„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 19:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur boðaðar breytingar á landamærunum skýrar. Vísir/Vilhelm „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í dag voru boðaðar breytingar á sóttvarnareglum á landamærunum, sem eru að mati margra torskildar og flóknar. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þessi svæði og segja yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhóteli meginregla. Þar sem bilið er 750-1.000 er hægt að sækja um undanþágu áður en maður kemur til landsins og gera þá grein fyrir því að maður hafi fullnægjandi aðstæður til að dvelja í heimasóttkví. Síðan þar sem við metum áhættuna minni gildir áfram sú regla að allir verða spurðir að því á flugvellinum hvort þeir hafi slíkar aðstæður,“ sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef nýgengi smita er yfir 1.000 í einhverju héraði tiltekins lands er það sett í mesta áhættuflokk og þá er sóttkvíarhótel undantekningarlaus skylda. Þegar nýgengið er meira en 750 má sækja um undanþágu frá skyldudvöl. Katrín fullyrðir að gengið verði úr skugga um að aðstæður þeirra sem slíka undanþágu fái séu fullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvernig þetta mat fer fram. Í stað þess að koma á allsherjarskyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir alla farþega var valin þessi leið. Spurð hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu, segir Katrín: „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ „Ég held að þetta snúist um það að aðgerðirnar skili árangri þar sem árangurs er þörf.“ Erfitt að tryggja að aldrei neinn brjóti reglur Stjórnvöld eru í rauninni ekki að fylgja mati Sóttvarnastofnunar Evrópu í nýgengi í löndunum þaðan sem flugvélar koma, heldur taka þau einstök héröð og ef nýgengið er þar yfir 1.000, er landið allt sett í mesta áhættuflokk. Þingflokksfundir standa yfir á Alþingi og frumvarp verður lagt fram í kvöld eða á morgun. Forsætisráðherra gerir ráð fyrir stuðningi stjórnarandstöðuflokka. „Ég held að mörg þeirra hafi verið að kalla eftir skýrari lagaheimildum. Ég á von á að það verði bara vel tekið í þetta og að við göngum hratt í þetta verk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Í dag voru boðaðar breytingar á sóttvarnareglum á landamærunum, sem eru að mati margra torskildar og flóknar. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þessi svæði og segja yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhóteli meginregla. Þar sem bilið er 750-1.000 er hægt að sækja um undanþágu áður en maður kemur til landsins og gera þá grein fyrir því að maður hafi fullnægjandi aðstæður til að dvelja í heimasóttkví. Síðan þar sem við metum áhættuna minni gildir áfram sú regla að allir verða spurðir að því á flugvellinum hvort þeir hafi slíkar aðstæður,“ sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef nýgengi smita er yfir 1.000 í einhverju héraði tiltekins lands er það sett í mesta áhættuflokk og þá er sóttkvíarhótel undantekningarlaus skylda. Þegar nýgengið er meira en 750 má sækja um undanþágu frá skyldudvöl. Katrín fullyrðir að gengið verði úr skugga um að aðstæður þeirra sem slíka undanþágu fái séu fullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvernig þetta mat fer fram. Í stað þess að koma á allsherjarskyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir alla farþega var valin þessi leið. Spurð hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu, segir Katrín: „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ „Ég held að þetta snúist um það að aðgerðirnar skili árangri þar sem árangurs er þörf.“ Erfitt að tryggja að aldrei neinn brjóti reglur Stjórnvöld eru í rauninni ekki að fylgja mati Sóttvarnastofnunar Evrópu í nýgengi í löndunum þaðan sem flugvélar koma, heldur taka þau einstök héröð og ef nýgengið er þar yfir 1.000, er landið allt sett í mesta áhættuflokk. Þingflokksfundir standa yfir á Alþingi og frumvarp verður lagt fram í kvöld eða á morgun. Forsætisráðherra gerir ráð fyrir stuðningi stjórnarandstöðuflokka. „Ég held að mörg þeirra hafi verið að kalla eftir skýrari lagaheimildum. Ég á von á að það verði bara vel tekið í þetta og að við göngum hratt í þetta verk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira