Lög og regla

Fréttamynd

Líðan manns eftir atvikum góð

Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega við Gufuskála í fyrradag er eftir atvikum góð og er maðurinn ekki í lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn lenti undir svokölluðu átthjóli þegar það valt út af veginum við Gufuskála í nánd við Ólafsvík. Sex voru á hjólinu, hin slösuðust ekki alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla sótti flogsjúkling

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom með slasaðan mann frá Rifi síðdegis í gær á Reykjavíkurflugvöll. Þaðan flutti sjúkrabíll manninn svo áfram á Landspítala - háskólasjúkrahús. Að sögn lögreglu á Ólafsvík fékk maðurinn flogakast við söluskálann á Rifi og datt þá og hlaut áverka á höfði. </font />

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að gleypa fíkniefni

Hálfþrítugur maður á Selfossi reyndi í örvæntingu sinni að gleypa fíkniefni sem hann hafði í fórum sínum eftir að hann varð var við lögreglu. En ekki vildi betur til en svo - eða kannski sem betur fer - að efnið sem var um eitt gramm af amfetamíni stóð í honum. Maðurinn var settur í fangageymslu og bíður þess að vera yfirheyrður.

Innlent
Fréttamynd

Glasi hent í andlit manns

Maður slasaðist á skemmtistað í Keflavík í nótt þegar glasi var hent í andlit hans með þeim afleiðingum að það brotnaði og hlaut hann sár í framan. Mikið blæddi úr sárinu og var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárinu.

Innlent
Fréttamynd

Kona í einangrun á Litla-Hrauni

Kvenfangi á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var settur fyrirvaralaust og án þess að hafa brotið af sér í einangrun á Litla-Hrauni á miðvikudag. Fanginn hefur ekki fengið aðrar skýringar á flutningnum en þær að hugmyndir séu uppi um að vista konur, sem afplána langa dóma, í auknum mæli fyrir austan.

Innlent
Fréttamynd

Nóttin róleg víðast hvar

Nóttin var róleg á flestum stöðum á landinu út frá sjónarhóli lögreglunnar. Í Reykjavík var að sögn varðstjóra nánast ekkert að gera þrátt fyrir töluverðan mannfjölda í miðbænum en skemmtistaðir voru opnir til klukkan þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að stela skjávörpum

Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um að eitthvað vafasamt gæti verið á seyði í byggingu Fjölbrautaskóla Suðurlands í bænum laust eftir miðnætti síðastliðna nótt. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar tveir piltar, 16 og 17 ára gamlir, að bjástra við að taka niður skjávarpa í eigu skólans en slíkir gripir eru metnir á hundruð þúsunda.

Innlent
Fréttamynd

Margmenni í miðbænum

Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Reykjavík þótt margt fólk hafi verið í miðbænum fram eftir morgni. Margir skemmtistaðir og krár voru opnaðar á miðnætti og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík var sem betur fer lítið fyrir lögreglumenn að gera þótt töluverður mannfjöldi hafi verið þar samankominn.

Innlent
Fréttamynd

Fundust heil á húfi

Laust eftir klukkan 17.00 í dag voru björgunarsveitir á Hellissandi og Ólafsvík kallaðar út vegna neyðarkalls sem borist hafði úr farsíma við sunnanverðan Snæfellsjökul. Ferðamenn höfðu villst sunnanmegin í Snæfellsjökli en fólkið fannst eftir rúmlega klukkutíma leit. Það var heilt á húfi en nokkuð kalt.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður í haust

"Erfitt er að segja til um hvenær rannsókn lýkur en við erum aðeins byrjaðir að sjá fyrir endann og niðurstöður gætu legið fyrir með haustinu," segir Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, um rannsóknina á olíumálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Harður árekstur við Kringluna

Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um hálftvöleytið í dag. Ökumaður fólksbifreiðar var á leið norður Kringlumýrarbraut og hugðist beygja vestur Miklubrautina. Hann ók þá í veg fyrir mótorhjól sem var á leið suður eftir Kringlumýrarbrautinni og kastaðist ökumaður þess yfir bílinn og lenti á bakinu á götunni.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á sjúkrahús eftir slagsmál

Tveimur piltum á tvítugsaldri lenti saman í einni íbúðargötu Ísafjarðarbæjar um klukkan eitt í nótt. Flytja þurfti annan piltinn á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Lögregla skakkaði leikinn en vitni létu vita af líkamsárásinni.

Innlent
Fréttamynd

Flutt á sjúkrahús eftir bruna

Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild til skoðunar eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Tveir gripnir með fíkniefni

Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af tveimur bílum í nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli. Smáræði af kannabis fannst á einum manni í hvorum bíl. Báðir játuðu þeir að eiga fíkniefnin og teljast málin upplýst. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á bifhjólamann

Ungur vélhjólamaður slasaðist í árekstri bifhjóls og fólksbíls á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um hálftvöleytið í dag. Bifhjólinu var ekið úr norðri eftir Kringlumýrarbraut þegar bílnum, sem kom úr suðri, var sveigt í veg fyrir bifhjólið. Ökumaður þess var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í blokk í Hafnarfirði

Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi að Svöluási 1 í Hafnarfirði laust eftir klukkan eitt í dag og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvstarfi lokið rétt um klukkan tvö. Einn maður var í íbúðinni og var hann fluttur á slysadeild með snert af reykeitrun.

Innlent
Fréttamynd

Smárúta valt á Sólheimasandi

Sjö svissneskir ferðamenn slösuðust, en allir lítils háttar, þegar smárúta valt á hliðina og hafnaði í skurði á Sólheimasandi í dag. Að sögn lögreglunnar í Vík í Mýrdal voru alls tólf manns í rútunni en bílstjórinn ásamt fjórum ferðamönnum sluppu án meiðsla. Rútan, sem er af gerðinni Ford Econline, var á þjóðvegi númer eitt, hringveginum, þegar skyndilega hvellsprakk á öðru framhjólinu.

Innlent
Fréttamynd

Rúta lenti úti í skurði

Hópbifreið með tólf manns innanborðs fór út af þjóðveginum í gær, um 15 kílómetra vestur af Vík í Mýrdal, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík í Mýrdal.

Innlent
Fréttamynd

Fengu eins mánaðar fangelsi

Þrír Pólverjar, sem teknir voru í gær á Suðurlandi þar sem þeir voru í vinnu á tilskilinna atvinnuréttinda, voru í dag dæmdir í eins mánaðar fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan ekki beðin um aðstoð

Enn hefur engin formleg beiðni um aðstoð borist hingað til lands frá þýskum lögregluyfirvöldum um aðstoð við rannsókn máls þeirra tveggja skipverja á Hauki ÍS sem handteknir voru í Bremerhaven með mikið magn fíkniefna í fórum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Gekk berserksgang á lögreglustöð

Sunnlenskur atvinnurekandi gekk berserksgang á lögreglustöðinni á Selfossi í gær þegar hann ætlaði að sækja þangað íslenskan ökumann sinn sem hafði verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og með útrunnið ökuskírteini. Hafði ökumaðurinn verið að aka pólskum starfsmanni atvinnurekendans til vinnu í uppsveitum Árnesssýslu en Pólverjinn hafði ekki atvinnuréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Maður lést í bílslysi

Ungur ökumaður á nítjánda ári lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi í gær. Slysið varð skammt sunnan við bæinn Rauðuvík í Rauðuvíkurbrekkum. Bíllinn fór fram af háum bakka og lent í stórgrýti í flæðarmálinu. 

Innlent
Fréttamynd

Greip rúðubrjóta í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra unglingspilta en tveir komust undan eftir að þeir höfðu brotið þrjár rúður í Grunnskólanum við Digranesveg. Vitað er hverjir sluppu en hópurinn er grunaður um að hafa brotið tvær rúður í sama skóla í fyrrakvöld. Þetta eru hrein og klár skemmdarverk, að sögn lögreglu, því piltarnir brutu ekki rúðurnar til að komast inn í skólann.

Innlent
Fréttamynd

Lést í umferðarslysi við Dalvík

Piltur á nítjánda ári lést þegar bifreið sem hann ók fór fram af hömrum skammt sunnan við Rauðuvík, milli Dalvíkur og Akureyrar. Lögreglu var gert viðvart seinni partinn í dag en ekki er vitað hvenær slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík steyptist bíllinn ofan í fjöru. Vegrið eru á vegarkaflanum en þó ekki í allri beygjunni.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldur fyrir fjölda smábrota

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi rúmlega tvítugan mann í þriggja mánaða fangelsi í morgun fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana-og fíkniefni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars í fyrra haft í vörslu í bakpoka sínum 0,18 grömm af amfetamíni, sem lögreglan fann við leit eftir að hafa stöðvað bifreð sem hann var farþegi í.

Innlent
Fréttamynd

Greiði bætur upp á 3 milljónir

Alþjóða líftryggingafélagið hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða konu tæpar þrjár milljónir króna vegna sjúkratryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu. Konan höfðaði málið þegar henni var neitað um greiðslu út á sjúkratrygginguna.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfesti dóminn

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Austurlands um að Fjarðabyggð og verktakafyrirtækið Arnarfell skuli greiða húseigenda í Neskaupstað eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna sprungna sem urðu í steinsteypu í húsi hans þegar verið var sð sprengja í hlíðinni fyrir ofan það vegna byggingar snjóflóðavarna.

Innlent
Fréttamynd

18 mánuðir fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem áttu sér stað þegar önnur þeirra var átta til tíu ára og hin þrettán til fjórtán ára. Brot mannsins gegn annarri stúlkunni voru hins vegar talin fyrnd.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú tundurdufl á Langanesi

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá lögreglunni á Þórshöfn um að tundurdufl hefðu fundist á Langanesi. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru norður í morgun og sprengdu tundurduflið til að eyða því. Er sprengjusérfræðingarnir höfðu verið á staðnum um tíma fundu þeir tvö tundurdufl til viðbótar og voru að undirbúa eyðingu þeirra undir kvöld.

Innlent