Óveður 10. og 11. desember 2019

Fréttamynd

Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga

Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust.

Innlent
Fréttamynd

Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð

Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum.

Innlent
Fréttamynd

Menningar­sögu­legt stór­tjón

Fréttamiðlar hafa allmikið fjallað um afleiðingar stórviðranna nú í vetur. Einn þáttur hefur þó þar orðið útundan, sem nauðsynlegt er að koma á framfæri enda um sameign þjóðarinnar að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Draga lærdóm af óveðrinu mikla

Óveðrið mikla sem reið yfir landið í desember var gert upp á íbúafundi á Dalvík á miðvikudaginn. Viðbragðshópur hefur verið stofnaður ef ske kynni að viðlíka aðstæður skapast aftur.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn Advania lokuðust inni í brugghúsi

"Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir.“

Lífið
Fréttamynd

Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur.

Innlent
Fréttamynd

Við­gerðum loks lokið á Dal­víkur­línu

Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma.

Innlent
Fréttamynd

Í ljósi umræðunnar - Jarðstrengur við Sauðárkrók

Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar.

Skoðun
Fréttamynd

Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagns

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag.

Innlent