Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2024 13:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í Kryddsíldinni. Vísir/hulda margrét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn. Í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem fram fór venju samkvæmt á síðasta degi ársins 2023 voru formenn flokkanna beðnir um að greina frá áramótaheiti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagðist ætla að elda meira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson ætlar upp á Herðubreið, drottninguna sjálfa, svo eitthvað sé nefnt. Gísli Rafn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlæja yfir góðu gríni í þættinum.vísir/hulda margrét Miðflokksmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með skýr áramótaheit. „Það er náttúrulega bara þetta hefðbundna, að grennast og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hundurinn má ekki hata bréfbera Þá ljóstraði hann upp um að eiginkona hans og dóttir hefðu óskað eftir nýjum hundi eftir að Emma, gamli hundurinn lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði.“ „Ef þær eru að fylgjast með þá geta þær sent á mig SMS fyrir klukkan sex í kvöld og þá skal ég samþykkja þennan hund.“ „Nú verður einhver að hringja í þær strax og láta þær vita,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Einhver kjaftað frá á ögurstundu Og viti menn. SMS barst í tæka tíð. „Fresturinn var til klukkan 18:00 en ég fékk SMS frá konunni klukkan 17:36, sem sýndi mér að þær hafi ekki verið að horfa... ég móðgaðist örlítið við því en einhver hafði kjaftað frá á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Hann þarf því að standa við loforðið. Hundurinn sem er líklega væntanlegur í vor verður af annarri tegund en Emma. „Þetta á víst að vera Havanese tegund, sem ég hef ekki mikið vit á en þetta varð fyrir valinu hjá þeim.“ Hefur áður lofað hundi Fimmtán ár eru síðan Sigmundur þurfti að standa við sambærilegt loforð. „Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur í viðtali árið 2009. Kryddsíld Hundar Dýr Gæludýr Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem fram fór venju samkvæmt á síðasta degi ársins 2023 voru formenn flokkanna beðnir um að greina frá áramótaheiti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagðist ætla að elda meira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson ætlar upp á Herðubreið, drottninguna sjálfa, svo eitthvað sé nefnt. Gísli Rafn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlæja yfir góðu gríni í þættinum.vísir/hulda margrét Miðflokksmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með skýr áramótaheit. „Það er náttúrulega bara þetta hefðbundna, að grennast og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hundurinn má ekki hata bréfbera Þá ljóstraði hann upp um að eiginkona hans og dóttir hefðu óskað eftir nýjum hundi eftir að Emma, gamli hundurinn lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði.“ „Ef þær eru að fylgjast með þá geta þær sent á mig SMS fyrir klukkan sex í kvöld og þá skal ég samþykkja þennan hund.“ „Nú verður einhver að hringja í þær strax og láta þær vita,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Einhver kjaftað frá á ögurstundu Og viti menn. SMS barst í tæka tíð. „Fresturinn var til klukkan 18:00 en ég fékk SMS frá konunni klukkan 17:36, sem sýndi mér að þær hafi ekki verið að horfa... ég móðgaðist örlítið við því en einhver hafði kjaftað frá á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Hann þarf því að standa við loforðið. Hundurinn sem er líklega væntanlegur í vor verður af annarri tegund en Emma. „Þetta á víst að vera Havanese tegund, sem ég hef ekki mikið vit á en þetta varð fyrir valinu hjá þeim.“ Hefur áður lofað hundi Fimmtán ár eru síðan Sigmundur þurfti að standa við sambærilegt loforð. „Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur í viðtali árið 2009.
Kryddsíld Hundar Dýr Gæludýr Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35