Starfsmenn Advania lokuðust inni í brugghúsi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2020 12:30 Bruggarar Advania eru spenntir að reiða fram sérstakan bjór fyrirtækisins sem kallast Ölgjörvi. Frá vinstri: Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, Ásgeir Freyr Kristinsson, Andri Örn Sigurðsson, Steingrímur Óskarsson og Hákon Róbert Jónsson. mynd/advania „Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur í veflausnum hjá Advania, og formaður bjórklúbbsins sem upplýsingatæknifyrirtækið Advania heldur úti en klúbburinn langstærsti klúbbur fyrirtækisins en um 250 starfsmenn eru skráðir meðlimir. Atvikið áttu sér stað þann 10. desember þegar bandbrjálað veður var um land allt. „Það skapaðist einhver menning hjá fyrirtækinu á sínum tíma og margir höfðu mikinn áhuga á því að brugga. Það var því ákveðið að stofna klúbb sem er mjög virkur innan fyrirtækisins. Töluvert margir starfsmenn hafa verið að prófa sig áfram heima fyrir og brugga þar eigin bjóra. Það lá því beinast við að reyna sameina krafta okkar.“ Klúbburinn hefur bruggað fimm tegundir af bjórum en aðal bjór þeirra nefnist Ölgjörvi. „Hann er svona flaggskip okkar og er bjór sem flestallir geta drukkið. Hann er ekki ýkja þungur eða sterkur,“ segir Ásgeir en bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untapped. Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum. Stormtrooper varð til í óveðrinu Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper. Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs. Íslenskur bjór Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
„Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur í veflausnum hjá Advania, og formaður bjórklúbbsins sem upplýsingatæknifyrirtækið Advania heldur úti en klúbburinn langstærsti klúbbur fyrirtækisins en um 250 starfsmenn eru skráðir meðlimir. Atvikið áttu sér stað þann 10. desember þegar bandbrjálað veður var um land allt. „Það skapaðist einhver menning hjá fyrirtækinu á sínum tíma og margir höfðu mikinn áhuga á því að brugga. Það var því ákveðið að stofna klúbb sem er mjög virkur innan fyrirtækisins. Töluvert margir starfsmenn hafa verið að prófa sig áfram heima fyrir og brugga þar eigin bjóra. Það lá því beinast við að reyna sameina krafta okkar.“ Klúbburinn hefur bruggað fimm tegundir af bjórum en aðal bjór þeirra nefnist Ölgjörvi. „Hann er svona flaggskip okkar og er bjór sem flestallir geta drukkið. Hann er ekki ýkja þungur eða sterkur,“ segir Ásgeir en bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untapped. Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum. Stormtrooper varð til í óveðrinu Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper. Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs.
Íslenskur bjór Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira