„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 19:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur boðaðar breytingar á landamærunum skýrar. Vísir/Vilhelm „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í dag voru boðaðar breytingar á sóttvarnareglum á landamærunum, sem eru að mati margra torskildar og flóknar. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þessi svæði og segja yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhóteli meginregla. Þar sem bilið er 750-1.000 er hægt að sækja um undanþágu áður en maður kemur til landsins og gera þá grein fyrir því að maður hafi fullnægjandi aðstæður til að dvelja í heimasóttkví. Síðan þar sem við metum áhættuna minni gildir áfram sú regla að allir verða spurðir að því á flugvellinum hvort þeir hafi slíkar aðstæður,“ sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef nýgengi smita er yfir 1.000 í einhverju héraði tiltekins lands er það sett í mesta áhættuflokk og þá er sóttkvíarhótel undantekningarlaus skylda. Þegar nýgengið er meira en 750 má sækja um undanþágu frá skyldudvöl. Katrín fullyrðir að gengið verði úr skugga um að aðstæður þeirra sem slíka undanþágu fái séu fullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvernig þetta mat fer fram. Í stað þess að koma á allsherjarskyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir alla farþega var valin þessi leið. Spurð hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu, segir Katrín: „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ „Ég held að þetta snúist um það að aðgerðirnar skili árangri þar sem árangurs er þörf.“ Erfitt að tryggja að aldrei neinn brjóti reglur Stjórnvöld eru í rauninni ekki að fylgja mati Sóttvarnastofnunar Evrópu í nýgengi í löndunum þaðan sem flugvélar koma, heldur taka þau einstök héröð og ef nýgengið er þar yfir 1.000, er landið allt sett í mesta áhættuflokk. Þingflokksfundir standa yfir á Alþingi og frumvarp verður lagt fram í kvöld eða á morgun. Forsætisráðherra gerir ráð fyrir stuðningi stjórnarandstöðuflokka. „Ég held að mörg þeirra hafi verið að kalla eftir skýrari lagaheimildum. Ég á von á að það verði bara vel tekið í þetta og að við göngum hratt í þetta verk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í dag voru boðaðar breytingar á sóttvarnareglum á landamærunum, sem eru að mati margra torskildar og flóknar. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þessi svæði og segja yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhóteli meginregla. Þar sem bilið er 750-1.000 er hægt að sækja um undanþágu áður en maður kemur til landsins og gera þá grein fyrir því að maður hafi fullnægjandi aðstæður til að dvelja í heimasóttkví. Síðan þar sem við metum áhættuna minni gildir áfram sú regla að allir verða spurðir að því á flugvellinum hvort þeir hafi slíkar aðstæður,“ sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef nýgengi smita er yfir 1.000 í einhverju héraði tiltekins lands er það sett í mesta áhættuflokk og þá er sóttkvíarhótel undantekningarlaus skylda. Þegar nýgengið er meira en 750 má sækja um undanþágu frá skyldudvöl. Katrín fullyrðir að gengið verði úr skugga um að aðstæður þeirra sem slíka undanþágu fái séu fullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvernig þetta mat fer fram. Í stað þess að koma á allsherjarskyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir alla farþega var valin þessi leið. Spurð hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu, segir Katrín: „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ „Ég held að þetta snúist um það að aðgerðirnar skili árangri þar sem árangurs er þörf.“ Erfitt að tryggja að aldrei neinn brjóti reglur Stjórnvöld eru í rauninni ekki að fylgja mati Sóttvarnastofnunar Evrópu í nýgengi í löndunum þaðan sem flugvélar koma, heldur taka þau einstök héröð og ef nýgengið er þar yfir 1.000, er landið allt sett í mesta áhættuflokk. Þingflokksfundir standa yfir á Alþingi og frumvarp verður lagt fram í kvöld eða á morgun. Forsætisráðherra gerir ráð fyrir stuðningi stjórnarandstöðuflokka. „Ég held að mörg þeirra hafi verið að kalla eftir skýrari lagaheimildum. Ég á von á að það verði bara vel tekið í þetta og að við göngum hratt í þetta verk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent