Bólusetja í stórum stíl undir sinfóníutónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2021 12:43 Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði fyrir fólk í bólusetningu í Laugardalshöll í morgun. Vísir/Vilhelm Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. Ríflega fimm þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Um er að ræða fólk á öllum aldri sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Það verður bólusett með bóluefni lyfjarisans Pfizer sem gefið er í tveimur skömmtum. „Það er byrjað á þeim listum sem eru með alvarlegustu sjúkdómana en í heildina er þetta mjög stór hópur, þetta er um 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það mun taka okkur nokkrar vikur eða næstu vikur að vinna þennan hóp niður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að vikan verði annasöm í bólusetningum. „Við erum síðan með sama hóp á morgun og þá erum við með Moderna-efnið það er sami hópur, fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Síðan erum við í næstu viku að halda áfram með sama hóp á þriðjudag, eftir viku, með Pfizer aftur og svo er á plani að taka AstraZeneca á miðvikudag eftir viku. Þá erum við með hópinn sem er sextíu til sjötíu ára, bæði með undirliggjandi en líka almenning,“ segir Ragnheiður Ósk. Dagurinn í dag verður þó nokkuð óvenjulegur því þeir sem koma í bólusetningu fá að njóta ljúfra tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var mjög gleðilegt að Sinfóníuhljómsveitin hafði samband við okkur og spurði hvort þau gætu ekki komið og fengið að spila fyrir fólk, því allt okkar fólk þarf að bíða í fimmtán mínútur þangað til það fær að fara. Og við þáðum þetta með þökkum og þau ætla að koma í dag og halda smá tónleika fyrir okkar gesti sem eru að koma í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sinfóníuhljómsveit Íslands Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Ríflega fimm þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Um er að ræða fólk á öllum aldri sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Það verður bólusett með bóluefni lyfjarisans Pfizer sem gefið er í tveimur skömmtum. „Það er byrjað á þeim listum sem eru með alvarlegustu sjúkdómana en í heildina er þetta mjög stór hópur, þetta er um 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það mun taka okkur nokkrar vikur eða næstu vikur að vinna þennan hóp niður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að vikan verði annasöm í bólusetningum. „Við erum síðan með sama hóp á morgun og þá erum við með Moderna-efnið það er sami hópur, fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Síðan erum við í næstu viku að halda áfram með sama hóp á þriðjudag, eftir viku, með Pfizer aftur og svo er á plani að taka AstraZeneca á miðvikudag eftir viku. Þá erum við með hópinn sem er sextíu til sjötíu ára, bæði með undirliggjandi en líka almenning,“ segir Ragnheiður Ósk. Dagurinn í dag verður þó nokkuð óvenjulegur því þeir sem koma í bólusetningu fá að njóta ljúfra tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var mjög gleðilegt að Sinfóníuhljómsveitin hafði samband við okkur og spurði hvort þau gætu ekki komið og fengið að spila fyrir fólk, því allt okkar fólk þarf að bíða í fimmtán mínútur þangað til það fær að fara. Og við þáðum þetta með þökkum og þau ætla að koma í dag og halda smá tónleika fyrir okkar gesti sem eru að koma í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sinfóníuhljómsveit Íslands Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira