Innlent

Sakfelldur fyrir fjölda smábrota

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi rúmlega tvítugan mann í þriggja mánaða fangelsi í morgun fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana-og fíkniefni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars í fyrra haft í vörslu í bakpoka sínum 0,18 grömm af amfetamíni, sem lögreglan fann við leit eftir að hafa stöðvað bifreð sem hann var farþegi í. Maðurinn var einnig ákærður fyrir hylmingu af gáleysi með því að hafa tekið við leikjatölvu og fjölda leikja, GSM-síma og bjór þrátt fyrir að honum hafi mátt vera það ljóst að munirnir væru illa fengnir, en þeim hafði verið stolið úr íbúð í Hafnarfirði. Hann játaði skýlaust brot sín en þar sem hann hafði áður hlotið dóma fyrir þjófnaði og fíkniefnabrot og rauf skilorð taldi héraðsdómur rétt að dæma ákærða hegningarauka og þótti hæfileg refsing þriggja mánaða fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×