Þetta eru aðgerðirnar sem ráðast á í vegna fárviðris og snjóflóða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2020 09:21 Miklar skemmdir urðu í höfninni á Flateyri þegar snjóflóð féllu í janúar. Vísir/Egill Flýta á jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku um allt land svo henni verði að mestu lokið árið 2025 í stað ársins 2035. Þá á uppbyggingu ofanflóðavarna að vera að fullu lokið árið 2030. Þetta er á meðal tillagna sem átakshópur sem skipaður var eftir óveðrið í desember leggur til í skýrslu sinni. Vinna hópsins tók einnig inn í reikninginn snjóflóðin á Flateyri og Súgandafirði. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 10 til að fjalla nánar um tillögurnar. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 230 veðurviðvaranir á áttatíu dögum Fárviðri gekk yfir Ísland 9. og 10. desember og olli miklu tjóni. Samgöngur stöðvuðust og atvinnulífið lamaðist á þeim svæðum sem verst urðu úti. Miklar truflanir urðu í flutnings- og dreifikerfi raforku sem hafði afleidd áhrif á fjarskiptakerfi og leiddi til sambandsleysis við umheiminn á stórum svæðum. Óveðrið 10. og 11. desember hafði mikil áhrif á landsmenn, sér í lagi á Norðurlandi.Jóhann K. Ríkisstjórnin skipaði átakshóp um úrbætur í innviðum í kjölfar fárviðrisins. Hópurinn leitaði til sveitarfélaga, innviðafyrirtækja og stofnana til að fá sýn þeirra á nauðsynlegar úrbætur í innviðum. Fárviðrið í desember er ekki eina óveðrið sem gengið hefur yfir landið veturinn 2019–2020. Sex sinnum var lýst yfir rauðri veðurviðvörun og 224 appelsínugulum eða gulum viðvörunum frá 1. desember til 20. febrúar. Jafnframt féllu snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar síðastliðinn og óvissustigi hefur verið lýst vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Átakshópurinn segir alla þessa atburðir hafa haft áhrif á störf átakshópsins og leitt til aukinnar samfélagslegrar umræðu um mikilvægi traustra og öruggra innviða. Aðgerðir vegna óveðurs Átakshópurinn leggur til fjölmargar aðgerðir til að styrkja innviði landsins í kjölfar óveðursins. Þær snúa meðal annars að: • úrbótum á varaafli, • auknum áreiðanleika raforku- og fjarskiptakerfa, • skilgreiningu á hlutverki og mönnun fyrirtækja og stofnana, • samræmingu skipulags innviða, • eflingu almannavarnakerfisins, • fræðslu og upplýsingagjöf til almennings og • eflingu rannsókna og vöktunar á náttúruvá. Í skýrslunni segir að margvíslegt tjón hafi orðið af fárviðrinu og ekki allt metið til fjár. Beint tjón raforkufyrirtækja, fjarskiptafyrirtækja og stofnana ríkisins hafi numið um einum milljarði króna, þar af um tveir þriðju hjá raforkufyrirtækjum. Tjón atvinnufyrirtækja, bænda og heimila liggi ekki fyrir og komi ekki allt í ljós fyrr en síðar á árinu. Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins voru færðar upp á rautt stig á fjórum landsvæðum þann 13. febrúar.Vísir/vilhelm Átakshópurinn fékk ráðgjafarfyrirtækið KPMG til að meta kostnað samfélagsins af stöðvun atvinnulífs um land allt í einn dag og var niðurstaða þess mats að kostnaðurinn næmi 1,7 milljörðum króna. Aðrar aðgerðir vegna innviðauppbyggingar Átakshópurinn leggur auk framangreinds til fjölmargar aðgerðir sem byggjast á stefnu stjórnvalda í viðkomandi málaflokkum, samþykktum stefnum og áætlunum, áhættumati þjóðaröryggisráðs og almannavarna og upplýsingum sérfræðinga, stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga. Helstu aðgerðir eru: 1. Jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt þannig að árið 2025 verði henni lokið að langmestu leyti í stað ársins 2035. 2. Tillögur til einföldunar og aukinnar skilvirkni í leyfisveitingum vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. 3. Framkvæmdum í svæðisflutningskerfi raforku, sem ekki eru á tíu ára kerfisáætlun Landsnets, verði flýtt. 4. Trygging á framboði varma til hitaveitna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, í nafni almannahagsmuna og orkuöryggis, með könnun á varmastöð í Krýsuvík. 5. Grunnnet fjarskipta verði byggt upp með hliðsjón af aðgengi og öryggi og tengingu Íslands við umheiminn. 6. Öryggi verði haft í fyrirrúmi við allar ákvarðanir í samgöngumálum. 7. Efling almannavarnakerfisins og heildstæð vöktun náttúruvár. 8. Uppbyggingu ofanflóðavarna verði lokið árið 2030. 9. Varaafl fyrir raforku og fjarskipti endurskilgreint og eflt. 10. Samræmd stefnumótun í málefnum innviða og áætlunum ríkisins. Aðgerðaáætlun á www.innvidir2020.is Átakshópurinn gerði aðgerðaáætlun vegna uppbyggingar innviða fram til 2030 með nýjum verkefnum en einnig verkefnum sem liggja fyrir í samþykktum áætlunum ríkisins, sveitarstjórna og fyrirtækja. Aðgerðaáætlunina má finna á vefsíðunni innvidir2020.is. Þar má smella á einstaka landshluta til að sjá aðgerðir í hverjum hluta fyrir sig. Fjöldi rafmagnsstaura brotnaði á Norðurlandi í óveðrinu sem þar gekk yfir í desember.vísir/egill Í henni eru 540 aðgerðir, þar af eru 194 nýjar aðgerðir og 40 aðgerðir sem lagt er til að verði flýtt í framkvæmdaáætlunum Landsnets og dreifiveitna. Aðrar aðgerðir eru þegar innan núverandi framkvæmda- og fjármálaáætlana. Samráð um þessar aðgerðir er opið á samradsgatt.is frá því í dag og til 31. mars 2020. Flýting framkvæmda og kostnaður Flýting framkvæmda í flutnings- og dreifikerfi raforku, af hálfu Landsnets og RARIK, nemur um 12 milljörðum króna (heildarkostnaður framkvæmda) og flýting ofanflóðavarna um 15 milljörðum króna, eða samtals flýting framkvæmda um 27 milljarða króna. Til viðbótar eru ýmis verkefni sem tengjast varaafli, vöktun náttúruvár og skipulagi og samhæfingu innviða. Áætla má að innviðafjárfestingar í orkugeiranum (rafmagn og hitaveitur), fjarskiptum, samgöngum, ofanflóðavörnum og fráveitum muni nema um 90 milljörðum króna á ári fram til 2030. Virkjanaframkvæmdir eru hér undanskildar. Aðgerðaáætlun um innviði getur nýst sem grunnur í frekari stefnumótun um innviðauppbyggingu eða ákvörðun um flýtingu fleiri framkvæmda. Almannavarnir Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Flýta á jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku um allt land svo henni verði að mestu lokið árið 2025 í stað ársins 2035. Þá á uppbyggingu ofanflóðavarna að vera að fullu lokið árið 2030. Þetta er á meðal tillagna sem átakshópur sem skipaður var eftir óveðrið í desember leggur til í skýrslu sinni. Vinna hópsins tók einnig inn í reikninginn snjóflóðin á Flateyri og Súgandafirði. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 10 til að fjalla nánar um tillögurnar. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 230 veðurviðvaranir á áttatíu dögum Fárviðri gekk yfir Ísland 9. og 10. desember og olli miklu tjóni. Samgöngur stöðvuðust og atvinnulífið lamaðist á þeim svæðum sem verst urðu úti. Miklar truflanir urðu í flutnings- og dreifikerfi raforku sem hafði afleidd áhrif á fjarskiptakerfi og leiddi til sambandsleysis við umheiminn á stórum svæðum. Óveðrið 10. og 11. desember hafði mikil áhrif á landsmenn, sér í lagi á Norðurlandi.Jóhann K. Ríkisstjórnin skipaði átakshóp um úrbætur í innviðum í kjölfar fárviðrisins. Hópurinn leitaði til sveitarfélaga, innviðafyrirtækja og stofnana til að fá sýn þeirra á nauðsynlegar úrbætur í innviðum. Fárviðrið í desember er ekki eina óveðrið sem gengið hefur yfir landið veturinn 2019–2020. Sex sinnum var lýst yfir rauðri veðurviðvörun og 224 appelsínugulum eða gulum viðvörunum frá 1. desember til 20. febrúar. Jafnframt féllu snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar síðastliðinn og óvissustigi hefur verið lýst vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Átakshópurinn segir alla þessa atburðir hafa haft áhrif á störf átakshópsins og leitt til aukinnar samfélagslegrar umræðu um mikilvægi traustra og öruggra innviða. Aðgerðir vegna óveðurs Átakshópurinn leggur til fjölmargar aðgerðir til að styrkja innviði landsins í kjölfar óveðursins. Þær snúa meðal annars að: • úrbótum á varaafli, • auknum áreiðanleika raforku- og fjarskiptakerfa, • skilgreiningu á hlutverki og mönnun fyrirtækja og stofnana, • samræmingu skipulags innviða, • eflingu almannavarnakerfisins, • fræðslu og upplýsingagjöf til almennings og • eflingu rannsókna og vöktunar á náttúruvá. Í skýrslunni segir að margvíslegt tjón hafi orðið af fárviðrinu og ekki allt metið til fjár. Beint tjón raforkufyrirtækja, fjarskiptafyrirtækja og stofnana ríkisins hafi numið um einum milljarði króna, þar af um tveir þriðju hjá raforkufyrirtækjum. Tjón atvinnufyrirtækja, bænda og heimila liggi ekki fyrir og komi ekki allt í ljós fyrr en síðar á árinu. Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins voru færðar upp á rautt stig á fjórum landsvæðum þann 13. febrúar.Vísir/vilhelm Átakshópurinn fékk ráðgjafarfyrirtækið KPMG til að meta kostnað samfélagsins af stöðvun atvinnulífs um land allt í einn dag og var niðurstaða þess mats að kostnaðurinn næmi 1,7 milljörðum króna. Aðrar aðgerðir vegna innviðauppbyggingar Átakshópurinn leggur auk framangreinds til fjölmargar aðgerðir sem byggjast á stefnu stjórnvalda í viðkomandi málaflokkum, samþykktum stefnum og áætlunum, áhættumati þjóðaröryggisráðs og almannavarna og upplýsingum sérfræðinga, stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga. Helstu aðgerðir eru: 1. Jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt þannig að árið 2025 verði henni lokið að langmestu leyti í stað ársins 2035. 2. Tillögur til einföldunar og aukinnar skilvirkni í leyfisveitingum vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. 3. Framkvæmdum í svæðisflutningskerfi raforku, sem ekki eru á tíu ára kerfisáætlun Landsnets, verði flýtt. 4. Trygging á framboði varma til hitaveitna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, í nafni almannahagsmuna og orkuöryggis, með könnun á varmastöð í Krýsuvík. 5. Grunnnet fjarskipta verði byggt upp með hliðsjón af aðgengi og öryggi og tengingu Íslands við umheiminn. 6. Öryggi verði haft í fyrirrúmi við allar ákvarðanir í samgöngumálum. 7. Efling almannavarnakerfisins og heildstæð vöktun náttúruvár. 8. Uppbyggingu ofanflóðavarna verði lokið árið 2030. 9. Varaafl fyrir raforku og fjarskipti endurskilgreint og eflt. 10. Samræmd stefnumótun í málefnum innviða og áætlunum ríkisins. Aðgerðaáætlun á www.innvidir2020.is Átakshópurinn gerði aðgerðaáætlun vegna uppbyggingar innviða fram til 2030 með nýjum verkefnum en einnig verkefnum sem liggja fyrir í samþykktum áætlunum ríkisins, sveitarstjórna og fyrirtækja. Aðgerðaáætlunina má finna á vefsíðunni innvidir2020.is. Þar má smella á einstaka landshluta til að sjá aðgerðir í hverjum hluta fyrir sig. Fjöldi rafmagnsstaura brotnaði á Norðurlandi í óveðrinu sem þar gekk yfir í desember.vísir/egill Í henni eru 540 aðgerðir, þar af eru 194 nýjar aðgerðir og 40 aðgerðir sem lagt er til að verði flýtt í framkvæmdaáætlunum Landsnets og dreifiveitna. Aðrar aðgerðir eru þegar innan núverandi framkvæmda- og fjármálaáætlana. Samráð um þessar aðgerðir er opið á samradsgatt.is frá því í dag og til 31. mars 2020. Flýting framkvæmda og kostnaður Flýting framkvæmda í flutnings- og dreifikerfi raforku, af hálfu Landsnets og RARIK, nemur um 12 milljörðum króna (heildarkostnaður framkvæmda) og flýting ofanflóðavarna um 15 milljörðum króna, eða samtals flýting framkvæmda um 27 milljarða króna. Til viðbótar eru ýmis verkefni sem tengjast varaafli, vöktun náttúruvár og skipulagi og samhæfingu innviða. Áætla má að innviðafjárfestingar í orkugeiranum (rafmagn og hitaveitur), fjarskiptum, samgöngum, ofanflóðavörnum og fráveitum muni nema um 90 milljörðum króna á ári fram til 2030. Virkjanaframkvæmdir eru hér undanskildar. Aðgerðaáætlun um innviði getur nýst sem grunnur í frekari stefnumótun um innviðauppbyggingu eða ákvörðun um flýtingu fleiri framkvæmda.
Almannavarnir Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira