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis. Óbreyttar reglur um vottorð og sýnatöku á landamærum til 1. júní Reglur um framvísun vottorða og um sýnatökur á landamærum verða óbreyttar a.mk. til 1. júní. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu skulu sæta einni sýnatöku á landamærunum og sæta reglum um sóttkví meðan beðið er niðurstöðu. Aðrir fara í tvöfalda sýnatöku og fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði. Svæðisbundið áhættumat gefið út reglulega: Frá 7. maí verður gefið út hálfsmánaðarlega svæðisbundið áhættumat um stöðu og þróun faraldursins til að byggja á ákvarðanir um landamæraaðgerðir. Við áhættumatið veður m.a. stuðst við litakóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjátíu nemendur í FÁ komnir í sóttkví Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. 20. apríl 2021 15:46 Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. 20. apríl 2021 14:45 Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. 20. apríl 2021 12:29 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Þrjátíu nemendur í FÁ komnir í sóttkví Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. 20. apríl 2021 15:46
Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. 20. apríl 2021 14:45
Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. 20. apríl 2021 12:29