Kryddsíld

Fréttamynd

Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar upp á drottninguna á árinu

Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið.

Lífið
Fréttamynd

Grindvíkingurinn er maður ársins

Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er Grindvíkingurinn. Valið var ekki erfitt að þessu sinni. Hver og einn íbúi bæjarins á hlutdeild í útnefningunni.

Innlent
Fréttamynd

„Þú ert búin að vera svo orð­ljót síðustu mánuðina“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tókust á um störf ríkisstjórnarinnar í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem nú er í gangi. Þá deildu þau um hvort Inga hefði verið orðljót undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Svan­hildur ekki einn af nánustu vinum Bjarna

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði fyrir skipun sína á Svanhildi Hólm Valsdóttur í sendiherrastöðu í Bandaríkjunum í Kryddsíldinni á Stöð 2. Hann sagði gagnrýni á skipunina ekki koma sér á óvart, en Svanhildur hefur starfað með Bjarna um margra ára skeið. Hann vill þó meina að hún sé ekki náinn vinur sinn, en þó vinur.

Innlent
Fréttamynd

Svona horfir þú á Krydd­síld

Það verður nóg um að vera í dag á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þegar að Kryddsíld hefst klukkan 14:00 í beinni útsendingu á Stöð 2. 

Innlent
Fréttamynd

Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin

Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 

Lífið
Fréttamynd

Fliss Katrínar og Sigmundar vekur upp spurningar

Augnablik þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fer mikinn um útlendingamál hefur vakið athygli.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Björn Leví hrósaði Bjarna Benediktssyni

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata hefur aldrei talað við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Í um átta ár hafa þeir deilt á þingi um ýmislegt en aldrei hefur komið til þess að þeir ræði saman á persónulegum nótum.

Lífið
Fréttamynd

Klökknaði yfir stuðningi vegna áfalls á árinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist hafa fundið fyrir stuðningi frá fólki úr öllum stjórnmálaflokkum eftir að hún varð fyrir því áfalli á árinu að missa systur sína, Karitas H. Gunnarsdóttur. 

Lífið
Fréttamynd

Hrós­hringur þing­manna: „Maðurinn er mjög þrjóskur“

Þingmenn voru fengnir til að fara í „hróshring“ í Kryddsíld Stöðvar 2. Björn Leví Gunnarsson, sem jafnan hefur gagnrýnt fjármálaráðherra harðlega, var fenginn til að hrósa Bjarna Benediktssyni. Sigmundur Davíð fékk svo það hlutverk að hrósa Birni Leví.

Lífið
Fréttamynd

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Forystufólk flokkanna sagðist allt gera mistök

Forystufólk allra flokka viðurkenndi í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gær að stjórnmálamenn gerðu mistök eins og annað fólk og ættu að gangast við þeim. Maður ársins að mati fréttastofunnar sagðist deila heiðrinum með fjölda samstarfsfólks.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að við séum á leiðinni út úr þessu hel­vítis Co­vid“

Fulltrúar flokkanna á þingi voru gestir Kryddsíldarinnar á Stöð 2. Í lok þáttar voru þeir beðnir að fara stuttlega yfir árið sem er að líða og vonir sínar fyrir árið 2022, bæði í einkalífinu og stjórnmálunum. Allir voru sammála um að árið 2022 yrði vonandi árið þar sem kórónuveirufaraldurinn yrði kvaddur fyrir fullt og allt.

Innlent
Fréttamynd

Ragn­heiður Ósk valin maður ársins 2021

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp.

Innlent