Innlent

Grindvíkingurinn er maður ársins

Telma Tómasson og Jón Þór Stefánsson skrifa
Otti Rafn Sigmarsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd Grindvíkinga.
Otti Rafn Sigmarsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd Grindvíkinga. Vísir/Hulda Margrét

Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er Grindvíkingurinn. Valið var ekki erfitt að þessu sinni. Hver og einn íbúi bæjarins á hlutdeild í útnefningunni.

Í Grindavík býr sterkt, vinnusamt og duglegt fólk. Það hefur tekið á náttúruhamförunum af æðruleysi, stutt við bakið hvert á öðruogsýnt samhugá óvissutímum.

Sporin síðustu vikur hafa verið þung, en ekki nógu þung til að byrgja þvíbjarta sýntil framtíðar.Þau halda ótrauð áfram.

Val fréttastofunnar á manni ársins var tilkynnt í Kryddsíldinni á Stöð 2 í dag. Otti Rafn Sigmarsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd Grindvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×