Innlent

Svona horfir þú á Krydd­síld

Boði Logason skrifar
Líflegar umræður voru í Kryddsíldinni í fyrra.
Líflegar umræður voru í Kryddsíldinni í fyrra. Vilhelm

Það verður nóg um að vera í dag á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þegar að Kryddsíld hefst klukkan 14:00 í beinni útsendingu á Stöð 2. 

Kryddsíld er fyrir löngu orðinn fastur liður margar Íslendinga en þá mætast stjórnmálaleiðtogar landsins og gera upp árið. Fyrsta Kryddsíldin fór í loftið á Stöð 2 árið 1991 og verður því þátturinn í dag sá 32. í röðinni.

Það eru ritstjóri og fréttastjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þau Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason, sem stjórna þættinum. Telma Tómasson er gestgjafi þáttarins. 

Rætt verður um pólítíkina, farið yfir áhugaverða hluti sem gerðust á árinu og tilkynnt um val á manni ársins. 

Þeir stjórnmálaleiðtogar sem mæta eru:

  • Katrín Jakobsdóttir, Vinstri-Grænum
  • Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkur
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki
  • Kristrún Frostadóttir, Samfylkingu
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokki
  • Inga Sæland, Flokki fólksins
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn
  • Gísli Rafn Ólafsson, Pírötum

Svona kaupir þú aðgang að Kryddsíld

Kryddsíldin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hefst klukkan 14:00. Þeir sem eru ekki áskrifendur að Stöð 2 geta keypt aðgang að Kryddsíldinni fyrir 1.490 krónur. 

Hægt er að ganga frá kaupunum hér eða í gegnum myndlykilinn og þá opnast fyrir aðgang að Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×