Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 11:23 Víðir og Þórólfur voru á sínum stað á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldurins rétt í þessu. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið yfir í tvo daga og hafa um 2.000 sýni verið tekin en enginn greinst með Covid-19. Þórólfur sagði 75 hafa greinst innanlands síðustu fjóra daga, þar af 58 í sóttkví. Um væri að ræða þrjár hópsýkingar sem komið hefðu upp á síðustu vikum en sú stærsta, sem hefur verið tengd leikskólanum Jörfa, teldi um 60 manns. Sú sýking teygði sig víða, meðal annars í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tengdist smit á Suðurlandi smit í grunnskólum fyrir nokkru, sem ekki hefði tekist að rekja til landamæranna. Þórólfur sagði mörg hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkinganna. Þá hefðu umfangsmiklar skimanir verið gerðar í kringum hópsmitin og nokkrir greinst. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri Sóttvarnalæknir sagði smitrakningu ganga vel almennt og að svo virtist sem hópsmitin væru nokkuð vel afmörkuð. Hins vegar mætti vænta þess að fleiri smit greindust á næstu dögum. Hann sagði þessa næstu daga einmitt myndu skera úr um hvort ráðast þyrfti í harðari aðgerðir. Hann sagði að á þessari stundu teldi hann þess ekki nauðsyn en hann væri reiðubúin til að skila tillögum ef ástandið færi versnandi. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að forðast hópamyndun á næstunni og huga vel að smitvörnum. Hann kom vék einnig að þeim breytingum sem lagðar hefðu verið fyrir þingið til að tryggja öryggi á landamærunum en benti á að endanleg útgáfa lægi ekki fyrir og þá væri ekki ljóst hvernig málið færi í þinginu. Þórólfur sagðist vonast til að frumvarpið skilaði tilætluðum árangri og sagðist lítast ágætlega á áætlanir stjórnvalda um afléttingar á aðgerðum samhliða auknum bólusetningum. Þróunin næstu vikur og mánuði myndi leiða í ljós hvort þær gengju upp. Hann sagði að árangur myndi aðeins nást með samheldni, árvekni, sóttvörnum og bólusetningum. Undir lok máls síns þakkaði sóttvarnalæknir sérstaklega starfsmönnum heilsugæslunnar og veirufræðideildar Landspítala, sem hann sagði hafa staðið í ströngu. Þá þakkaði hann Íslenskri erfðagreiningu fyrir sitt framlag og starfsmönnum landlæknisembættisins og almannvarnadeildar ríkisslögreglustjóra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldurins rétt í þessu. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið yfir í tvo daga og hafa um 2.000 sýni verið tekin en enginn greinst með Covid-19. Þórólfur sagði 75 hafa greinst innanlands síðustu fjóra daga, þar af 58 í sóttkví. Um væri að ræða þrjár hópsýkingar sem komið hefðu upp á síðustu vikum en sú stærsta, sem hefur verið tengd leikskólanum Jörfa, teldi um 60 manns. Sú sýking teygði sig víða, meðal annars í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tengdist smit á Suðurlandi smit í grunnskólum fyrir nokkru, sem ekki hefði tekist að rekja til landamæranna. Þórólfur sagði mörg hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkinganna. Þá hefðu umfangsmiklar skimanir verið gerðar í kringum hópsmitin og nokkrir greinst. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri Sóttvarnalæknir sagði smitrakningu ganga vel almennt og að svo virtist sem hópsmitin væru nokkuð vel afmörkuð. Hins vegar mætti vænta þess að fleiri smit greindust á næstu dögum. Hann sagði þessa næstu daga einmitt myndu skera úr um hvort ráðast þyrfti í harðari aðgerðir. Hann sagði að á þessari stundu teldi hann þess ekki nauðsyn en hann væri reiðubúin til að skila tillögum ef ástandið færi versnandi. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að forðast hópamyndun á næstunni og huga vel að smitvörnum. Hann kom vék einnig að þeim breytingum sem lagðar hefðu verið fyrir þingið til að tryggja öryggi á landamærunum en benti á að endanleg útgáfa lægi ekki fyrir og þá væri ekki ljóst hvernig málið færi í þinginu. Þórólfur sagðist vonast til að frumvarpið skilaði tilætluðum árangri og sagðist lítast ágætlega á áætlanir stjórnvalda um afléttingar á aðgerðum samhliða auknum bólusetningum. Þróunin næstu vikur og mánuði myndi leiða í ljós hvort þær gengju upp. Hann sagði að árangur myndi aðeins nást með samheldni, árvekni, sóttvörnum og bólusetningum. Undir lok máls síns þakkaði sóttvarnalæknir sérstaklega starfsmönnum heilsugæslunnar og veirufræðideildar Landspítala, sem hann sagði hafa staðið í ströngu. Þá þakkaði hann Íslenskri erfðagreiningu fyrir sitt framlag og starfsmönnum landlæknisembættisins og almannvarnadeildar ríkisslögreglustjóra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent