Taka upp eigið áhættumat og leggja til að ráðherra geti hert reglur Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2021 16:25 Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Íslensk yfirvöld ætla að taka upp eigið mat á áhættu við ferðalög vegna kórónveirufaraldursins frá og með 7. maí. Heilbrigðis- og dómsmálaráðherra gætu fengið heimild til að herða aðgerðir gagnvart ákveðnum ríkjum á grundvelli áhættumatsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu nú fyrir stundu. Tilefni fundarins var fjölgun smitaðra undanfarna daga en mörg þeirra hafa verið rakin til smita sem bárust til landsins með fólki sem kom frá útlöndum. Óbreyttar eða strangari reglur munu því gilda um ferðir yfir landamæri Íslands frá öllum löndum til 1. júní, að því er kom fram á glæru í kynningu forsætisráðherra. Klippa: Blaðamannafundur um breytingar á landamærum Katrín sagði að íslensk yfirvöld ætli sér að byggja á svonefndu litakóðunarkerfi frá Evrópu um áhættusvæði vegna faraldursins en gefa jafnframt út sitt eigið svæðisbundna áhættumat frá 7. maí. Vikulega verður gefið út svæðisbundið áhættumat. Þá sagði Katrín að frumvarp yrði lagt fram í kvöld eða á morgun um að heilbrigðisráðherra geti fengið tímabundna heimild til að skylda alla þá sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er 1.000 á hverja hundrað þúsund íbúa til dvalar í sóttvarnahúsi og að engar undanþágur verði veittar. Þar sem nýgengið er yfir 750 á hverja hundrað þúsund íbúa verði dvöl í sóttvarnahúsi meginreglan en fólk geti sótt um undanþágu ef það geti sýnt fram á að það hafi viðunandi aðstæður til sóttkvíar. Sóttvarnalæknir þarf að gera tillögu um slíkt áður. Ennfremur geti dómsmálaráðherra fengið heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum. Reglurnar gilda ekki um ferðalög fólks héðan til þeirra landa. Tugir manna hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni undanfarna daga og hundruð hafa þurft að fara í sóttkví vegna tveggja stórra hópsmita. Annað þeirra tengist skólum en hitt matvælafyrirtæki. Hluti smitanna hefur verið rakinn til einstaklings sem grunur leikur á að hafi hvorki virt sóttkví né einangrun eftir komu til landsins. Tilkynning stjórnvalda eftir fundinn Stjórnvöld kynna í dag tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum til að sporna við útbreiðslu COVID-19 innanlands. Markmiðið er að skapa aðstæður sem gera kleift að aflétta sem mest takmörkunum innanlands þrátt fyrir mikla útbreiðslu faraldursins erlendis. Bólusetningu hér á landi miðar vel og eftir því sem hlutfall bólusettra hækkar skapast forsendur til að slaka á takmörkunum, jafnt innanlands og á landamærunum. Heilbrigðisráðherra mun leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á gildandi sóttvarnalögum sem felur í sér forsendur fyrir þeim aðgerðum sem boðaðar eru. Meginefni þeirra eru: Dvöl í sóttkvíarhúsi: Heimilt verður á tímabilinu 22. apríl til 30. júní, að skylda farþega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum mörkum, þ.e. 1000 nýsmit/100.000 íbúa, til að dveljast í sóttkvíarhúsi. Ef nýsmit eru á bilinu 750-1000 þá verði sóttkvíarhús meginreglan en þó verði heimilt að veita undanþágu, t.d. ef fyrir liggja trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Kveðið verður á um forsendur fyrir dvöl í sóttvarnahúsi í reglugerð heilbrigðisráðherra. Auknar ferðatakmarkanir: Dómsmálaráðherra fái að auki heimild til þess að leggja bann við ónauðsynlegum ferðum til og frá hááhættusvæðum (nýgengi yfir 1000/100.000) samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis. Óbreyttar reglur um vottorð og sýnatöku á landamærum til 1. júní Reglur um framvísun vottorða og um sýnatökur á landamærum verða óbreyttar a.mk. til 1. júní. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu skulu sæta einni sýnatöku á landamærunum og sæta reglum um sóttkví meðan beðið er niðurstöðu. Aðrir fara í tvöfalda sýnatöku og fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði. Svæðisbundið áhættumat gefið út reglulega: Frá 7. maí verður gefið út hálfsmánaðarlega svæðisbundið áhættumat um stöðu og þróun faraldursins til að byggja á ákvarðanir um landamæraaðgerðir. Við áhættumatið veður m.a. stuðst við litakóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjátíu nemendur í FÁ komnir í sóttkví Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. 20. apríl 2021 15:46 Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. 20. apríl 2021 14:45 Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. 20. apríl 2021 12:29 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu nú fyrir stundu. Tilefni fundarins var fjölgun smitaðra undanfarna daga en mörg þeirra hafa verið rakin til smita sem bárust til landsins með fólki sem kom frá útlöndum. Óbreyttar eða strangari reglur munu því gilda um ferðir yfir landamæri Íslands frá öllum löndum til 1. júní, að því er kom fram á glæru í kynningu forsætisráðherra. Klippa: Blaðamannafundur um breytingar á landamærum Katrín sagði að íslensk yfirvöld ætli sér að byggja á svonefndu litakóðunarkerfi frá Evrópu um áhættusvæði vegna faraldursins en gefa jafnframt út sitt eigið svæðisbundna áhættumat frá 7. maí. Vikulega verður gefið út svæðisbundið áhættumat. Þá sagði Katrín að frumvarp yrði lagt fram í kvöld eða á morgun um að heilbrigðisráðherra geti fengið tímabundna heimild til að skylda alla þá sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er 1.000 á hverja hundrað þúsund íbúa til dvalar í sóttvarnahúsi og að engar undanþágur verði veittar. Þar sem nýgengið er yfir 750 á hverja hundrað þúsund íbúa verði dvöl í sóttvarnahúsi meginreglan en fólk geti sótt um undanþágu ef það geti sýnt fram á að það hafi viðunandi aðstæður til sóttkvíar. Sóttvarnalæknir þarf að gera tillögu um slíkt áður. Ennfremur geti dómsmálaráðherra fengið heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum. Reglurnar gilda ekki um ferðalög fólks héðan til þeirra landa. Tugir manna hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni undanfarna daga og hundruð hafa þurft að fara í sóttkví vegna tveggja stórra hópsmita. Annað þeirra tengist skólum en hitt matvælafyrirtæki. Hluti smitanna hefur verið rakinn til einstaklings sem grunur leikur á að hafi hvorki virt sóttkví né einangrun eftir komu til landsins. Tilkynning stjórnvalda eftir fundinn Stjórnvöld kynna í dag tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum til að sporna við útbreiðslu COVID-19 innanlands. Markmiðið er að skapa aðstæður sem gera kleift að aflétta sem mest takmörkunum innanlands þrátt fyrir mikla útbreiðslu faraldursins erlendis. Bólusetningu hér á landi miðar vel og eftir því sem hlutfall bólusettra hækkar skapast forsendur til að slaka á takmörkunum, jafnt innanlands og á landamærunum. Heilbrigðisráðherra mun leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á gildandi sóttvarnalögum sem felur í sér forsendur fyrir þeim aðgerðum sem boðaðar eru. Meginefni þeirra eru: Dvöl í sóttkvíarhúsi: Heimilt verður á tímabilinu 22. apríl til 30. júní, að skylda farþega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum mörkum, þ.e. 1000 nýsmit/100.000 íbúa, til að dveljast í sóttkvíarhúsi. Ef nýsmit eru á bilinu 750-1000 þá verði sóttkvíarhús meginreglan en þó verði heimilt að veita undanþágu, t.d. ef fyrir liggja trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Kveðið verður á um forsendur fyrir dvöl í sóttvarnahúsi í reglugerð heilbrigðisráðherra. Auknar ferðatakmarkanir: Dómsmálaráðherra fái að auki heimild til þess að leggja bann við ónauðsynlegum ferðum til og frá hááhættusvæðum (nýgengi yfir 1000/100.000) samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis. Óbreyttar reglur um vottorð og sýnatöku á landamærum til 1. júní Reglur um framvísun vottorða og um sýnatökur á landamærum verða óbreyttar a.mk. til 1. júní. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu skulu sæta einni sýnatöku á landamærunum og sæta reglum um sóttkví meðan beðið er niðurstöðu. Aðrir fara í tvöfalda sýnatöku og fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði. Svæðisbundið áhættumat gefið út reglulega: Frá 7. maí verður gefið út hálfsmánaðarlega svæðisbundið áhættumat um stöðu og þróun faraldursins til að byggja á ákvarðanir um landamæraaðgerðir. Við áhættumatið veður m.a. stuðst við litakóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynning stjórnvalda eftir fundinn Stjórnvöld kynna í dag tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum til að sporna við útbreiðslu COVID-19 innanlands. Markmiðið er að skapa aðstæður sem gera kleift að aflétta sem mest takmörkunum innanlands þrátt fyrir mikla útbreiðslu faraldursins erlendis. Bólusetningu hér á landi miðar vel og eftir því sem hlutfall bólusettra hækkar skapast forsendur til að slaka á takmörkunum, jafnt innanlands og á landamærunum. Heilbrigðisráðherra mun leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á gildandi sóttvarnalögum sem felur í sér forsendur fyrir þeim aðgerðum sem boðaðar eru. Meginefni þeirra eru: Dvöl í sóttkvíarhúsi: Heimilt verður á tímabilinu 22. apríl til 30. júní, að skylda farþega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum mörkum, þ.e. 1000 nýsmit/100.000 íbúa, til að dveljast í sóttkvíarhúsi. Ef nýsmit eru á bilinu 750-1000 þá verði sóttkvíarhús meginreglan en þó verði heimilt að veita undanþágu, t.d. ef fyrir liggja trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Kveðið verður á um forsendur fyrir dvöl í sóttvarnahúsi í reglugerð heilbrigðisráðherra. Auknar ferðatakmarkanir: Dómsmálaráðherra fái að auki heimild til þess að leggja bann við ónauðsynlegum ferðum til og frá hááhættusvæðum (nýgengi yfir 1000/100.000) samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis. Óbreyttar reglur um vottorð og sýnatöku á landamærum til 1. júní Reglur um framvísun vottorða og um sýnatökur á landamærum verða óbreyttar a.mk. til 1. júní. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu skulu sæta einni sýnatöku á landamærunum og sæta reglum um sóttkví meðan beðið er niðurstöðu. Aðrir fara í tvöfalda sýnatöku og fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði. Svæðisbundið áhættumat gefið út reglulega: Frá 7. maí verður gefið út hálfsmánaðarlega svæðisbundið áhættumat um stöðu og þróun faraldursins til að byggja á ákvarðanir um landamæraaðgerðir. Við áhættumatið veður m.a. stuðst við litakóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjátíu nemendur í FÁ komnir í sóttkví Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. 20. apríl 2021 15:46 Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. 20. apríl 2021 14:45 Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. 20. apríl 2021 12:29 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þrjátíu nemendur í FÁ komnir í sóttkví Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. 20. apríl 2021 15:46
Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. 20. apríl 2021 14:45
Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. 20. apríl 2021 12:29
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent