Innlent

„Þú ert búin að vera svo orð­ljót síðustu mánuðina“

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Ég er bara búin að tala mjög fallega,“ sagði Inga Sæland, en Sigurður Ingi var á öðru máli.
„Ég er bara búin að tala mjög fallega,“ sagði Inga Sæland, en Sigurður Ingi var á öðru máli. Vísir/Hulda Margrét

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tókust á um störf ríkisstjórnarinnar í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem nú er í gangi. Þá deildu þau um hvort Inga hefði verið orðljót undanfarið.

„Þessi ríkisstjórn er að starfa af fullum krafti, allan tímann,“ fullyrti Sigurður þegar hann var spurður út í störf Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar. „Þetta er handónýtt ríkisstjórn og þú veist það sjálfur. Alveg handónýtt. Ég hef aldrei kynnst öðru eins,“ heyrðist Inga segja í sömu andrá.

Sigurður Ingi svaraði og gaf til kynna að ríkisstjórnin væri að vinna mikið af góðum störfum á meðan stjórnarandstaðan gerði lítið annað enn að gagnrýna hana fyrir aðgerðarleysi. Inga fullyrti þá að allt væri að sökkva í kringum ríkisstjórnina og Sigurður svaraði: „Þú ert búin að vera svo orðljót síðustu mánuðina.“

„Ég er bara búin að tala mjög fallega,“ sagði Inga.

„Nei, þú er búin að nota stór og sterk orð, sem er erfitt að standa undir,“ bætti Sigurður við og Inga svaraði: „Það er því ég er stór og sterk kona.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×