Sat fastur uppi á fjalli í tólf sólarhringa: „Þetta er bara það sem starfið býður upp á“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 21:23 Halldór Halldórsson er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli. Landhelgisgæslan Halldór Halldórsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem sat fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum, segir að vistin hafi verið góð og farið hafi vel um hann. Halldór, sem er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Gunnólfsvíkurfjalli, segir að þegar snjóþungt sé ferðist starfsmenn Landhelgisgæslunnar að ratsjárstöð á fjallinu á vélsleðum, en annars fari þeir keyrandi. Stöðin er ein fjögurra ratsjár- og fjarskiptastöðva stöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Landhelgisgæslan rekur hér á landi. Í samtali við Vísi segir Halldór að ástæða þess að hann hafi þurft að dvelja jafn lengi uppi á fjallinu og raun ber vitni, hafi verið ofsaveðrið sem gekk yfir stóran hluta landsins í desember síðastliðnum. Halldór hélt upp á fjallið að morgni 9. desember, en kom ekki niður fyrr en þann 21. eða, tólf sólarhringum síðar. „Það var svo leiðinlegt veðrið, að það var ekki hægt nema rétt að gægjast út,“ segir Halldór. Hann segist þó hafa verið í góðu símasambandi allan og að vistin hafi verið hin ágætasta. „Ég var bara að vinna – það var rafmagnsleysi og við vorum að keyra ljósavél til þess að hafa rafmagn á stöðinni,“ segir Halldór. Hann segir að almennt sé vinnutími þeirra sem starfa við stöðina frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn. „Þarna var rafmagnsleysi sem gerði það að verkum að við þurftum að vera uppi og keyra ljósavél til að halda rafmagni á öllu.“ Vindhraði uppi á fjallinu var mikill, að meðaltali í kring um 55 metrar á sekúndu, en Halldór segir mestu hviðurnar hafa náð yfir 70 metrum á sekúndu. „Við höfum oft séð mikinn vind þarna, þetta er ekki alveg í fyrsta skipti sem vindmælirinn fer svona hátt,“ segir Halldór. Hann segir þó að þetta sé lengsti óveðurskafli sem gengið hafi yfir stöðina. Alvanalegt sé að starfsmenn þurfi stundum að halda kyrru fyrir í stöðinni yfir nótt, en þessi lota hafi verið sú lengsta. „Þetta var bara eins og það sem gekk yfir hér á Norðurlandi, rafmagnsleysi og vont veður,“ segir Halldór. Hann segir það hafa verið ágætt þegar hann komst loks niður af fjallinu, tólf sólarhringum eftir að hann kom þangað. Þrátt fyrir það hafi næsta lota einfaldlega tekið við. „Við höfum gist aftur eftir þetta, það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Honum þyki það ekkert tiltökumál. „Þetta er bara það sem starfið býður upp á, maður þarf að gista þarna í stöðinni stundum,“ sagði Halldór að lokum í samtali við fréttastofu. Hér að neðan má síðan hlusta á viðtal við Halldór úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Landhelgisgæslan Langanesbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Halldór Halldórsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem sat fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum, segir að vistin hafi verið góð og farið hafi vel um hann. Halldór, sem er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Gunnólfsvíkurfjalli, segir að þegar snjóþungt sé ferðist starfsmenn Landhelgisgæslunnar að ratsjárstöð á fjallinu á vélsleðum, en annars fari þeir keyrandi. Stöðin er ein fjögurra ratsjár- og fjarskiptastöðva stöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Landhelgisgæslan rekur hér á landi. Í samtali við Vísi segir Halldór að ástæða þess að hann hafi þurft að dvelja jafn lengi uppi á fjallinu og raun ber vitni, hafi verið ofsaveðrið sem gekk yfir stóran hluta landsins í desember síðastliðnum. Halldór hélt upp á fjallið að morgni 9. desember, en kom ekki niður fyrr en þann 21. eða, tólf sólarhringum síðar. „Það var svo leiðinlegt veðrið, að það var ekki hægt nema rétt að gægjast út,“ segir Halldór. Hann segist þó hafa verið í góðu símasambandi allan og að vistin hafi verið hin ágætasta. „Ég var bara að vinna – það var rafmagnsleysi og við vorum að keyra ljósavél til þess að hafa rafmagn á stöðinni,“ segir Halldór. Hann segir að almennt sé vinnutími þeirra sem starfa við stöðina frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn. „Þarna var rafmagnsleysi sem gerði það að verkum að við þurftum að vera uppi og keyra ljósavél til að halda rafmagni á öllu.“ Vindhraði uppi á fjallinu var mikill, að meðaltali í kring um 55 metrar á sekúndu, en Halldór segir mestu hviðurnar hafa náð yfir 70 metrum á sekúndu. „Við höfum oft séð mikinn vind þarna, þetta er ekki alveg í fyrsta skipti sem vindmælirinn fer svona hátt,“ segir Halldór. Hann segir þó að þetta sé lengsti óveðurskafli sem gengið hafi yfir stöðina. Alvanalegt sé að starfsmenn þurfi stundum að halda kyrru fyrir í stöðinni yfir nótt, en þessi lota hafi verið sú lengsta. „Þetta var bara eins og það sem gekk yfir hér á Norðurlandi, rafmagnsleysi og vont veður,“ segir Halldór. Hann segir það hafa verið ágætt þegar hann komst loks niður af fjallinu, tólf sólarhringum eftir að hann kom þangað. Þrátt fyrir það hafi næsta lota einfaldlega tekið við. „Við höfum gist aftur eftir þetta, það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Honum þyki það ekkert tiltökumál. „Þetta er bara það sem starfið býður upp á, maður þarf að gista þarna í stöðinni stundum,“ sagði Halldór að lokum í samtali við fréttastofu. Hér að neðan má síðan hlusta á viðtal við Halldór úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20